Enn er það tepokaspeki ! " Find the true source of happiness."

Í morgun fékk ég mér tesopa eins og ég geri oft á morgnana og stundum er ég  með YOGITEA og þá eru oft svo skemmtilegar tilvitnar á miðanum með teinu og núna var það " Find the true source of happiness."
Þetta fékk mig til að hugsa hvar er ég að leita að uppsprettu hamingjunnar í dag? einu sinni leitaði ég hennar í víni en það er liðin tíð sem betur fer, mér fannst líka að annað fólk ætti að gera mig hamingjusama, ef ég væri ríkari, sætari, og aðeins grennri þá yrði ég náttúrulega hamingjusamari og svo mætti lengi telja.

Í dag hef ég öðlast aðeins meiri þroska ( ekki seinna vænna komin á efri ár  :) og ég veit að uppspretta hamingjunnar er ekki í þessum hlutum, en þeir geta aukið á hamingju mína það er nokkuð ljóst.

Fólkið í lífi mínu gefur mér mikla hamingju og stundum höfuðverk en þannig er lífið það eru ekki alltaf allir eins og ég vil hafa þá :) Þeir hafa bara sjálfstæðan vilja og fara ekki alltaf eftir því sem ég segi  þótt ég sé mjög vitur kona :)

  Þótt landslagið á líkama mínum hafi breyst það er orðið meira um fjöll og djúpa dali og svo eru líka ummerki eftir átök eins og t.d. barnsfæðingar :) Þá er hann ekki að valda mér óhamingju í dag stundum fæ ég þörf fyrir að gera eitthvað til að hressa hann við en er það ekki bara af hinu góða að ég skuli nenna því ennþá þrátt fyrir þennan háa aldur minn :) Ég held það nú bara.

Ég get þusað öðru hvoru yfir því hversu óréttlát launin mín eru og að það væri gott að hafa meira til að moða úr, en ég á hús með fallegum garði þar sem ég get ræktað mitt eigið grænmeti það eru ekki allir sem geta gert það, fellihýsi sem ég get notað til að ferðast í  á sumrin til að stunda áhugamálið mitt sem er að veiða.

Ég hef ekki ennþá þurft að upplifa hungur alltaf átt nóg að borða svo að ég get ekki rökstutt það að mín ytri umgjörð sé slæm og við höfum alltaf val um að selja okkar veraldlegu eigur og búa í minna húsnæði svo þetta er okkar val að borga af þessu öllu saman,  ég hef ennþá vinnu og getu til að stunda hana.

Ég er ennþá mjög sæt :) og sé ekki að það sé neitt að fara að breytast það verður bara fjölbreyttara landslag í andlitinu á mér og það er bara fínt að hafa það svolítið fjölbreytt, ekki vildi ég vera eins og gríma í framan :)

Þegar ég dreg þetta sem ég var að hugleiða yfir tebollanum saman þá komst ég að því að uppspretta hamingju minnar kemur innan frá og ég ber ábyrgð á því að viðhalda henni, en það  sem gerir hana meiri eru börnin og barnabörnin mín, sambýlismaðurinn,  systur mínar, mammu og allir þeir góðu vinir og kunningjar sem hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum súrt og sætt og ég finn fyrir hlýjum tilfinningum, þakklæti og hamingju þegar ég hugsa um þetta, allt hitt er bara auka hamingja.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!