Haustkransinn
Ég gerði haustkrans með henni Dóru vinkonu í síðustu viku og þetta er afraksturinn, hún var búin að fara og tína allskonar lauf, ber og lyng og svo notuðum við Eriku með þetta var mjög gaman og síðan var spreyjað yfir kransinn með glæru lakkefni þannig að hann haldi sér eitthvað fram undir jólakrans.
Reyniberin liggja víða og ennþá er eitthvað af þeim hangandi á trjánum, ég setti vatn, steina og ber í Hiasintu krukkurnar mínar , því næst setti ég flotkerti sem ég átti og þetta er mjög falleg skreyting í eldhúsgluggan þegar farið er að rökkva.
Það voru líka sett reyniber í frysti til að eiga í jólaskransinn eða til að nota sem pakkaskraut, það er ennþá hægt að ná sér í ber ef einhver vill en það fer að verða síðustu forvöð til þess.
Einnig hef ég séð að það eru könglar sem liggja meðfram göngustígum og það er um að gera að týna þá upp og þurrka núna ef þið ætlið að nota þá um jólin.
Um að gera að nota það sem er í kringum okkur í náttúrunni til að gera eitthvað fallegt úr það er svo gaman.
Comments