Grænmetissúpa eða súpa seiðið af því

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana í sjálfs uppbyggingu  ég er á fullu í ræktinni og allskonar námskeiðum og ég kom frekar seint heim af einu slíku í vikunni og hafði gleymt að gera ráð fyrir mat en var orðin mjög svöng. Þá byrjaði leitin að einhverju ætu  ég kíkti í grænmetis skúffuna þar er oft ýmislegt góðgæti og viti menn ég fann sitt lítið af hverju og ákvað að gera súpu úr því og læt uppskriftina fljóta hérna með.

Grænmetissúpa:

1 lítill blómkálshaus
3 meðal gulrætur
1/2 sæt kartafla
1 laukur
1 tsk turmek
 1/2 - 1 tsk salt
1/2  tsk pipar
grænmetisteningur
vatn.

Ég setti vatn ( 10 dl) og grænmetistening í pott og skar grænmetið og laukinn niður frekar gróft og setti það út í og lét það sjóða í 15 mín og á meðan hrærði ég í skonsur, síðan setti ég salt, pipar og turmek út í og lét sjóða aðeins áfram þá tók ég töfrasprotann og maukaði súpuna en ekki alveg hafði smá bita í henni og svo smakkaði ég hana til og stundum bæti ég kryddi út í það er smekksatriði en ég gerði það í þetta sinn setti meira túrmek og salt ég leyfði súpunni að malla á lágum hita  þar til ég var búin að baka skonsurnar eða  25 - 30 mín í heildina. Þetta reyndist bara hin besta súpa og skonsurnar klikka aldrei volgar með osti og smjöri eða einhverju öðru. Ég setti mína skonsuu uppskrift hérna inn fyrir einhverju síðan hún er gömul og góð.

Í þessari skál sem er á myndinni eru steinar sem ég hef tínt í vasann hingað og þangað t.d Hornströndum, Fimmvörðuhálsi og við ýmis vötn sem við höfum verið að veiða í, það er einhver vani hjá mér að gera þetta og það eru mörg ár síðan ég byrjaði. Þeir eru svo settir í þessa skál og svo hef ég  vatn í henni og stundum flotkerti, þegar kveiki á þeim hef ég stundum  hugsað til þess þegar ég var á þessu flakki mínu og hvað það var gaman.
Ég var mikil göngu garpur  um árið og hætti því svo að mestu leiti og hef ekki farið í langa göngu í nokkur ár og var alls ekki nógu dugleg að hreyfa mig um tíma og ég hef verið að súpa seiðið af því, líkaminn var orðin bólginn og aumur og það var svo erftitt að koma sér af stað aftur en ég er byrjuð og tek þetta skref fyrir skref og stein fyrir stein :)
 Það er aldrei að vita nema ég eigi eftir að ganga langa göngu aftur en ég og vinkona mín sem á stór afmæli á næsta ári eigum okkur draum um að ganga saman  Jakobsveginn en það er 40 daga ganga :) frá frakklandi og til spánar það eru margir sem hafa gengið þetta bæði í einni ferð en aðrir hafa gert þetta í áföngum. Við ætlum ekki að sleppa þessum draumi strax og höldum áfram að safna og æfa okkur :)
En ég er ansi hrædd um að ef ég geng Jakobsveginn verði ég að láta steinanna í friði, hvernig haldið þið að ég verði annars þegar fer að síga á seinni hluta ferðarinnar komin með slagsíðu út af grjótinu í vösunum og verð látin borga yfirvigt í fluginu á leiðinni heim, maður verður nú að læra að hemja sig :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!