Engifer og .....Vetur fer :)
Engifer er algjör undrajurt og mjög gott að nota hana ferska bæði í mat og drykk það er ágætis grein um rannsókn á engifer á vef Heilsuhússins endilega skoðið það.
Ég hef notað engifer undanfarin ár í mat og drykk og þegar ég hef fengið hálsbólgu þá hef ég gert mér drykk úr engifer og hann er bæði góður heitur og kaldur.
Ferskur engifer 4-6 þunnar sneiðar
1 1/2 - 2 bollar vatn
safi úr 1/2 sítrónu og stundum hef ég bara sneitt sítrónuna niður og sett hana út í.
1-2 tsk hunang
Hitið vatn að suðu og setjið þá engifer út í og látið sjóða í 10 mín sigtið vökvann og setjið í bolla og sítrónusafa og hunang út í.
Ég hef margfaldað þessa uppskrift og sett í könnu og kælt og haft í ísskápnum við getum sett klaka í drykkin og þá er kominn fínn sumardrykkur, þessi uppskrift er góð heit fyrir hálsbólgu og líka ef þið eruð eitthvað slæm í maga, þá er ég ekki að tala um alvarlega magaverki dögum saman þá þurfum við að láta lækni líta á okkur en ef við erum með uppþembu og svoleiðis leiðindi þá er hann fínn.
Það er líka hægt að nota engiferduft og venjulega tepoka til að gera engifer te ef þið eigið ekki rót:
1 bolli vatn
2 tsk hunang
3/4 tsk engifer krydd
1-2 tepokar eftir því hvað þið viljið hafa þetta sterkt
hitið vatnið að suðu og setjið þá kryddið og hunangið út í, minnkið hitann og setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í 10 mín. Takið pottinn af hellunni og setjið tepokana út í 5-7 mín það er hægt að setja t.d grænt te eða baa það sem ykkur finnst gott, hitið svo teð aftur að suðu áður en þið drekkið það ekki láta það sjóða. Ég hef gert þessar uppskriftir og mér finnst þær góðar og ég set oft engifer í bústið mitt á morgnana af því að mér finnst bragðið svo gott og hef tekið eftir því að það er mjög vatnslosnadi það er allskonar fróðleikur á þessari slóð sem ég læt fylgja.
http://www.buzzle.com/articles/ginger-tea-recipe.html
Það er sumardagurinn fyrsti í dag !!!!!
þessi mynd var tekin í garðinum mínum í fyrra sumar og ég hlakka mikið til þegar blómin koma aftur,
ég ætla nú ekki að fara með blöðru og fána í bæinn til að fagna því heldur ætla ég að fara aðeins út í garð og er ákveðin í að setja niður fræ fyrir salat í vermireitinn minn og ætla að trúa því að það sé að koma sumar og ég fái fyrstu uppskeru af salati seinnipartinn í maí, ég ætla líka að setja niður lauk og prófa að setja niður laukfræ hef aldrei notað svona laukfræ þannig að það er bara spennandi.
Það lengir tímann sem við getum ræktað að hafa vermireit í garðinum, ég ætla líka að teikna upp og sjá hvernig ég vil setja niður í garðinn því við ætlum ekki að vera með kartöflur í ár heldur meira af grænmeti. Það sem sést hérna næst á þessari mynd er laukgarðurinn minn:) Þarna er graslaukur, hvítlaukur, svo set ég niður venjulegan matlauk, hvítan lauk og ætla að sá fyrir rauðlauk, einnig er ég með púrrulauk og vorlauk þarna.
Þessi vetur hefur verið frekar erfiður fyrir mig heilsufarslega og andlega hliðin hefur ekki alltaf verið upp á sitt besta en eins og ég hef áður sagt hér þá er ég með gott fólk sem er að hjálpa mér að ná heilsu aftur og allt sem ég geri í þeim efnum er eins og í garðinum ég fæ fræ læt þau spíra og ef ég vökva þau og held áfram að hugsa um heilsuna og hlúi að mér eins og gaðinum þá mun ég blómsta aftur eins og garðurinn minn gerir á sumrin.
Ég trúin því fullkomnlega alveg eins og ég trúi því á hverju vori að sumarið verði gott og ég ætla ALLS ekki að hætta því þótt ég sé hætt að mæta í bæinn í skrúðgöngu með fána og hor með nýjan hatt á höfði :) eins og við gerðum þegar ég var lítil og ég fór stundum með börnin mín alveg og það var alveg sama hvernig veðrið var, alltaf var farið af stað með sumar í hjarta þótt stundum væri komið heim með frosna fingur ;)
Ég trúi því líka að fræ séu fyriheit og öll þau fræ sem ég set niður hvort sem það er með nýju fólki eða gömlum vinum þá munu þau spíra ef ég vökva þau og vanda mig.
Og það sem stendur uppúr eftir þennan erfiða vetur er að ég hef kynnst mikið af nýju frábæru fólki og hef komist að því hverjir standa með mér þegar á móti blæs og það er alveg ótrúlegt hvað það eru margir sem gera það og fyrir það er ég svo þakklát að orð fá því varla lýst og segi bara við ykkur öll:
GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR STUÐNINGINN Í VETUR OG FYRIR AÐ VERA TIL ÁN YKKAR HEFÐI ÉG EKKI GETAÐ GERT ÞETTA :) ÞIÐ ERUÐ YNDISLEG
Comments