Box undir prjónana !

Ég hef ekki verið að blogga undanfarið og ástæðan fyrir því er að sambýlingurinn er búinn að vera mikið veikur og ég þar að leiðandi ekki verið í stuði til að tjá mig, en hann er á batavegi og ég ætla að reyna að byrja aftur og nota þetta skemmtilega tjáningarform sem bloggið er. Ég þurfti svo endilega að ná mér í einhverja kvefflensu og henni fylgdi hiti og beinverkir ( reyna fá einhverja athygli líka ) og ég var heima í gær og í dag, seinnipartinn í gær var mér farið að leiðast þetta hangs í sófanum og ákvað að föndra smá.

 Ég átti þessa dós frá áamótum veit ekki af hverju ég henti henni ekki, jú söfnunaráráttan gæti notað hana seinna í eitthvað hef ég örugglega hugsað. Þegar ég var að taka til í skápum og skúffum um daginn þá fann ég fullt af prjónum sem lágu lausir og mér datt í hug að ég gæti notað þessa dós undir þá.
Ég málaði tvær umferðir með grænum akrillit sem ég átti út í bílskúr og svo setti ég servettu á lokið og notaði mod Podge til að líma hana með.

Svo klippti ég út servettu og límdi hana á dósina og á þessari mynd á ég eftir að fara umferð yfir myndina aftur með mod podge.

Ég hef lesið uppskriftir um hvernig við getum sjálf búið til Mod podge því að það er dýrt að kaupa það,  en ég rakst líka á gein sem mælir á móti því og ég ætla að setja link inn á hana hérna ef einhver hefur áhuga að lesa um þetta mál ég er ekki að nota það mikið að það taki því fyrir mig að búa þetta til.

 http://modpodgerocksblog.com


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!