Engifer og kjúklingasúpan svíkur ekki.........

Alltaf gott að fá sér kraftmikla súpu á tímum magaveiki og kulda.


Súpa:
1 stór sæt kartafla
8 dl vatn
2 kjúklingateningar
3 rif hvítlaukur
1 laukur
3 meðal gulrætur
1 cm engifer
1 tsk turmek
1/2 tsk koríander
1/2 - 1 tsk pipar svartur
1/2 tsk salt sem fór á kjúklinginn
1 msk olía
2 kjúklabringur

Setti olíu í pott og út  í hana fór  kryddið, pressaður  hvítlaukur, engifer smátt skorið, laukur smátt skorinn, gulrætur í sneiðum og sæt kartafla í litlum bitum. Lét þetta hitna vel í gegn ( 5 mín ) bætti þá  vatni og teningum út og lét þetta sjóða í 15-20 mín við meðal hita.

Steikti kjúklinginn í bitum og setti út í og lét sjóða í 5 mín í viðbót, það er gott að smakka súpuna og bæta kryddi við ef þurfa þykir því að það er smekks atriði hvað við viljum hafa hana sterka.


Bakaði enskar skonsur með súpunni uppskriftin er:

560 gr hveiti
75 gr sykur
1 dl haframjöl
20 gr lyftiduft
1/2 tsk salt
150 gr mjúkt smjör
2 egg
240 ml mjólk

Egg og mjólk til að pensla með



Þurrefnum blandað saman í skál og smjörið skorið í bita og mulið saman við.


Þá er eggið sett út í


 Mjólkinni bætt út í og öllu hnoðað saman, passa samt að hnoða ekki of mikið þá verða þær seigar.


Flatti deigð út og tók glas og skar skonsuna  út með því , setti á ofnplötu með bökunarpappír og penslaði yfir með blöndu úr eggjum og mjólk.


Bakað við 180 gr. þar til þær eru fallega brúnar og það tók um 20 mín á plötu hjá mér
ég fékk 27 skonsur úr þessari uppskrift en þegar ég geri þær næst ætla ég að hafa þær færri og þykkari.

Svona er maður alltaf að læra og það er gott að hafa deigið aðeins  blautt svo að þær verði ekki þurrar, nú ætla ég að gera skonsu tilraunir á næstunni og leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með því hérna.

Þetta var fínn matur kröftug súpa en samt létt og aðeins sætar skonsur með en það er líka í lagi að minnka sykur magnið í þeim.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!