Posts

Showing posts from April, 2013

Súkkulaði og sunnudagur !!!

Image
Sunnudagur til sælu og súkkulaðis hvað gæti verið betra svona daginn eftir kosningar, ég var nú svo ómenningarleg að sofna bara um ellefuleitið í gærkvöldi og svaf svona ljómandi vel án þess að vita hvaða niðurstöður væru í kosningunum og það er nú einu sinni svo að ég fæ bara eitt atkvæði og get ráðið hvað ég geri við það en svo ræð ég engu um öll hin. Þess vegna var ég svona róleg og treysti því að allt færi vel, ætla svo ekki nánar út í þá sálma hér. Af því að ég sofnaði svona snemma í gær þá vaknaði ég snemma í morgun úthvíld og ákvað að baka súkkulaðiköku og ætla að láta uppskriftina hérna inn en hún heitir skúffukaka Ágústu frænku og ég er búin að baka hana ansi oft í gegnum tíðina annað hvort sem tertu eða skúffuköku og hún er alltaf jafn góð. Kakan: 125 gr. smjörlíki eða smjör   ( stór 185 gr.) 300 gr. sykur                        ( stór 420 gr.) 250 gr. hveiti        ...

Engifer og .....Vetur fer :)

Image
Engifer er algjör undrajurt og mjög gott að nota hana ferska bæði í mat og drykk það er ágætis grein um rannsókn á engifer á vef Heilsuhússins endilega skoðið það. Ég hef notað engifer undanfarin ár í mat og drykk og þegar ég hef fengið hálsbólgu þá hef ég gert mér drykk úr engifer og hann er bæði góður heitur og kaldur. Ferskur engifer 4-6 þunnar sneiðar 1 1/2  - 2 bollar vatn safi úr 1/2 sítrónu og stundum hef ég bara sneitt sítrónuna niður og sett hana út í. 1-2 tsk hunang Hitið vatn að suðu og setjið þá engifer út í og látið sjóða í 10 mín sigtið vökvann og setjið í bolla og sítrónusafa og hunang út í. Ég hef  margfaldað þessa uppskrift og sett í könnu og kælt og haft í ísskápnum við getum sett klaka í drykkin og þá er kominn fínn sumardrykkur, þessi uppskrift er góð heit fyrir hálsbólgu og líka ef þið eruð eitthvað slæm í maga, þá er ég ekki að tala um alvarlega magaverki dögum saman þá þurfum við að láta lækni líta á okkur en ef við erum með uppþembu og...

Appelsínur og aldur !!!

Image
Þetta er ein af myndunum sem kom upp þegar ég googlaði old ladys ! Ekki veit ég hver sendi þeim þessa mynd af mér en hún var tekin á mánudags morguninn í síðustu viku þegar ég vaknaði og var orðin og sein í vinnu. Nei ég er miklu fallegri þegar ég vakna :)  en hvað er þetta með konur og aldur ég er ein af þeim sem er alltaf að flýta mér, um leið og ég er búin að eiga afmæli þá er ég byrjuð að tala um mig eins og ég sé ári eldri t.d þegar ég varð fimmtug, daginn eftir var ég að verða fimmtíu og eins er þetta ekki merkilegt að geta ekki notið þess að vera á þeim aldri sem ég er þangað til ég á afmæli næst.   Ekki veit ég hvaðan þetta kemur en nú er ég að vinna í því að breyta þessu eins og svo mörgu öðru. Af því að ég er í heilsueflingu held ég að  líkurnar á því að eldast betur og verða ekki líkamlega gömul og stirð fyrir aldur fram aukist,  ég ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljós. En ég hef líka tekið eftir því að ég er oft að segja ég get...

krækiber....kökur og saft

Image
Ég er enn að nota það sem til er í frysti frá því í haust og meðal annars á ég krækiber og smávegis af bláberjum, en ég frysti slatta í litlum meðfærilegum pokum og hef verið að nota þau í t.d búst. En ég ákvað að baka eitthvað úr þeim í dag af því að það er sunnudagur og ég byrjaði á því að gera smákökur og set uppskriftina hérna. 1 1/4 bolli hveiti 1 1/2 bolli haframjöl 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 3/4 bolli smjör 3/4 bolli púðursykur 1 tsk vanilludropar 2 egg 3/4 bolli ber 3/4 bolli hvítt súkkulaði 3/4 bolli möndlur / eða kókosflögur ( ég notaði þær) Hveiti, haframjöl, lyftiduft og salt sett í skál  og blandað vel saman, síðan er smjörið og púðursykur hrært þangað til það er ljós og létt og eggjunum bætt út í einu í senn og að síðustu vanilludropunum bætt í. Hveiti blandan sett út í eggja, smjör og sykurblönduna og það hrært vel saman og síðan setti ég ber, súkkulaði og kókosflögurnar út í og þegar ég var búin að því fannst mér ...

Grænmetissúpa eða súpa seiðið af því

Image
Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana í sjálfs uppbyggingu  ég er á fullu í ræktinni og allskonar námskeiðum og ég kom frekar seint heim af einu slíku í vikunni og hafði gleymt að gera ráð fyrir mat en var orðin mjög svöng. Þá byrjaði leitin að einhverju ætu  ég kíkti í grænmetis skúffuna þar er oft ýmislegt góðgæti og viti menn ég fann sitt lítið af hverju og ákvað að gera súpu úr því og læt uppskriftina fljóta hérna með. Grænmetissúpa: 1 lítill blómkálshaus 3 meðal gulrætur 1/2 sæt kartafla 1 laukur 1 tsk turmek  1/2 - 1 tsk salt 1/2  tsk pipar grænmetisteningur vatn. Ég setti vatn ( 10 dl) og grænmetistening í pott og skar grænmetið og laukinn niður frekar gróft og setti það út í og lét það sjóða í 15 mín og á meðan hrærði ég í skonsur, síðan setti ég salt, pipar og turmek út í og lét sjóða aðeins áfram þá tók ég töfrasprotann og maukaði súpuna en ekki alveg hafði smá bita í henni og svo smakkaði ég hana til og stundum bæti ég kryddi út í þ...

