Nú er komið nýtt ár !!
Þessi fallega mynd heitir " Fögnuður " og var á almanaki frá Þroskahjálp sem ég keypti fyrir mörgum árum síðan og man því miður ekki hvað listakonan heitir.
En svona ætla ég að taka á móti nýju ári breiða út faðminn og taka á móti öllu því sem lífið gefur mér.
Ég las skemmtilega grein á Pressunni sem Ingrid Kuhlman skrifaði og hún heitir: Margt býr í krukkunni og ég ætla að taka hana til fyrirmyndar og búa mér til krukkur af ýmsum gerðum, nóg á ég af krukkum og ég ætla að kreyta þær fallega og set svo myndir af þeim hérna inn.
Hún talar um Þakklætiskrukku, Minningakrukku, Hugmyndakrukku og Meistarakrukku endilega kíkið á þetta hjá henni.
Þessar fallegu rósir eru á borðinu hjá mér ég keypti mér þær á gamársdag því að ég er búin að standa mig svo vel á árinu 2013 og ætla að halda áfram að bæta mig á öllum sviðum 2014.
Það er mismunandi hvað ég þarf að gera mikið á hverju sviði fyrir sig og ég er þessa dagana veik heima og er að fara yfir þetta allt saman og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því, ég á örugglega eftir að setja hérna inn hvernig gengur hjá mér í " ENDURBÓTUM ".
Comments