Að upplifa augnablikið !!

Það er eins og ég hafi alltaf verið að bíða eftir einhverju betra-
og hef þess vegna oft misst af því góða sem ég hafði.
- Dorothy Reed Mendnhall-

Ég hef oft upplifað tilfinningu um að það sé eitthvað gott að koma til mín rétt handan við hornið og fyrir mig persónulega er það góð tilfinning og með henni kemur eftirvænting eftir einhverju góðu sem ég veit ekki enn hvað er, kannski óvænt boð í veislu, á tónleika, hitta einhvern sem ég hef ekki séð lengi en hef kannski saknað eða annað skemmtilegt.


Eins skrítið og það hljómar þá hefur í kjölfarið á þessu hugboði mínu  eða hvað maður kallar það eitthvað óvænt  komið til mín.
 En ef ég ætla að festa mig í því að bíða eftir að eitthverju sem mögulega gæti gerst, er ég ekki að njóta augnabliksins heldur er ég að bíða eftir einhverju sem svo kannski  aldrei verður og það getur endað með að miklum vonbrigðum og ég er búin að missa af því að njóta þess að vera hér og nú.


Við eigum 24 tíma í sólarhring eftir því sem við best vitum og við þurfum að gera það upp við okkur hvort við ætlum að njóta þeirra eða hafa áhyggjur af næstu  24 tímunum sem koma þar á eftir, við eigum bara eitt augnablik í einu og það skiptir máli hvernig ég fer með það.

Við erum svo oft að flýta okkur og njótum þá ekki eins þess sem við erum að gera hverju sinni, og það er bara sorglegt ef ég ekki nýt þess sem er hér og nú, kannski er það fallegur himinn eða krakkar sem eru að leika sér þarf ekki endilega að vera eitthvað merkilegt en samt hefur það góð áhrif á okkur, þegar ég kem úr vinnunni þessa dagana er birtan alveg stórkostleg að mínu mati og það er svo gott að staldra við og njóta hennar og anda alveg ofan í maga áður en ég fer út í umferðina sem oft getur verið erfið á þessum tíma dags.

Ég get lifað í núiu ef ég vel það, þarf bara að minna mig mjúklega á það reglulega og núna er ég að venja mig á að vera í deginum í dag, þangað til það verður  orðið fastur vani hjá mér og það eru margar aðferðir sem ég  nota til þess.

Hlusta á árverkni/ mindfullness æfingar, stekk  ekki alveg strax framúr rúminu á morgnana heldur gef mér tíma il að íhuga eða bara njóta þess að liggja í rúminu í rólegheitum áður en ég held út í daginn.

 Æfa mig í að anda alla leið ofan í maga nokkrum sinnum á dag,  einhver snillingurinn sagði mér á að prófa að lifta höndunum upp fyrir höfuð  þegar ég er að anda svona djúpt og það  virkar betur , vanda mig í því að gera eitt í einu, en oft hef ég verið með of margt í gangi í einu það er streituvaldandi, fer í sund og út að ganga og er að reyna að láta mig meira og meira langa að láta ekki stressið huga minn fanga.



Það er gott að eiga framtíðarsýn og stefna að henni en ég tek ekki nema eitt skref í einu í áttina að henni, hvers vegna ekki að reyna að njóta ferðarinnar í átt að markmiðinu líka,   það er sorglegt ef við lítum til baka og áttum okkur á því að við vorum  alltaf að bíða eftir einhverju en ekki að taka fagnandi á móti augnablikinu og því sem það færði okkur.

Gott að njóta en ekki þjóta
og bara stundum að láta sig aðeins fljóta.

Ég get ekki stoppað klukkuna,
en ég get stoppað að láta klukkuna ráða alveg yfir mér.

Það getur enginn breytt óheppilegum venjum mínum nema ég sjálf,
en oft er gott að fá hjálp hjá öðrum við það.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!