Posts

Showing posts from January, 2014

Að upplifa augnablikið !!

Image
Það er eins og ég hafi alltaf verið að bíða eftir einhverju betra- og hef þess vegna oft misst af því góða sem ég hafði. - Dorothy Reed Mendnhall- Ég hef oft upplifað tilfinningu um að það sé eitthvað gott að koma til mín rétt handan við hornið og fyrir mig persónulega er það góð tilfinning og með henni kemur eftirvænting eftir einhverju góðu sem ég veit ekki enn hvað er, kannski óvænt boð í veislu, á tónleika, hitta einhvern sem ég hef ekki séð lengi en hef kannski saknað eða annað skemmtilegt. Eins skrítið og það hljómar þá hefur í kjölfarið á þessu hugboði mínu  eða hvað maður kallar það eitthvað óvænt  komið til mín.  En ef ég ætla að festa mig í því að bíða eftir að eitthverju sem mögulega gæti gerst, er ég ekki að njóta augnabliksins heldur er ég að bíða eftir einhverju sem svo kannski  aldrei verður og það getur endað með að miklum vonbrigðum og ég er búin að missa af því að njóta þess að vera hér og nú. Við eigum 24 tíma í sólarhring ef...

Bók um bók frá bók til bókar

Image
Hvernig væri að lesa aftur uppáhalds sögubækurnar  frá því að við vorum börn, gæti verið að við upplifðum þær á annan hátt en þá?  Ég átti nokkrar uppáhalds bækur sem ég las oftar en einu sinni t.d. hana Pollyönnu hún hjálpaði mér mjög mikið þegar ég var barn og leið illa, eins var það vinkona mín hún Anna í Grænuhlíð. Hvernig mundi ég upplifa þessar bækur í dag  ef ég læsi þær aftur? Er kvenremba, jákvæð sálfræði eða eintóm karlremba í þessum bókum sem hafa kannski skaðað mig en ekki hjálpað ? Það sem vakti mig til umhugsunar um þetta var greinarkorn hjá http://heimssyn.blog.is  sem ég af óskiljanlegum ástæðum rakst á þegar ég var á einhverju netvafri.  Á mínum ungdómsárum ég las af miklum móð ævintýri Fimm fræknu og lifði mig inn í þau og elskaði Pétur Pan og ég tala nú ekki um Paddington þegar ég kynntist honum.  Þetta  er greinin sem ég fann: "Barnabækur eftir Enid Blyton, Fimm fræknu, eru komnar í ónáð hjá Evrópuþing...

Engifer og kjúklingasúpan svíkur ekki.........

Image
Alltaf gott að fá sér kraftmikla súpu á tímum magaveiki og kulda. Súpa: 1 stór sæt kartafla 8 dl vatn 2 kjúklingateningar 3 rif hvítlaukur 1 laukur 3 meðal gulrætur 1 cm engifer 1 tsk turmek 1/2 tsk koríander 1/2 - 1 tsk pipar svartur 1/2 tsk salt sem fór á kjúklinginn 1 msk olía 2 kjúklabringur Setti olíu í pott og út  í hana fór  kryddið, pressaður  hvítlaukur, engifer smátt skorið, laukur smátt skorinn, gulrætur í sneiðum og sæt kartafla í litlum bitum. Lét þetta hitna vel í gegn ( 5 mín ) bætti þá  vatni og teningum út og lét þetta sjóða í 15-20 mín við meðal hita. Steikti kjúklinginn í bitum og setti út í og lét sjóða í 5 mín í viðbót, það er gott að smakka súpuna og bæta kryddi við ef þurfa þykir því að það er smekks atriði hvað við viljum hafa hana sterka. Bakaði enskar skonsur með súpunni uppskriftin er: 560 gr hveiti 75 gr sykur 1 dl haframjöl 20 gr lyftiduft 1/2 tsk salt 150 gr mjúkt smjör 2 egg 240 ml mjólk ...

Helgin fór í......að skipuleggja

Image
Það er enn og aftur kominn mánudagur og ný vika með nýjum ævintýrum , janúar mánuður ætlar að vera fljótur að líða að þessu sinni, oft hefur mér fundist hann svo langur og dimmur en undanfarna daga hefur birtan verið alveg ótrúlega falleg og ég finn hvað það hefur hvetjandi áhrif á mig. Ég kom inn á það hérna fyrir stuttu hversu orkulaus og syfjuð ég er búin að vera frá jólum það er líka búið að vera viðvarandi heilsuleysi á sambýlingi mínum og því miður er ekki séð fyrir endan á því. Þetta hefur allt áhrif á mann en ég  ákvað  að gera það  sem ég get gert til að hrista þetta slen af mér og ákvað að fara út að ganga það gefur orku og í þessari viku ætla ég að fjölga göngutúrunum í 3 og stefni að því að fara alla daga vikunnar en ætla að gera það í áföngum, það er ekki gott að taka of stór skref í einu og hætta svo vegna þess að ég er öll í harðsperrum hef svo oft gert það. Svo ákvað  frúin   að gera aðgerðaráætlun fyrir heimilið skrifaði á l...

Í blóma lífsins !!!

