Gulrætur eru góðmeti !


Hún er skemmtileg þessi fléttugulrót sem ég tók upp í haust það er ótrúlegt hvað náttúran er margbreytileg.

Ég prófaði að setja niður marglitar gulrætur með þessum venjulegu og gat nú ekki fundið neinn mun á bragðinu þær voru allar jafn góðar.

Ég setti slatta í eldfast mót og setti smjörbita, salt og pipar og setti þetta inn í ofn í smá stund prófaði bara að koma við og finna þegar þær voru farnar að mýkjast þá tók ég þær út og borðaði sem kvöldmat. Nammm. namm.

Moroccan Carrots Skemmtileg uppskrift af gulrótar rétti sem ég fann á síðu sem heitir

  NE PERFEKT BITE

 1 kg gulrætur

3 + matskeiðar af olífu olíu
1- 2 tsk cumen
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk sykur
1 - 1 1/2 tsk salt
1/2 tsk svartur malaður pipar
3 rif af hvítlauk þunnt skorin
smá  cayenne pipar
3 msk hvítvínsedik

Sjóði gulræturnar í vatni í c.a 15 mín og kælið þær svo í köldu vatni og skerið svo í bita eins og er á myndinni.

Steikið þær á pönnu þar til þær eru fallega brúnar.

Setjið þær síðan í skál og setjið olíu og kryddið og hvítlaukinn  yfir þær og blandið þessu vel saman.
 Setjið í ísskáp yfir nótt eða í minnsta kosti í einhverja klukkutíma og berið þetta síðan fram við stofuhita og stráið 
steinselju yfir.

Síðan er bara um að gera að prófa sig áfram með gulræturnar það er hægt að gera svo margt gott úr þeim og ekki skemmir fyrir að þær eru svo hollar.


Næringarefni

Gulrætur eru sneisafullar af næringarefnum eins og andoxunarefnum, vítamínunum A-B-C og steinefnunum járn, kalsíum og fosfór. Járn innihaldið eykur fjölda rauðra blóðkorna. Gulrætur hefur að geyma bestu uppsprettu af betra-karótíni sem er mikilvægt fyrir sjón og nýar rannsóknir sýna að betakarótín geti hindrað myndun æxlis og aðra alvarlega sjúkdóma.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!