Að upplifa augnablikið !!
Það er eins og ég hafi alltaf verið að bíða eftir einhverju betra- og hef þess vegna oft misst af því góða sem ég hafði. - Dorothy Reed Mendnhall- Ég hef oft upplifað tilfinningu um að það sé eitthvað gott að koma til mín rétt handan við hornið og fyrir mig persónulega er það góð tilfinning og með henni kemur eftirvænting eftir einhverju góðu sem ég veit ekki enn hvað er, kannski óvænt boð í veislu, á tónleika, hitta einhvern sem ég hef ekki séð lengi en hef kannski saknað eða annað skemmtilegt. Eins skrítið og það hljómar þá hefur í kjölfarið á þessu hugboði mínu eða hvað maður kallar það eitthvað óvænt komið til mín. En ef ég ætla að festa mig í því að bíða eftir að eitthverju sem mögulega gæti gerst, er ég ekki að njóta augnabliksins heldur er ég að bíða eftir einhverju sem svo kannski aldrei verður og það getur endað með að miklum vonbrigðum og ég er búin að missa af því að njóta þess að vera hér og nú. Við eigum 24 tíma í sólarhring ef...