Gluggarnir í Bratislava

Þessi mynd var tekin inn um glugga á kristalsbúð og það var ekki laust við að mig langaði þangað inn til að kaupa mér ljósakrónu, en sjálfstjórnin er svo gífurleg að ég stóðast mátið, en fallegar voru þær.


Það er oft sagt að augun séu gluggar sálarinnar og að við getum séð í þeim hvernig fólki líður, ég hef alltaf sagt augun ljúga ekki og jafnvel þótt fólk sé hlægjandi þá er oft hægt að sjá sorg í augunum. Brosað í gegnum tárin.
 Gluggar hafa verið mikið áhugamál hjá mér árum saman.  Mér finnst mjög gaman að skoða glugga í húsum sem ég geng framhjá,( ég er samt ekki að kíkja inn til fólks ) til að forðast allan misskiling.
Í síðustu viku var ég í Bratislava og þar voru margir áhugaverðir gluggar til að skoða og ég ætla að láta nokkar myndir sem ég tók af þeim hérna inn. 

Þessi skemmtilega mynd var tekin af  antíkbúð sem er líka kaffihús, við fórum þangað inn til að skoða og ætluðum að fá okkur kaffi en við fórum öfug út vegna þess að afgreiðsludaman var svo fráhrindandi og virtist ekki nenna að sinna okkur. En það voru margir skemmtilegir munir þarna sem ég hefði alveg verið til í að drösla með mér á klakann. ( aftur þessi gífurlega sjálfstjórn)

Þetta  er  mjög algeng sjón í borginni  rimlar fyrir gluggum og mér þótti skemmtilegt að sjá að  það var samt gert ráð fyrir blómapottum innan við rimlana.

Þetta fallega hús var bleikt og virðulegt og ég hefði ekki haft á móti því að koma inn í íbúð í þessu húsi til að sjá hvernig hún leit út, þessi gluggi var sérlega fallegur.

Þetta var of  algeng sjón falleg hús mjög illa farin.

Þessir gluggar voru svo á næsta húsi mun fallegri og glittir í röndóttar rúllugardínur.


Það var líka algengt að sjá  blómapotta á gluggasillum, gat ekki séð hvernig þeir festu þá kunni ekki við að fá mér stiga til að athuga það :) Hrædd um að það  væri erfitt í rokinu hérna að fá þetta til að tolla utan á húsum, en það er um að gera að prófa það samt ef manni langar.

þarna voru rimlarnir notaðir sem skraut um leið og þeir vörðu gluggana.

Þetta eru svo skemmtilegir gluggar og það virtist vera hátt til lofts í íbúðunum þarna og mikið af turnum og útskotum sem gerir íbúðirnar skemmtilegar í laginu.


Við rákumst á þetta hús í hverfi þar sem mikið af sendiráðum var til húsa,  það var verið að gera það upp og þakið var sérlega fallegt en það bjó enginn í þessu húsi og á þeirri hlið sem sást ekki frá götunni vantaði glugga í húsið.

Mér finnst svo ótrúlega gaman að skoða þessa hlið á borginni og tók margar myndir af gluggunum þar og tók eftir því að það er ekki lagt mikið uppúr gardínum eins og hérna hjá okkur, gluggaumgjörðin er aðal puntið og sem betur fer er verið að vinna að því að bjarga mörgum af þessum fallegu húsum.

Já þau eru skrítin sum af mínum áhugamálum :) En mér finnast þau skemmtileg og það er fyrir mestu.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!