10013 :)

Í morgun þegar ég kíkti á bloggið mitt þá voru komnar 10013 heimsóknir en ég byrjaði að blogga 19. febrúar 2013 og vissi lítið hvað ég var að fara út í en þetta blogg hefur hjálpað mér mjög mikið og vonandi einhverjum öðrum líka.

Ég hef ekki verið dugleg að setja inn færslur undanfarið og það eru góðar og gildar ástæður fyrir því, en ég ætla samt að halda ótrauð áfram að skrifa og er ekkert að gefast upp, sérstaklega ekki þegar ég sé hversu margar heimsóknir ég hef fengið og ég er óendanlega þakklát fyrir þær.

Það koma oft upp aðstæður hjá okkur sem við þurfum að takast á við og verðum að gefa okkur tíma í það og þá þýðir ekkert að skamma sjálfan sig þótt maður geti ekki staðið sig jafnvel allstaðar :)

Þetta er alltaf spurning um forgangsröðun og ef ég hef lært eitthvað á síðasta ári þá er einmitt það að ég verð að hægja á mér og forgangsraða rétt og það gengur alltaf betur og betur eftir því sem ég æfi mig meira.

Takk fyrir allar heimsóknirnar og ég vona að þið eigið góða helgi :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!