Frágangur á grænmeti !!
Að rækta grænmeti er bara einn hlekkur í keðjunni svo þarf að borða það eða geyma og ég er alltaf að leita nýrra leiða til að skemma ekki uppskeruna ef við getum ekki borðað hana alla eins og skot,
ég tók blómkál og spergilkál og setti í hæfilega matarskammta fyrir okkur og frysti og gaman að segja frá því að græjan sem er á myndinni með grænmetinu hún býr til poka og ég fékk hana að gjöf 1981 og hef mikið notað hana síðan svona eldast sum heimilistækin vel með okkur.
Inn á síðunni http://www.leidbeiningastod.is eru mörg góð ráð að fá og meðal annars um frystingu grænmetis
Grænmeti
Þeir sem hafa sinn eigin matjurtagarð eru vel settir að geta tekið upp ferskt grænmeti jöfnum höndum. En ekki eru allir svo heppnir og verða að velja sér grænmeti í verslun. Það er mikilvægt að sneiða hjá visnu og illa útlítandi grænmeti, þá er næingagildi þess hverfandi, auk þess sem það að rýrnar mun meira við matreiðslu.
Tilvalið er að nota sér tilboð sem bjóðast í stórmörkuðum og birgja sig upp.
Með réttri geymslu má koma í veg að grænmeti láti á sjá og tapi næringagildi sínu.
▪ Rótargrænmeti þarf að geyma á köldum en frostlausum stað og helst í rökum sandi, sé þess kostur.
Allt grænmeti sem á að frysta þarf að forsjóða, nema papriku og spergilkál.
Ég hef ekki prófað að frysta rófur enda voru þessar svo litlar að þær voru bara borðaðar strax.
Þetta er hjálmlaukurinn sem ég fékk eftir sumarið mjög gott að nota hann í allskonar piklis.
Nú er um að gera að prófa að frysta grænmetið ef þið fáið það á góðu verði það er gott að grípa í það úr frysti í súpur og gratín eða bara sem meðlæti.
Comments