Að vilja eða vilja ekki !


Reistu í verki viljans merki, vilji er allt, sem þarf. - Einar Benediktsson


Já að vilja eða vilja ekki það er stóra spurningin hjá mér þessa dagna og kannski ætti ég að taka þessi orð hans Einars Ben alvarlega og ef það er vilji sem ég þarf til að framkvæma það sem mig langar helst að gera þá þarf ég bara að fara að leita að þessum vilja.

Ekki veit ég hvert hann fór eða hvenær hann yfirgaf mig þessi vilji,  en þessa dagana er ég bara og hef einhvern veginn ekki orku í neitt, en er samt að reyna mitt besta að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir mig, stóð við það að fara 1 x í göngu og sund í síðustu viku það var það sem ég setti mér fyrir í hreyfingu þá vikuna.


Það eru mörg verkefni sem ég hef hérna heima en ég nenni þeim bara ekki og ég hef ekkert eldað í 10 daga nema súpu í síðustu viku því að sambýlismaður minn er búinn að vera veikur í maganum þennan tíma og bara mjög slæmur, en ég hef ekki nennt að sinna mínum matar þörfum á meðna er þetta ekki kostulegt.
Ég tók smá dagdrauma tripp hérna inni fyrir fimm dögum síðan og hef ekki haft orku í færslu síðan hef ekkert hugmyndaflug að mér finnst.

En ef Einar Ben segir að viljinn sé allt sem þarf þá ætla ég að gera eitthvað í þessu og það strax, byrja á því að leita að þessum vilja kannski er hann falinn bakvið draslið sem ég hef verið að sortera hérna heima, eða hann hefur fokið með eihverri lægðinni sem farið hefur hérna yfir undanfarið, hvað veit ég.

En það getur verið að hann sé ennþá innra með mér viljinn og að skammdegið sé bara að stríða mér , ég ætti bara að sýna mér sömu sanngirni og öðrum og leyfa þessu að líða hjá, því ef ég þekki mig rétt þá get ég ekki verið lengi aðgerðarlaus og ég er viss um að það eru einhverjir fleiri en ég að takast á við svona slen þessa dagana.

Því segi ég bara ég held áfram í næstu viku að "reisa í verki viljans merki" og ekki orð um það meir.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!