Ljúft er að láta sig dreyma í skammdeginu !
Já draumar kosta ekki neitt og stundum finnst mér gaman að láta mig dreyma.
Þá fer ég í allskonar ferðalög í huganum og hef líka farið í sófa ferðalag, þá fer ég á netið og kortlegg ferðina sem ég vil fara með lest, flugi eða rútu og núna ætla ég að fara í smá ferð hérna á blogginu og nota skemmtilegar myndir eftir mismundandi listamenn.
by Caitlin McGauley
Ég legg af stað á vit nýrra ævintýra í mínu fínasta pússi og það er mikil tilhlökkun í mér.
by Fifi Flowers
Þótt ég hafi ekki komist til Parísar í hjólaferð þegar ég var yngri þá fór ég um tvítugt þangað og fékk smá franskan fiðring í mig og mig hefur alltaf langað þangað aftur og nú er ég að fara þangað.
Í París eru allnokkur heimsklassasöfn sem eru svo stórkostleg að þau fanga meira að segja fólk með engan áhuga á listum klukkustundum saman. Hér eru kostuleg mannvirki sem hvert einasta mannsbarn þekkir af myndum og eru töluvert betri í eigin persónu. Hverfi hér eru svo mörg og fjölbreytt að rölt á milli býður nánast upp á endalaust nýja upplifun og stemmningu. Engum orðum þarf að eyða í mat eða drykk enda lifir hér nánast enginn veitingastaður eða bar lengur en fimm mínútur sem ekki annaðhvort býður góðan mat eða sérstaka stemmningu. Hér er strönd meðfram Signu á sumrin og hægt að skauta í Eiffel turninum á veturna. Samgöngumátar fjölbreyttir, fljótir og ódýrir. Verslun er hér nánast hreinn unaður og ekki bara sökum mikils úrvals heldur ekki síður vegna þess að borgin er svo lifandi. Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Tekið úr texta frá
http://fararheill.is/afangastadir/evropa/frakkland/paris/
'A meðan ég er í París fer ég á matreiðslunámskeið í anda Juliu Child hún veitti mér mikinn innblástur þegar ég sá myndina um hana og ég á eftir að prófa að elda nokkra af hennar réttum.
Auðvitað mun ég deila með ykkur hér á blogginu ferða og matarsögunni.
Ég verð í 3 vikur í París í þetta sinn og ætla að búa hjá yndilslegu frönsku fólki sem ég kynnist hér á landi.
Þau eru búin að bjóða mér svo oft að koma og nú er sko komið að því .....
by Michelle Morelan
Ég fer frá Frakklandi til Ítalíu og þar ætla ég að vera í 4 vikur eða jafnvel lengur það fer bara eftir því hvernig mér líður eftir þessar vikur þar, því að nóg á ég að peningum til að lifa þarna er búin að safna svo lengi.
Ég ætla á ströndina í nýja bikiníu mínu og láta sólina ilja mér um kroppinn á Jesoloströndinni í Feneyjum og fara á markaðinn á Kennedytorgi, Piazza Kennedy, með fjölmörgum básum þar sem
fjölbreyttur varningur er á boðstólum: matvara, fatnaður, blóm, o.m.fl. Fjöldi
góðra veitingastaða er við strandgötuna og eftir góða ítalska máltíð er tilvalið að bregða sér á dansstað, en þeir eru fjölmargir í
nágrenninu og hafa opið fram undir morgun. Sagt er að Lido di Jesolo sé staður
sem aldrei sofi og ég mun náttúrulega sofa mjög hratt á þessu ferðalagi til njóta sem mest.
Og svo ætla ég að ferðast um á vespu það er gamall draumur og fara á staði sem mig hefur lengi dreymt um t.d Verona, Flórens og Feneyjar.
Verona er ein elsta og fegurta borg Italiu og er hún á minjaskrá UNESCO.
Verona er líka borg Shakespeare´s rómeó og Julíu borgin er líka heimsfræg fyrir sínar stórkostlegu sögulegu byggingar, torg, stræti og brýr yfir Adige áina og ekki skemmir fyrir nálægðin við Gardavatn
Þá má einnig nefna Piazza delle Erbe, eitt fallegasta torgið á Italíu. Þarna má finna fjölbreyttan markað með gamla sögu. Á rómartímanum var þegar komin mynd á þennan markað. Nálægt markaðnum má finna margar spennandi byggingar og listaverk.
Í Verona má sjá raunverulegt heimili fjölskyldu Júlíu (Capuleti fjölskyldan) og er húsið frá 13. öld en auðvitað ber þar hæst svalir Julíu þarundir sem Rómeó flutti sínar Sonnettur. Á hverju ári, daglega, koma hundruðir ferðamanna (meirhlutinn konur) sem setjast niður og skrifa bréf til Júlíu þar sem ástarsorgum, erfiðleikum í samböndum og annað sem kvelur mannssálina er sett fram og ráða leitað hjá henni. Ritarar Júlíu svara öllum bréfum sem skilin eru eftir persónulega með ráðum, huggun og leiðsögn líkt og Júlía hefði gert. Einnig má sjá hús fjölskyldu Rómeo ekki langt frá.
Flórens er Vagga listar og menningar og þar get ég farið á myndlistasýningar verið eins lengi og ég vil því að það er enginn að reka á eftir mér því ég ræð tíma mínum sjálf.
Frá Piazza Unita d´Italia liggur leið mín áfram til Basilica San Lorenzo. Basilica San Lorenzo er ein stærsta kirkja í Flórens og greftunarstaður flestra mikilmenna af ættum Medici, allt frá Cosimo il Cecchio til Cosimo III. Upphaflega þegar fyrstu steinar kirkjunnar voru lagðir árið 393 e.Kr. var kirkjan utan borgarveggja Flórens. Kirkjan var aðalkirkja borgarinnar í ein 300 ár og um lengst sóknarkirkja Medici ættarinnar. Kirkjan sem almennt er talað um sem Old Sacristy er hluti af mun stærri arkitektúr þar sem helst er að nefna auk hennar sjálfrar Laurentian bókasafnið byggt af Michelangelo, New Sacristy byggt á hönnun Michelangelo og Medici kapellan sjálf.
Illustration by Rene Gruau
Fer út að borða með ítölskum sjarmi sem ég kynnist í London þegar ég var 18-19 ára og fékk svo bónorðs bréf frá honum en það hafði verið lengi á leiðinni vegna þess að ég hafði flutt og þegar það barst var ég komin í sambúð aldrei of seint að grafa upp gamla vini og sjarma.
Ocsar de la renta
En ég sit nú bara hérna við tölvuna ennþá en það er aldrei að vita nema þessi draumur minn rætist ef ég vinn að honum og það er aldrei of seint að leggja af stað út í heim til að leita uppi ævintýri.
Profitez comme moi quand je suis allé dans ce voyage mon esprit (Njótið vel eins og ég þegar ég fór í þessa hugarferð mína ) franska.
Mi piace farmi sognare ( Ég elska að láta mig dreyma ) ítalska.
Comments