Spínat, sósa, olíur og rigning :)

  Spínat er mjög holl og gott og ég hef 2 x í vikunni keypt mér búst í ræktinni sem er með því í og það er hægt að kaupa spínatið  frosið í pokum en það er líka sniðugt ef við kaupum það ferkst til að nota með eða í mat að frysta afganginn, því að það er selt í stórum pokum og það hefur komið fyrir hjá mér að ég hef hent restinni sem er orðin aðeins lin. Það sem við gerum er að setja spínatið í blender troða bara eins miklu og við eigum og 1/4 bolla vatn út í og mauka þetta vel, síðan er því hellt í klakaform og plastpoka og fryst og ef við ætlum síðan að nota það í bústið getum við ráðið hvað við notum marga mola það fer eftir því hvað við viljum hafa það sterkt og þetta er klaki í leiðinni. Það er líka hægt að setja þessa klaka út í súpur og fleira. Ég prófaði að gera svona búst og í það setti ég:
3 spínatklaka
bita af engiferrót
1 dl. frosið mangó
1/2 banana
1 dl. appelsínusafa
Og þetta var bæði nærandi og hressandi drykkur.

Ég tók pizzadeig úr frysti og ákvað að gera pizzu í rigningunni það er svo notarlegt að vera eitthvað að bralla inni við þegar það rignir. Mér finnst gott að það kom rigning það var allt orðið svo þurrt og rykfallið, en hvað um það ég áttaði mig á því að ég átti ekki mitt vengjulega hráefni í sósuna á pizzuna og ég var komin í inniföt og nennti ekki að klæða mig og fara út svo að ég ákvað að búa til sósu úr því sem ég átti og hún kom vel út hráefnið í hana er:

1dl. tómatsósa
2 tsk tómatpúrra
2 hvítlaukrif ( vel sterk )
1/4 tsk orangó
1/4 sk baskilika (krydd)
örlítill svartur pipar
nokkur korn salt.
1/2 tsk sojasósa.
Hrærði þessu öllu saman og namm þetta varð mjög góð sósa vel sterk þannig ef þið prófið getið þið minnkað hvítlaukinn.

Af því að mér er svo illa við að henda mat þá setti ég restina af tómatpúrrunni í filmu og gerði poka og skolaði dósina undan henni og setti pokann í hana og svo filmu yfir og inn í frysti puntaði það hjá mér á ísskápinn og næst þegar mig vantar bara smá tómatpúrru þá veit ég að þetta eru 3 tsk og að þær séu til í frysti.

Ég ákvað úr því að ég var að balla þetta að gera tvær gerðir af olíu, hvítlauks og chilli og það er nú mjög lítið mál en það er gott að eiga þessar olíur og þær geymast á borði í smá tíma.

Ég átti þessar flöskur sem eru eins og litlar karöflur en þær eru undan hvítvínediki  þetta er endurvinnsla  það er líka hægt að nota þær undir vatn þær eru sætar á borði.
Ég setti 3 dl. af olíu í hvora fyrir sig og þrjú pressuð hvítlauksrif í aðra og 1 rauðan chilli smátt skorin í hina og lét nokkur fræ með en hitinn kemur úr fræjunum svo passa sig að hafa ekki of mikið af þeim nema þið séuð fyrir extra sterkt.
Það er mín ósk til ykkar allra að þið eigið ánægjulegt kósý kvöld framundan :)


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!