Súkkulaði og sunnudagur !!!
Sunnudagur til sælu og súkkulaðis hvað gæti verið betra svona daginn eftir kosningar, ég var nú svo ómenningarleg að sofna bara um ellefuleitið í gærkvöldi og svaf svona ljómandi vel án þess að vita hvaða niðurstöður væru í kosningunum og það er nú einu sinni svo að ég fæ bara eitt atkvæði og get ráðið hvað ég geri við það en svo ræð ég engu um öll hin. Þess vegna var ég svona róleg og treysti því að allt færi vel, ætla svo ekki nánar út í þá sálma hér. Af því að ég sofnaði svona snemma í gær þá vaknaði ég snemma í morgun úthvíld og ákvað að baka súkkulaðiköku og ætla að láta uppskriftina hérna inn en hún heitir skúffukaka Ágústu frænku og ég er búin að baka hana ansi oft í gegnum tíðina annað hvort sem tertu eða skúffuköku og hún er alltaf jafn góð. Kakan: 125 gr. smjörlíki eða smjör ( stór 185 gr.) 300 gr. sykur ( stór 420 gr.) 250 gr. hveiti ...