Þá er það blessuð fræin :)
Þá er búið að setja fyrstu fræin í pott á þessu ári ! Það er svo gaman þegar þessi tími gengur í garð.
Ég setti í þrjá potta Sweet basil genovese
í tvo potta fór Basil cinnamon sem sagt kanil basil, það verður spennandi að vita hvernig það bragðast.
Ég planta þessum fræjum beint í potta sem ég ætla að hafa jurtirnar í og set mold alveg upp undir röndina á pottinum
Það fara u.þ.b 13-14 fræ í hvern pott og þeim er þrýst varlega ofan í moldina og síðan er sett þunnt lag af mold yfir og vökvað vel.
Plast sett yfir pottana, í hlífðarpotta og út í glugga sem snýr í vestur.
Af því að ég var nú að moldvarpast þetta þá setti ég hvítlauksrif sem voru farin að spíra í pott og krukku
það fóru steinar í botninn á krukkunni og svo mold, stakk síðan hvítlauks rifjunum í moldina og þjappaði að þeim.
Þetta verður svo eins og graslaukur í eldhúsglugganum nema með hvítlauksbragði það er um að gera að nýta rifin sem eru farin að spíra í þetta í stað þess að henda þeim.
Ég skipti um mold á inni blómunum mínum þau eru nú ekki mörg en það er skömm frá því að segja að ræturnar voru orðnar ansi stórar og það veitti ekki af að gefa þeim nýja mold og setja í nýja potta.
Og það var sama sagan og venjulega með mig þegar ég tek mig til að gera eitthvað, ég stóð hér í mold næstum því upp að hnjám á meðan ég var að þessu og þurfti allt að því að gera hreint á eftir.
Það er alveg ótrúlegt hvað ein kona 169 á hæð getur sóðað mikið út þegar hún er að gera eitthvað hvort sem það er í eldhúsinu eða öðrum stöðum í húsinu ég tala nú ekki um í garðinum heheh þetta hlítur að teljast alveg sérstakur hæfileiki.
En það er nú yfirleitt ég sem þríf eftir mig þannig að þetta hefur ekki skaðað neinn ennþá og ég ætla bara að halda áfram mínu bralli og malli því að ég hreint elska það þrátt fyrir allt.
Þegar fræin mín fara að spíra og koma upp úr moldinni þá tek ég mynd af þeim og leyfi ykkur að fylgjast með okkur og ég hvet ykkur að prófa að setja niður Basil fræ ef ykkur þykir það gott það er svo gaman að borða sína eigin ræktun og ef þið eigið spíruð hvílauksrif pota þeim ofan í mold ef þið hafið ekki gert þetta áður og alltaf langað þá er tækifæri núna :)
Comments