Pasta skeljar eða bara skeljar !!!

Dóttir mín spurði mig hvort ég gæti eldað ostapasta því það væri svo langt síðan ég hefði gert það, ég fór að athuga hvað ég ætti í það og komst að því að það væri ýmislegt til eins og t.d osta afgangar
en ég frysti alltaf ostaafganga bæði venjulegan ost þegar lítið er eftir af honum og svo allskonar osta og það er svo þægilegt að geta gripið í þá þegar ég bý þetta til eða ef mig vantar ost á fisk eða eitthvað annað og þá ríf ég hann bara í matvinnsluvélinni og oft hafa safnast 5-10 ostabitar í frystinn.

En í þetta pasta getum við notað hvort heldur er pastaskeljar eða skrúfur eða hvaða pasta sem við viljum og eigum hverju sinni.


Uppskriftin sem ég gerði í þetta sinn var:
1 lítill haus brokkáli
3 dl. rjómi en það má vel nota mjólk eða matarrjóma
1/2 rauð parika
1/2 laukur
3dl af ostabitum en það er alveg smekksatriði hvað við setjum mikinn ost
6 dl af heilhveiti pasta
6 skinkusneiðar en ef við eigum pepparóni eða annað má vel nota það

Ég sauð Brokkálí í 5 mín í léttsöltu vatni og pastað í 10 mín og lét svo renna af því í sigti, síðan setti ég rjómann í pott og hitaði hann og bætti þá ostinum út í og lét hann bráðna. því næst skar ég papriku, lauk og skinku í bita og setti út í og kryddaði með svörtum pipar og smá salti en það er um að gera að prófa sig áfram með krydd. Ég setti svo pastað og brokkálí út í pottinn og hrærði varlega saman síðan bar ég þetta fram í skál og reif yfir þetta parmasan ost þetta var mjög gott, og það skemmtilega við þetta er að ef þið notið grunninn semsagt rjóma/mjólk og ost þá getið þið sett það sem ykkur dettur í hug út í og þetta er alltaf gott, ég tók svo með mér í nesti kalt pasta daginn eftir og það var líka gott.


Ég fór í eina af mínum gönguferðum um daginn og gekk meðfram sjónum sem mér finnst alltaf yndislegt því að sjórinn er síbreytilegur og mér finnst lyktin af honum svo góð og hressandi, ég er samt ekki viss um að ég gæti hugsað mér að stunda sjósund það eru nú bara hetjur sem gera það en það er aldrei að  vita hvað mér dettur í hug kannski á ég eftir að prófa það einn daginn og gerast hetja!!
En þar sem ég gekk þarna með vinkonu minn tók ég eftir því að sjórinn hafði gengið upp að göngustígum og það lágu skeljar þarna við göngustíginn og ég fór að týna þær og fór svo aðeins neðar í fjöruna og týndi fleiri, þetta er náttúrulega bara ekki hægt að vera með þessa söfnunar áráttu en ég kom heim með alla vasa fulla af þessum fínu skeljum og var spurð hvað ætlar þú að gera við þetta?
Ég sagði sem satt var ég er ekki búin að ákveða það en setti þær í bleyti með sápu og heitu vatni til að þvo  af þeim óhreinindin. Og svo settist ég niður og googlaði skeljar og fékk allskonar fínar hugmyndir eins og þessa sem er á myndinni en ég fann hana á Mörtu Stuwart.com og það voru margar fleiri skemmtilgar hugmyndir og það er aldrei að vita nema ég verði búin að setja hérna inn myndir af skeljaföndri mínu áður en þið vitið af. En ég get lofað því að ég skildi eftir fullt af skeljum í fjörunni og ætla alls ekki að fara úti framleiðslu á skeljadóti og tæma fjörunna :)
En ég setti hérna inn færslu um köngla fyrir einhverju síðan og ég sá í gær í gönguferðinni minni að þeir liggja út um allt og það er um að gera að tína þá og þurkka núna ef þið hafið áhuga á því.
Ég er mjög þakklát fyrir að það er að nálgast 1000 heimsóknir á síðuna mína en  það
hvetur mig áfram að setja eitthvað hérna inn og ég vona að þið getið nýtt ykkur eitthvað af því.




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!