Persónuréttindi og áhugasvið




Ég er á skemmtilegu námskeiði hjá Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur það heitir Sjálfsstyrking og samskipti, við vorum að tala um persónuréttindi í síðasta tíma og það var mjög áhugavert. Skilyrði fyrir því að nota þessi réttindi er að ekki sé gengið á sömu réttindi annarra. 
Ég ætla að setja þennan lista hérna inn til að sýna ykkur hann og það er svo gott fyrir okkur öll að skoða hvernig þetta er hjá okkur.
  1.  Ég hef rétt á að dæma um eigin hegðun, hugsanir og tilfinningar og taka ábyrgð á afleiðingunum sjálf(ur)
  2. Ég hef rétt til að láta skoðun mína í ljós ( ekki afsaka eða útskýra hana).
  3. Ég hef rétt á tilfinningum mínum og þarf ekki að afsaka þær með einhverri ástæðu.
  4. Ég hef rétt til að taka ákvarðanir, framfylgja þeim og taka afleiðingunum.
  5. Ég hef rétt til að taka þá áhættu að fólki geðjist ekki að mér.
  6. Ég hef rétt til að breyta um skoðun
  7. Ég hef rétt til að segja "ég skil ekki".
  8. Ég hef rétt til að segja " ég veit ekki"
  9. Ég hef rétt á að borin sé virðing fyrir mér.
  10. ég hef rétt til að verjast ágengni annara sem hindra eða berjast gegna réttindum mínum.



Það er alveg nausynlegt fyrir mig að minna mig á þetta reglulega að ég megi taka það pláss sem ég þarf á meðan ég er ekki að troða á öðru fólki,  að ég megi vera ég sjálf með öllum mínum kostum og göllum ( þeir eru nú fáir:)
Gott er að vita að ég má segja ég veit þetta ekki og það þýðir ekki að ég sé heimsk heldur að ég get ekki vitað allt þótt ég viti örugglega margt.
Það er líka gott að hafa í huga að það að skipta um skoðun þýðir ekki að ég sé einhver vingull,  heldur þýðir það að ég hef jafnvel fengið nýjar upplýsingar sem breyta minni fyrri skoðun eða ég hef fengið áhuga á einhverju öðru, þetta má en það er náttúrulega ekki gott ef við erum svo óákveðin að við skiptum oft um skoðun á dag og ef við höfum alltaf sömu skoðun og síðasti ræðumaður þá þurfum við kannski skoða af hverju það er. 

Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég væri að fara í áhugasviðs próf STRONG og ég fékk að vita niðurstöðuna úr því á mánudag og það var mjög skemmtileg að sjá hana.
þar kom fram að þar sem ég er sterk og ætti að vinna við er:
Blaðamennska, sjónvarp/útvarp, blómaskreytingar, viðburðarstjórnun, vinna við mat, hönnuður og margt fleira og ég fékk heila möppu með upplýsingum sem ég á eftir að skoða betur og nú er bara að ákveða hvað ég ætla að gera við þessar upplýsingar.

NIÐURSTAÐA:
Þegar ég verð stór ætla ég að verða SJÓNVARPS BLAÐAMAÐUR SEM SKREYTIR MEÐ BLÓMUM FYRIR VIÐBURÐI SEM ÉG STJÓRNA OG ELDA MATINN FYRIR ÞÁ LÍKA OG HANNA LÍKA INNRÉTTINGARNAR Í HÚSNÆÐINU ÞAR SEM VIÐBURÐURINN ER HALDINN....JA HÉRNA ÞARNA FÆR STJÓRNSEMI MÍN ALDEILIS AÐ NJÓTA SÍN HEHEH


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!