Í blóma lífsins !!!

                                          Í dag velti ég fyrir mér hugtakinu " í blóma lífsins "

 Á hvaða aldri erum við í blóma lífsins? Er það þegar við erum um tvítugt og erum ósigandi eða er það þegar við erum farin að reskjast og höfum þroska og tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum? Ég bara spyr ?


Er það kannski  bara matsatriði hvers og eins hvenær hann er í blóma síns lífs ? 



Ég er allavega á einhverju blómaskeiði  í mínu lífi  hef mikinn tíma fyrir mig í fyrsta skiptið í mörg ár og er að læra að nýta þann tíma vel, það er stundum erfitt því að það er engin pressa að klára þetta eða hitt.
Og svo er ég farin að rækta mikið bæði af blómum , trjám og mat og kryddjurtum það hlýtur að teljast blómlegt.
Ég er búin að prófa að læra Zumba, skriðsund, vera í POWERtalk, byrjuð að veiða á sumrin,  get bara sest niður þegar ég kem heim og föndrað eitthvað skemmtilegt ef ég vil ,  prjónað, saumað út og í gær vígði ég nýju saumavélina mína og ætla að sauma mér nýjar eldhúsgardínur.


Ég fer út að ganga þegar mér sýnist, fer í sund ef mig langar, kemst alltaf í bíó, leikhús eða tónleika ef ég hef áhuga þarf ekki að byðja um pössun með löngum fyrirvara.



Hef náð sátt  við líkama minn svona flesta daga , er sérlega ánægð með fæturnar á mér sem eru og hafa verið að bera mig á alveg ótrúlega staði og alltaf staðir undir mér sama hversu þung ég hef verið,
 ég er líka mjög ánægð með hendurnar mínar þær hafa gert ótrúlegustu hluti.

 Ekki má nú gleyma heilanum hann hefur alltaf verið að virka betur og betur með árunum þótt yfir hann komi stöku sinnum bleik ský núna seinni ár og ég gleymi einhverju, en samt man ég svo ótal margt bæði gott og skemmtilegt og ég hef bætt svo miklu við kunnáttu mína á flesum sviðum lífsins og þetta geymir þessi frábæri heili m.a.


Ég þarf heldur ekki að elda lengur nema mig langi til þess og ef við hjónaleysin erum svöng en áður var alltaf matur á borðum af því að ég vildi hugsa vel um börnin mín, mér hefur alltaf þótt mjög gaman að baka og elda en hafði kannski ekki alltaf mikinn tíma í það en gerði það samt,  nú hef ég nógan tíma og er að læra hvernig maður eldar fyrir 2 og það getur verið skrautlegt stundum er súpa fyrir 6 en það er allt í lagi ég frysti hana bara og nota í nesti.


Sannfæring mín er að við séum alltaf á einhverju blómaskeiði í okkar lífi á hverjum tíma fyrir sig og þrátt fyrir að ég sé að læra núna hvað ég geri við þann tíma sem ég hef fyrir mig og sé  að njóta þess að vera á þessu
 " blómaskeiði" mínu þá þýðir það ekki að hin blómaskeiðin hafi ekki verið góð þau voru bara öðruvísi.


Ég sakna þess oft að vera ekki ennþá mamma í fullu starfi því að það var og er mjög gefandi,
 og það er líka gefandi  að vera með börnunum mínum sem fullorðnu fólki og taka þátt í þeirra "Blómaskeiðum " og ég vona að þau leyfi mér það áfram.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!