Alltaf gaman að gera fínt hjá sér !!
þessi fallega skreyting var á hótelinu sem við vorum á í Bratislava og það er hægt að gera svo margt fallegt og skemmtilegt úr því sem er í náttúrunni. Ég tók um daginn reyniber og frysti til að nota í skreytingar um jólinn og ég hef gert þetta undanfarin ár með góðum árangri. þessa skemmtilegu mynd fann ég á Visit thelilaclobster.blogspot.com Þett er mjög auðveld skreyting og svo er hægt að borða hneturnar :) þetta er líka skemmtilegt en kaffibaunir eru bara svo dýrar hérna að ég mundi ekki tíma að setja þær í kertakrukku en það er gæt að nota gularbaunir eða vera með steina og sand sem er í náttúrunni. Þessi eru líka falleg og það er hægt að fá þessi flotkerti í IKEA. Ég var með mynd um daginn af flotkertum og reyniberjum í krukkum kom mjög vel út þegar ég var búin að kveikja á þeim. Um að gera að láta hugmyndaraflið leika lausum hala...Góða skemmtun.