Spínat, sósa, olíur og rigning :)

Image
  Spínat er mjög holl og gott og ég hef 2 x í vikunni keypt mér búst í ræktinni sem er með því í og það er hægt að kaupa spínatið  frosið í pokum en það er líka sniðugt ef við kaupum það ferkst til að nota með eða í mat að frysta afganginn, því að það er selt í stórum pokum og það hefur komið fyrir hjá mér að ég hef hent restinni sem er orðin aðeins lin. Það sem við gerum er að setja spínatið í blender troða bara eins miklu og við eigum og 1/4 bolla vatn út í og mauka þetta vel, síðan er því hellt í klakaform og plastpoka og fryst og ef við ætlum síðan að nota það í bústið getum við ráðið hvað við notum marga mola það fer eftir því hvað við viljum hafa það sterkt og þetta er klaki í leiðinni. Það er líka hægt að setja þessa klaka út í súpur og fleira. Ég prófaði að gera svona búst og í það setti ég: 3 spínatklaka bita af engiferrót 1 dl. frosið mangó 1/2 banana 1 dl. appelsínusafa Og þetta var bæði nærandi og hressandi drykkur. Ég tók pizzadeig úr frysti og ák...

Persónuréttindi og áhugasvið

Image
Ég er á skemmtilegu námskeiði hjá Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur það heitir Sjálfsstyrking og samskipti, við vorum að tala um persónuréttindi í síðasta tíma og það var mjög áhugavert. Skilyrði fyrir því að nota þessi réttindi er að ekki sé gengið á sömu réttindi annarra.   Ég ætla að setja þennan lista hérna inn til að sýna ykkur hann og það er svo gott fyrir okkur öll að skoða hvernig þetta er hjá okkur.  Ég hef rétt á að dæma um eigin hegðun, hugsanir og tilfinningar og taka ábyrgð á afleiðingunum sjálf(ur) Ég hef rétt til að láta skoðun mína í ljós ( ekki afsaka eða útskýra hana). Ég hef rétt á tilfinningum mínum og þarf ekki að afsaka þær með einhverri ástæðu. Ég hef rétt til að taka ákvarðanir, framfylgja þeim og taka afleiðingunum. Ég hef rétt til að taka þá áhættu að fólki geðjist ekki að mér. Ég hef rétt til að breyta um skoðun Ég hef rétt til að segja "ég skil ekki". Ég hef rétt til að segja " ég veit ekki" ...

Metnaður / vandvirkni / prjónaskapur

Image
Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn í gær hafi verið skrautlegur hjá mér eins og dúkurinn á myndinn, en þennan dúk saumaði fjörgömul kona í Barcelona og hún var að klára hann þegar ég keypti hann af henni og ég held mikið uppá hann. Ég vaknaði snemma eftir frekar svefnlitla nótt og var búin að lofa sjálfri mér því að fara í líkamsræktina áður en ég færi í vinnu eða  6.30. Ég var mjög mygluð þegar ég lagði af stað í æfinga gallanum og með eiturgrænt buff á hausnum í ræktina en  það hafðist ég komst á áfnagastað og var ekki stoppuð af laganavörðum þrátt fyrir útlitið. Þegar ég byrjaði að æfa sá ég að klukkan var orðin ansi margt en ég mæti kl. 8 í vinnuna og þurfti að klára prógrammið mitt,  fara í sturtu og snyrta mig áður en ég mætti. Ég á mjög erfitt með að koma of seint þangað sem ég á að mæta og hef alltaf verið óstundvís í hina áttina, en batnadi konum er best að lifa, ég ákvað að klára bara í rólegheitum  og koma þá frekar bara seinna í vinnu...

Pasta skeljar eða bara skeljar !!!

Image
Dóttir mín spurði mig hvort ég gæti eldað ostapasta því það væri svo langt síðan ég hefði gert það, ég fór að athuga hvað ég ætti í það og komst að því að það væri ýmislegt til eins og t.d osta afgangar en ég frysti alltaf ostaafganga bæði venjulegan ost þegar lítið er eftir af honum og svo allskonar osta og það er svo þægilegt að geta gripið í þá þegar ég bý þetta til eða ef mig vantar ost á fisk eða eitthvað annað og þá ríf ég hann bara í matvinnsluvélinni og oft hafa safnast 5-10 ostabitar í frystinn. En í þetta pasta getum við notað hvort heldur er pastaskeljar eða skrúfur eða hvaða pasta sem við viljum og eigum hverju sinni. Uppskriftin sem ég gerði í þetta sinn var: 1 lítill haus brokkáli 3 dl. rjómi en það má vel nota mjólk eða matarrjóma 1/2 rauð parika 1/2 laukur 3dl af ostabitum en það er alveg smekksatriði hvað við setjum mikinn ost 6 dl af heilhveiti pasta 6 skinkusneiðar en ef við eigum pepparóni eða annað má vel nota það Ég sauð Brokk...