Vingjarnleg orð og samskipti fyrri hluti.


"Vingjarnleg orð geta verið stutt, en bergmál þeirra tekur engan enda"
MÓÐIR TERESA


Við skulum vanda okkur þegar við tölum við fólk og muna að það skiptir máli hvað við segjum og hvernig við segjum það.

Það eru til einfaldar samskipta reglur sem er gott að nota, og kannski erum við oftast að nota þær og þá er það fínt, en ef mig langar að bæta mig á einhverju sviði þá er það líka bara gott.
Mín reynsla er sú að oftast nær er ég bara ágæt í þessu, en svo geta komið  tímabil þar sem ég gleymi mér og  gæti verið betri,  þá er ágætt að rifja þessar reglur upp.

Varast hugsanalestur.
Láta ekki hluti sem trufla okkur hlaðast upp
Taka eftir því jákvæða í samskiptum
Kunna að setja öðrum mörk
Vera virkur hlustandi
Halda okkur við efnið - ef gagnrýni er þörf.

Ég ætla að fara yfir nokkur atriði hérna og held síðan áfram með restina í næsta bloggi.



1. Varast hugsanalestur:

Ekki gera ráð fyrir því að maki þinn eða börn viti hvað þú ert að hugsa, hvað það er sem þú vilt eða hvernig þér líður ef þú segir þeim ekki frá því.
það sama gildir um að þú veist ekki hvernig maki eða börnin þín hugsa, hvað þau vilja eða hvernig þeim líður.

EKKERT OKKAR GETUR LESIÐ HUGSANIR ANNARRA. Þess vegna verð ég að segja frá því hvernig mér líður og hvaða óskir ég hef, t.d. þýðir ekki að opna blaðið og fletta upp á bíó auglýsingunum og horfa á þær og halda að þá viti fólkið þitt að þig langi í bíó.

Nei þú verður að segja þeim frá því og athuga hvort þau hafi áhuga á að fara með þér í stað þess að fara í fýlu af því að það er enginn sem tók eftir því að þú varst að skoða þessa blaðsíðu og þótt þau sæju það þýðir það ekki að þau viti að þig langi í bíó.

Þetta á við um ótal margt í samskiptum t.d. hafa SMS og tölvuskilaboðum fjölgað mikið í dag og ef við þurfum að ræða eitthvað mikilvægt er gott að gera það ekki á þann hátt, ég hef heyrt marga segja og líka lent í því sjálf að fá skilaboð sem eru með "TÓN" sem þýðir að ég les eitthvað út úr þeim sem er ekki staðreynd heldur mín túlkun og hugsanalestur.

 Margir kannast líka við að þegar skrifað er með hástöfum í skilaboðum það þýðir að sá sem skrifar er reiður en þannig er það ekkert endilega í reyndinni heldur var bara caps lock á og ég tók ekki eftir því að því að ég var að flýta mér.

2. Láta ekki hluti sem trufla okkur hlaðast upp:

Ef  það er eitthvað sem  maki okkar, börn eða aðrir  sem standa okkur nærri eru að gera  sem er að pirra mig, þá verð ég  að segja frá því annars er hætta á að ég safni upp gremju og pirringi og þá er sú hætta fyrir hendi að ég missi mig  út af einhverju sem kannski skiptir kannski  engu máli.

 Þá er ég kannski búin að segja eitthvað sem ég dauðsé eftir og þarf að biðjast afsökunar  og það getur verið erfitt fyrir suma að gera það, og ef ég missi mig svona og biðst ekki afsökunar þá fara að  hlaðast upp heilu haugarnir af óafgreiddum tilfinningum sem ekki er hægt að koma frá sér og það boðar aldrei gott.

Og það eru mörg svona lítil atriði sem oft  safnast saman og verða til þess að sambönd springa og að samskiptin fara í svo mikinn hnút að það þarf að fá þriðja aðila til að hjálpa til með þau.



3. Taka eftir því jákvæða í samskiptum:

Ef samskiptin við okkar nánustu eru erfið og við erum ótrúlega  pirruð út í börnin eða sambýlinginn, þá getur verið svo erfitt  að sjá eitthvað jákvætt við það sem þau gera.

 þarna förum við oft að einblína á það sem okkur finnst  neikvætt við þau t.d. hann-hún  setur aldrei tappann á tannkrems túpuna, þú, setur aldrei mjólkina inn í ísskáp,  þið nennið ekkert að gera hérna heima o.s.frv. í stað þess að sjá allt það góða sem þau gera og einbeita sér að því, jafnvel þótt þeim verði á að gleyma mjólkinni á borðinu.  
Það er líka gott fyrir samskiptin  að vera ekki með  alhæfingar - aldrei- alltaf-ekkert. 

Við þurfum líka að vera dugleg að hrósa og passa okkur á því að taka hrósið ekki strax til baka með því að segja: " ótrúlega ertu búin að vera dugleg að læra í dag, reyndu nú að halda því áfram á morgun "

Og ef við eigum erfitt með að taka hrósi þá skulum við bara segja takk fyrir þangað til við förum að trúa því, í stað þess að taka hrósið frá þeim sem gaf það með því að segja t.d. " þetta er eldgamall kjóll búin eiga hann í mörg ár keypti hann á útsölu....
 " 
Mér kemur það ekkert við ég var bara að hrósa þér en ekki að spyrja hvenær eða hvar þú fékkst fötin þín. :)




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!