Posts

Showing posts from October, 2013

Alltaf gaman að gera fínt hjá sér !!

Image
þessi fallega skreyting var á hótelinu sem við vorum á í Bratislava og það er hægt að gera svo margt fallegt og skemmtilegt úr því sem er í náttúrunni. Ég tók um daginn reyniber og frysti til að nota í skreytingar um jólinn og ég hef gert þetta undanfarin ár með góðum árangri. þessa skemmtilegu mynd fann ég á  Visit thelilaclobster.blogspot.com   Þett er mjög auðveld skreyting og svo er hægt að borða hneturnar :) þetta er líka skemmtilegt en kaffibaunir eru bara svo dýrar hérna að ég mundi ekki tíma að setja þær í kertakrukku en það er gæt að nota gularbaunir eða vera með steina og sand sem er í náttúrunni. Þessi eru líka falleg og það er hægt að fá þessi flotkerti í IKEA. Ég var með mynd um daginn af flotkertum og reyniberjum í krukkum kom mjög vel út þegar ég var búin að kveikja á þeim. Um að gera að láta hugmyndaraflið leika lausum hala...Góða skemmtun.

Gluggarnir í Bratislava

Image
Þessi mynd var tekin inn um glugga á kristalsbúð og það var ekki laust við að mig langaði þangað inn til að kaupa mér ljósakrónu, en sjálfstjórnin er svo gífurleg að ég stóðast mátið, en fallegar voru þær. Það er oft sagt að augun séu gluggar sálarinnar og að við getum séð í þeim hvernig fólki líður, ég hef alltaf sagt augun ljúga ekki og jafnvel þótt fólk sé hlægjandi þá er oft hægt að sjá sorg í augunum. Brosað í gegnum tárin.  Gluggar hafa verið mikið áhugamál hjá mér árum saman.  Mér finnst mjög gaman að skoða glugga í húsum sem ég geng framhjá,( ég er samt ekki að kíkja inn til fólks ) til að forðast allan misskiling. Í síðustu viku var ég í Bratislava og þar voru margir áhugaverðir gluggar til að skoða og ég ætla að láta nokkar myndir sem ég tók af þeim hérna inn.  Þessi skemmtilega mynd var tekin af  antíkbúð sem er líka kaffihús, við fórum þangað inn til að skoða og ætluðum að fá okkur kaffi en við fórum öfug út vegna þess að afgreiðsludaman...

Gulrætur eru góðmeti !

Image
Hún er skemmtileg þessi fléttugulrót sem ég tók upp í haust það er ótrúlegt hvað náttúran er margbreytileg. Ég prófaði að setja niður marglitar gulrætur með þessum venjulegu og gat nú ekki fundið neinn mun á bragðinu þær voru allar jafn góðar. Ég setti slatta í eldfast mót og setti smjörbita, salt og pipar og setti þetta inn í ofn í smá stund prófaði bara að koma við og finna þegar þær voru farnar að mýkjast þá tók ég þær út og borðaði sem kvöldmat. Nammm. namm. Moroccan Carrots  Skemmtileg uppskrift af gulrótar rétti sem ég fann á síðu sem heitir   NE PERFEKT BITE   1 kg gulrætur 3 + matskeiðar af olífu olíu 1- 2 tsk cumen 1/2 tsk paprikuduft 1/2 tsk sykur 1 - 1 1/2 tsk salt 1/2 tsk svartur malaður pipar 3 rif af hvítlauk þunnt skorin smá    cayenne pipar 3 msk hvítvínsedik Sjóði gulræturnar í vatni í c.a 15 mín og kælið þær svo í köldu vatni og skerið svo í bita eins og er á myndinni. Steikið þær á pönnu þ...

Enn er það tepokaspeki ! " Find the true source of happiness."

Image
Í morgun fékk ég mér tesopa eins og ég geri oft á morgnana og stundum er ég  með YOGITEA og þá eru oft svo skemmtilegar tilvitnar á miðanum með teinu og núna var það " Find the true source of happiness." Þetta fékk mig til að hugsa hvar er ég að leita að uppsprettu hamingjunnar í dag? einu sinni leitaði ég hennar í víni en það er liðin tíð sem betur fer, mér fannst líka að annað fólk ætti að gera mig hamingjusama, ef ég væri ríkari, sætari, og aðeins grennri þá yrði ég náttúrulega hamingjusamari og svo mætti lengi telja. Í dag hef ég öðlast aðeins meiri þroska ( ekki seinna vænna komin á efri ár  :) og ég veit að uppspretta hamingjunnar er ekki í þessum hlutum, en þeir geta aukið á hamingju mína það er nokkuð ljóst. Fólkið í lífi mínu gefur mér mikla hamingju og stundum höfuðverk en þannig er lífið það eru ekki alltaf allir eins og ég vil hafa þá :) Þeir hafa bara sjálfstæðan vilja og fara ekki alltaf eftir því sem ég segi  þótt ég sé mjög vitur kona :)   Þó...

