Metnaður / vandvirkni / prjónaskapur


Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn í gær hafi verið skrautlegur hjá mér eins og dúkurinn á myndinn, en þennan dúk saumaði fjörgömul kona í Barcelona og hún var að klára hann þegar ég keypti hann af henni og ég held mikið uppá hann. Ég vaknaði snemma eftir frekar svefnlitla nótt og var búin að lofa sjálfri mér því að fara í líkamsræktina áður en ég færi í vinnu eða  6.30. Ég var mjög mygluð þegar ég lagði af stað í æfinga gallanum og með eiturgrænt buff á hausnum í ræktina en  það hafðist ég komst á áfnagastað og var ekki stoppuð af laganavörðum þrátt fyrir útlitið.

Þegar ég byrjaði að æfa sá ég að klukkan var orðin ansi margt en ég mæti kl. 8 í vinnuna og þurfti að klára prógrammið mitt,  fara í sturtu og snyrta mig áður en ég mætti. Ég á mjög erfitt með að koma of seint þangað sem ég á að mæta og hef alltaf verið óstundvís í hina áttina, en batnadi konum er best að lifa, ég ákvað að klára bara í rólegheitum  og koma þá frekar bara seinna í vinnuna og vera lengur til að bæta það upp. Ég var ekkert smá ánægð með þessa ákvörðun mína og tók þann tíma sem ég þurfti og gerði mig sæta og fína, en þegar ég var að fara  áttaði ég mig á því að skórnir mínir voru týndir :) og ég var á bleikum inniskóm og skórnir sem ég ætlaði að vera í voru staddir upp í Árbæ hjá vinkonu minni, ja hérna þá voru góð ráð dýr og til að redda mér úr þessu fór ég á íþróttaskónum við svörtu sparibuxurnar í vinnuna.
Þegar þangað var komið áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt öllum lyklum og auðkenniskortinu mínu heima, en sem betur fer vinn ég með góðu fólki sem hleyptu mér inn á skrifstofuna mína og hlógu bara að þessu öllu saman með mér. 



Ég er glöð yfir því að hafa metnað og vera vandvirk  en það má samt ekki stjórna lífi mínu það koma alltaf dagar þar sem við förum "öfugt fram úr" og allt gengur á afturfótunum og við komum of seint í vinnuna eða þangað sem við þurfum að mæta, þá verðum við að sýna okkur samúð og skiling og muna að Það borgar sig ekki að keyra á 100 til að ná á réttum tíma og vera saman hert af stressi það eyðileggur bara daginn fyrir okkur, og við getum jafnvel lent í árekstri eða einhverju  verra.
Ef við gerum okkar besta hvort heldur við erum að elda, prjóna,vinna eða hlusta á vin í vanda, þá erum við vandvirk og getum verið ánægð með gott dagsverk. Við eigum ekki að þurfa "stórkostleg afrek" endalaust til að  ánægð, það að fara sáttur að sofa á kvöldin af því að ég hef vandað mig yfir daginn, finnst mér stórt afrek.   Ég reyni að leggja metnað minn í að koma vel fram við fólk og sjálfa mig á hverjum degi og það tekst bara oftast nokkuð vel.



Ég prjónaði þessa kraga yfir sjónvarpinu og er bara ánægð með útkomuna og þeir eru mjög hlýir og það verður gott að eiga þá næsta vetur.
NIÐURSTAÐA:
Það var lagður mikill metnaður í þessa kraga og þeir prjónaðir af mikilli vandvirkni He eh :)



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!