Að vera eða vera ekki !!!
Ég fékk þessa fallegu túlipana frá góðri vinkonu minni þegar hún kom í heimsókn í fyrradag. Hún vildi með þeim óska mér alls hins besta þegar ég mæti í vinnu 1.mars. Ég er búin að vera frá vinnu í fimm mánuði vegna veikinda og er að byrja hálfan daginn á föstudag og það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því, það er líka búið að gera breytingar á starfinu mínu á meðan ég var frá og það verður áskorun að takast á við það líka, en ég veit að ég á gott fólk að á vinnustaðnum mínum og ég fer full af jákvæðni og tilhlökkun til baka og vonandi tilbúin til að takast á við ný og spennandi verkefni. Vinnan hefur gefið mér svo mikið í gegnum tíðina og hefur verið mjög stór partur af mínu lífi, og þegar ég þurfti að fara í veikindarfrí þá fann ég fyrir mikilli skömm, ég var ekki fótbrotin eða með líkamleg mein það sást ekki utan á mér að eitthvað væri að. Það tók mig þrjá mánuði að komast yfir skömmina og að sætta mig við það að vera veik, ég held að þá fyrst hafi mér byrjað a...