Þurrkun og frysting á kryddjurtum

Image
Uppskeran á kryddjurtum var mjög góð í sumar og hefur sjaldan  verið jafn góð þrátt fyrir slæma tíð og ekki dugir að láta hana skemmast svo að ég ákvað að þurrka og frysta til að eiga í vetur. Það er mjög gott að frysta saman steinselju og hvítlauk í olíu og setja það í klakabox og pakka því svo vel inn og þá er hægt að taka bara einn mola í einu til að nota.  Ég gleymdi að taka mynd af mínum molum en fann þessa á netinu, en í fyrra setti ég steinselju og hvítlauk í matvinnsluvélina og maukaði það og setti svo beint í formið og ekker út í það og það var alveg að gera sig líka. Sniðugt að taka myntu og frysta hana í klakaboxi með vatni þá á maður hana beint í glasið eða út í bústið. Ég prófaði líka að þurrka steinselju og ætla að nota hana svoleiðis í vetur og sjá hvernig það kemur út, einning þurrkaði ég myntu, rósmarín, dill og timjan til að eiga í vetur. Myntuna get ég notað í te og einnig sem krydd og þessi uppskera mín ætti að duga okkur e...

Frágangur á grænmeti !!

Image
Að rækta grænmeti er bara einn hlekkur í keðjunni svo þarf að borða það eða geyma og ég er alltaf að leita nýrra leiða til að skemma ekki uppskeruna ef við getum ekki borðað hana alla eins og skot,    ég tók blómkál og spergilkál og setti í hæfilega matarskammta fyrir okkur og frysti og gaman að segja frá því að græjan sem er á myndinni með grænmetinu hún býr til poka og ég fékk hana að gjöf 1981 og hef mikið notað hana síðan svona eldast sum heimilistækin vel með okkur. Inn á síðunni http://www.leidbeiningastod.is eru mörg góð ráð að fá og meðal annars um frystingu grænmetis Grænmeti þann 10 October 2008 . Þeir sem hafa sinn eigin matjurtagarð eru vel settir að geta tekið upp ferskt grænmeti jöfnum höndum. En ekki eru allir svo heppnir og verða að velja sér grænmeti í verslun. Það er mikilvægt að sneiða hjá visnu og illa útlítandi grænmeti, þá er næingagildi þess hverfandi, auk þess sem það að rýrnar mun meira við matreiðslu. Tilvalið er a...

Haustkransinn

Image
Ég gerði haustkrans með henni Dóru vinkonu í síðustu viku og þetta er afraksturinn, hún var búin að fara og tína allskonar lauf, ber og lyng og svo notuðum við Eriku með þetta var mjög gaman og síðan var spreyjað yfir kransinn með glæru lakkefni þannig að hann haldi sér eitthvað fram undir jólakrans. Reyniberin liggja víða og ennþá er eitthvað af þeim hangandi á trjánum, ég  setti vatn, steina og ber  í Hiasintu krukkurnar mínar , því næst setti ég flotkerti sem ég átti og þetta er mjög falleg skreyting í eldhúsgluggan þegar farið er að rökkva. Það voru líka sett reyniber í frysti til að eiga í jólaskransinn eða til að nota  sem pakkaskraut, það er ennþá hægt að ná sér í ber ef einhver vill en það fer að verða síðustu forvöð til þess. Einnig hef ég séð að það eru könglar sem liggja meðfram göngustígum og það er um að gera að týna þá upp og þurrka núna ef þið ætlið að nota þá um jólin. Um að gera að nota það sem er í kringum okkur í náttúrunni til ...

10013 :)

Image
Í morgun þegar ég kíkti á bloggið mitt þá voru komnar 10013 heimsóknir en ég byrjaði að blogga 19. febrúar 2013 og vissi lítið hvað ég var að fara út í en þetta blogg hefur hjálpað mér mjög mikið og vonandi einhverjum öðrum líka. Ég hef ekki verið dugleg að setja inn færslur undanfarið og það eru góðar og gildar ástæður fyrir því, en ég ætla samt að halda ótrauð áfram að skrifa og er ekkert að gefast upp, sérstaklega ekki þegar ég sé hversu margar heimsóknir ég hef fengið og ég er óendanlega þakklát fyrir þær. Það koma oft upp aðstæður hjá okkur sem við þurfum að takast á við og verðum að gefa okkur tíma í það og þá þýðir ekkert að skamma sjálfan sig þótt maður geti ekki staðið sig jafnvel allstaðar :) Þetta er alltaf spurning um forgangsröðun og ef ég hef lært eitthvað á síðasta ári þá er einmitt það að ég verð að hægja á mér og forgangsraða rétt og það gengur alltaf betur og betur eftir því sem ég æfi mig meira. Takk fyrir allar heimsóknirnar og ég vona að þið eigið góða he...

Æviskeiðin okkar.

Image
Mannfólkið og ég þar á meðal fer í gegnum ótal breytingarskeið á leifsleiðinni og hvert og eitt þeirra tekur á en hefur sinn sjarma.  Við fæðumst og erum börn sem þurfa umönnun það er kannski fyrsta skeiðið okkar, síðan förum við yfir á það næsta þar sem við byrjum að uppgöva heiminn í kringum okkur, byrjum í skóla og það er mikil breyting fyrir okkur öll hvort sem hún er ánægjuleg eða ekki. Svo taka unglingsárin við og við erum aðreyna að brjótast til sjálfstæðis, næst verðum svo sjálfráða og þá hoppum við á milli að vera fullorðin og börn því að við erum ekki búin að ná fullum þroska en teljum okkur vita allt og geta allt:) Síðan tekur framhaldsnámið við og svo stofnum við fjölskyldu og þá tekur við nýtt skeið í lífi okkar , sumir eignast börn og verða uppteknir af uppeldi þeirra og að reyna að sinna maka, félagslífi, vinum og áhugamálum, vinnu og þetta tekur mikið á og oft fattar maður það ekki fyrr en eftir á. Svo fara börnin að heiman og þá tekur við nýtt æv...