Appelsínur og aldur !!!
Þetta er ein af myndunum sem kom upp þegar ég googlaði old ladys ! Ekki veit ég hver sendi þeim þessa mynd af mér en hún var tekin á mánudags morguninn í síðustu viku þegar ég vaknaði og var orðin og sein í vinnu. Nei ég er miklu fallegri þegar ég vakna :) en hvað er þetta með konur og aldur ég er ein af þeim sem er alltaf að flýta mér, um leið og ég er búin að eiga afmæli þá er ég byrjuð að tala um mig eins og ég sé ári eldri t.d þegar ég varð fimmtug, daginn eftir var ég að verða fimmtíu og eins er þetta ekki merkilegt að geta ekki notið þess að vera á þeim aldri sem ég er þangað til ég á afmæli næst.
Ekki veit ég hvaðan þetta kemur en nú er ég að vinna í því að breyta þessu eins og svo mörgu öðru. Af því að ég er í heilsueflingu held ég að líkurnar á því að eldast betur og verða ekki líkamlega gömul og stirð fyrir aldur fram aukist, ég ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljós. En ég hef líka tekið eftir því að ég er oft að segja ég get ekki gert þetta eða hitt af því að ég er orðin svo gömul, þetta heitir að tala sjálfan sig niður og er alveg óþolandi. það sagði við mig ungur maður um daginn þegar aldur minn barst í tal
" mundu að aldur er bara tala" mér fannst þetta mjög flott hjá honum og ég ætla að muna það. Það er kannski ekki skrítið að við konur séum að spá í þetta því að það eru myndir af ungum konum að auglýsa krem fyrir appelsínuhúð, hrukkukrem, og ég veit ekki hvað og hvað, við eigum að nota svona og hinsegin krem til að við verðum ekki "gamlar" er bara ekki í lagi að fá stöku hrukku ? Hver setur þessar kröfur að við eigum að vera tvítugar í útliti þangað til við verðum 90 ára eru það við konur eða eru það karlmenn?
Ég var á námskeiði um daginn með fallegum konum á ýmsum aldri og þar var mikið rætt að konur sem eru komnar á miðjan aldur eða 50+ séu ekki velkomnar á marga vinnustaði því að flestir vilji ungt fólk í vinnu, þetta er bara sorglegt og þarf að breytast því að við erum komnar með mikinn þroska og oftast orðnar víðsýnar og svo getum við kennt þeim yngri svo margt.
Ég er algjörlega með því að konur hugsi vel um sig og ef þær vilja bera á sig allskonar krem eða fara í fegrunar aðgerðir, lita á sér hárið eða vera gráhærðar þá er það bara fínt þetta á að vera val, við eigum ekki að vera allar eins mestu skiptir að okkur líði vel og séum sáttar í eigin skinni og að við látum ekki aldurinn stoppa okkur í því að mennta okkur eða gera það sem okkur dreymir um, njótum þess að vera á þeim aldri sem við erum því að það er besti aldurinn hverju sinni.
APPELSÍNU KJÚKLINGUR
Ég eldaði appelsínu kjúkling í gær þetta var bara tilraun hjá mér og hún tókst bara ágætlega en ég veit hverju ég vil breyta næst þegar ég geri hann.
Ég mun ekki nota Balcamic edik ég lét hann liggja í legi yfir nótt og edikið var ekki alveg að gera sig en þetta slapp fyrir horn og sósan var alveg æði. Svona hef ég lært að elda prófað mig áfram og stundum heppnast það alveg fullkomnlega og stundum ekki, fólkinu mínu fannst kjúklingurinn bara góður en það var smá remmubragð sem ég hefði viljað vera laus við og ég ætla að prófa þetta aftur og þá set ég uppkriftina hérna inn. :)
Comments