Image
                                          Í dag velti ég fyrir mér hugtakinu " í blóma lífsins "  Á hvaða aldri erum við í blóma lífsins? Er það þegar við erum um tvítugt og erum ósigandi eða er það þegar við erum farin að reskjast og höfum þroska og tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum? Ég bara spyr ? Er það kannski  bara matsatriði hvers og eins hvenær hann er í blóma síns lífs ?  Ég er allavega á einhverju blómaskeiði  í mínu lífi  hef mikinn tíma fyrir mig í fyrsta skiptið í mörg ár og er að læra að nýta þann tíma vel, það er stundum erfitt því að það er engin pressa að klára þetta eða hitt. Og svo er ég farin að rækta mikið bæði af blómum , trjám og mat og kryddjurtum það hlýtur að teljast blómlegt. Ég er búin að prófa að læra Zumba, skriðsund, vera í POWERtalk, byrjuð að veiða á sumrin,  get bara sest niður þeg...

Að vilja eða vilja ekki !

Image
Reistu í verki viljans merki,  vilji er allt, sem þarf. -  Einar Benediktsson Já að vilja eða vilja ekki það er stóra spurningin hjá mér þessa dagna og kannski ætti ég að taka þessi orð hans Einars Ben alvarlega og ef það er vilji sem ég þarf til að framkvæma það sem mig langar helst að gera þá þarf ég bara að fara að leita að þessum vilja. Ekki veit ég hvert hann fór eða hvenær hann yfirgaf mig þessi vilji,  en þessa dagana er ég bara og hef einhvern veginn ekki orku í neitt, en er samt að reyna mitt besta að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir mig, stóð við það að fara 1 x í göngu og sund í síðustu viku það var það sem ég setti mér fyrir í hreyfingu þá vikuna. Það eru mörg verkefni sem ég hef hérna heima en ég nenni þeim bara ekki og ég hef ekkert eldað í 10 daga nema súpu í síðustu viku því að sambýlismaður minn er búinn að vera veikur í maganum þennan tíma og bara mjög slæmur, en ég hef ekki nennt að sinna mínum matar þörfum á meðna er þetta ekki k...

Ljúft er að láta sig dreyma í skammdeginu !

Image
Já draumar kosta ekki neitt og stundum finnst mér gaman að láta mig dreyma. Þá fer ég í allskonar ferðalög í huganum og hef líka farið í sófa ferðalag, þá fer ég  á netið og kortlegg ferðina sem ég vil fara með lest, flugi eða rútu og núna ætla ég að fara í smá ferð hérna á blogginu  og nota skemmtilegar myndir eftir mismundandi listamenn. by Caitlin McGauley Ég legg af stað á vit nýrra  ævintýra í mínu fínasta pússi og það er mikil tilhlökkun í mér. by Fifi Flowers Þótt ég hafi ekki komist til Parísar í hjólaferð þegar ég var yngri þá fór ég um tvítugt þangað og fékk smá franskan fiðring í mig og mig hefur alltaf langað þangað aftur og nú er ég að fara þangað.  Í París eru allnokkur heimsklassasöfn sem eru svo stórkostleg að þau fanga meira að segja fólk með engan áhuga á listum klukkustundum saman. Hér eru kostuleg mannvirki sem hvert einasta mannsbarn þekkir af myndum og eru töluvert betri í eigin persónu. Hverfi hér eru svo mörg og ...

Það eru jafnmargar leiðir til....

Image
Leiðirnar til að vaxa og dafna, eru jafn margar og allir íbúar jarðarinnar.  En okkar eigin leið er sú eina sem ætti að skipta okkur máli. -Evelyn Mandel Þessi mynd heitir : la patisserie og er eftir  emmu block Þetta er ég þegar ég fer til Parísar að skoða bakaríin.  Öll erum við á einhverri leið að einhverju og áramótin eru góður tími til að skoða:  Á hvaða leið er ég ?  Hvert langar mig að stefna ? Það er líka gott að skoða er ég mikið í því að ákveða fyrir fullorðið fólk sem stendur mér nærri á hvaða leið  þau eiga  að vera ?  Ef ég er mikið í því að velja þær leiðir sem t.d. fullorðin börn mín eru á,  þarf ég nú bara einfaldlega að hætta því, einfaldlega sagði ég en það er oft ekkert einfalt að sleppa þeim og treysta því að allt verði í lagi þótt ég sé ekki með puttan í málinu. Ég er nú þannig gerð að mér finnst ekki gott þegar annað fólk er að segja mér hvernig ég eigi að haga mér t.d. hvað ég eigi að borða, hve...

Nú er komið nýtt ár !!

Image
Þessi fallega mynd heitir " Fögnuður " og var á almanaki  frá Þroskahjálp sem ég keypti fyrir mörgum árum síðan og man því miður ekki hvað listakonan heitir. En svona ætla ég að taka á móti nýju ári breiða út faðminn og taka á móti öllu því sem lífið gefur mér. Ég las skemmtilega grein á Pressunni sem Ingrid Kuhlman skrifaði og hún heitir: Margt býr í krukkunni og ég ætla að taka hana til fyrirmyndar og búa mér til krukkur af ýmsum gerðum, nóg á ég af krukkum og ég ætla að kreyta þær fallega og set svo myndir af þeim hérna inn. Hún talar um Þakklætiskrukku, Minningakrukku, Hugmyndakrukku og Meistarakrukku endilega kíkið á þetta hjá henni. Þessar fallegu rósir eru á borðinu hjá mér ég keypti mér þær á gamársdag því að ég er búin að standa mig svo vel á árinu 2013 og ætla að halda áfram að bæta mig á öllum sviðum 2014. Það er mismunandi hvað ég þarf að gera mikið á hverju sviði fyrir sig og ég er þessa dagana veik heima og er að fara yfir þetta allt saman...