Helgin fór í......að skipuleggja

Það er enn og aftur kominn mánudagur og ný vika með nýjum ævintýrum , janúar mánuður ætlar að vera fljótur að líða að þessu sinni, oft hefur mér fundist hann svo langur og dimmur en undanfarna daga hefur birtan verið alveg ótrúlega falleg og ég finn hvað það hefur hvetjandi áhrif á mig.





Ég kom inn á það hérna fyrir stuttu hversu orkulaus og syfjuð ég er búin að vera frá jólum það er líka búið að vera viðvarandi heilsuleysi á sambýlingi mínum og því miður er ekki séð fyrir endan á því. Þetta hefur allt áhrif á mann en ég  ákvað  að gera það  sem ég get gert til að hrista þetta slen af mér og ákvað að fara út að ganga það gefur orku og í þessari viku ætla ég að fjölga göngutúrunum í 3 og stefni að því að fara alla daga vikunnar en ætla að gera það í áföngum,
það er ekki gott að taka of stór skref í einu og hætta svo vegna þess að ég er öll í harðsperrum hef svo oft gert það.



Svo ákvað  frúin   að gera aðgerðaráætlun fyrir heimilið skrifaði á litla límmiða hvað þarf að gera í hverju herbergi fyrir sig af því að ég gleymi því jafnóðum ef ég set það ekki á blað, um helgina var svo byrjað, tók svefnherbergið í gegn þvoði glugga og gardínur og þreif allt hátt og lágt og það var ótrúlega gott að fara að sofa í svona hreinu herbergi í gærkvöldi.





Snaraði mér  svo í  að  skipuleggja skápana í þvottahúsinu en þeir voru illa nýttir og í þeim var dót sem ekki hefur verið notað frá því að  fluttum inn, sumt af því fer í góða hirðirinn og svo var öðru raðað upp á nýtt og þar skapaðist aukapláss þannig að ég kom fyrir svefnpokum, bakpokum og ýmsu sem gott er að hafa nálægt sér. Þegar ég var búin að þessu þá skrifaði ég miða og límdi innan á skáphurðina á efri skápunum til að muna hvað er þar þá þarf ég ekki alltaf að vera príla upp á stól að leita að einhverju sem er svo kannski ekki þar nú er bara komin heimildarskrá yfir skápana  á heimilinu.




Kláraði líka að sauma eldhúsgardínur í nýju saumavélinni minni ( fékk hana í maí)  þannig að nú er ég búin að vígja hana og prófa og hún virkar líka svona vel, ég tók gamlar gardínur sem ég keypti á 100 kr. á nytjamarkaði Rauða krossins og spretti þeim upp og breytti og saumaði neðri gardínur úr efni sem ég er búin að eiga í rúmt ár.

Og núna þegar ég skrifa þetta þá sé hversu dugleg ég hef verið um helgina þrátt fyrir að hafa líka farið í Ikea og annað  búðarrölt á laugardaginn og verið slöpp í maganum.

Það er sem ég segi það er gott að halda dagbók, hvort sem hún er í blogg eða öðru formi þá getur maður séð hvað maður er að gera vel og hvað má betur fara og auðvitað smellti ég mynd af nýju gardínum inn og kom frúin ekki bara sjálf fram út af speglun í glugganum maður þarf nú að láta ljós sitt skína :)



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!