Enn getur náttúran að komið mér á óvart !!!
Ég tók þessa mynd eitt kvöldið þegar sólin var að setjast, þessi fallega sköpun getur endalaust gert mig agndofa og ég er svo glöð og þakklát fyrir að vera á lífi og geta notið þess að horfa á þetta. Ég var að barma mér hérna um daginn hversu léleg uppskeran úr garðinum hjá mér var í sumar en það var þó smá og maður skildi ekki vanþakka það :) Og það er um að gera að borða grænmetið meðan það er nýtt og ferskt. Ég ákvað að prófa að gera gratín úr rófum og blómkáli og sjá hvernig það kæmi út. Uppskriftin: 1 blómkálshöfuð meðal stórt 2 litlar sætar rófur 1/2 stór dós af kotasælu 2 dl. rjómi ( notaði matvinnslu rjóma) 2 msk gult sinnep 3 tsk karri salt, pipar rifinn ostur Byrjaði á því að sjóða grænmetið í 5-8 mín. Setti kotasæluna í skál og karrí, salt og pipar út í síðan fór sinnepið út í að síðustu fór rjóminn saman við og ég hrærði þessu öllu saman Smurði eldfast m...