Posts

Sjóða, frysta og búa í haginn fyrir veturinn.

Image
Ég hef örugglega sagt það hérna oft  áður að ég hreinlega elska haustið og það eru margar ástæður fyrir því, litirnir eru svo fallegir, það er farið að rökkva og gaman að kveikja á kertum og svo fær söfnurnar áráttan í mér að njóta sín. Það er svo gaman að fara út í garð og taka upp allskonar grænmeti og kryddjurtir og búa í haginn fyrir veturinn.   Þá er mikill hamagangur  í eldhúsinu hjá mér og ég brosi út af eyrum og það er allt út um allt en þetta hefst nú  allt á endanum. Ég er alltaf jafn hissa og glöð þegar ég tek upp grænmetið mitt að hausti,  þessi pínu litlu fræ sem ég setti niður í vor eru orðin að ætu grænmeti og það er svo gott svona nýtt ..nammm.nammm. Og uppskernan er alltaf meiri en ég geri ráð fyrir og þá er gott að gefa með sér og reyna að vera duglegur við að borða þetta á meðan það er ferskt. Ég hafði eitthvað mistalið blómkálið hjá mér og fékk fleiri hausa heldur en ég átti von  á ( næsta sumar verður meira skipulag hjá mér )   Ég er

Potta draumar.

Image
Er pottur ekki bara pottur? Eða er einhver munur á öllum þessum pottum sem til eru?  Það er kannski bara  snobb að eiga einn svona rauðan þungann slow cook pott ? Mér er eiginlega bara alveg sama því að mig er lengi búið að dreyma um að eignast einn svona og nú á ég hann og er alsæl með það. En hann er ekki bara upp á punt þótt hann sé flottur og það er búið að nota hann nokkrum sinnum, en jómfrúar prufan var gerð daginn eftir að ég keypti hann og það var eldaður kjúklingur í honum. Var með blandaða bita og byrjaði á því að steikja þá í smá olíu í pottinum og kryddaði með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn var steiktur báðum megin 3-4 mín.  þá bætti ég tveimur greinum af rósmarín út í og síðan fóru 4 litlir laukar úr garðinum mínum, 4 hvítlauksrif, 3 gulrætur í bitum og 3 tómatar í bátum í pottinn. Síðan sneiddi ég 5 kartöflur og raðaði þeim yfir allt, muldi síðan fetaost með kryddjurtum yfir kartöflurnar    Og svo fór lokið á pottinn og

Ég elska þig !!!!

Image
Í sumar fór ég á vinnustofu með Patch Adams en Robin Williams heitinn lék hann í samnefndri mynd frá 1998,  ég sá myndina  og hreifst svo að aðferðum þessa manns til að nálgast sjúklingana sína og því varð ég himinlifandi þegar mér gafst kostur á því að fara á þessa vinnustofu með honum.  Þetta námskeið var mikil óvissuferð því að ég vissi ekkert hvað færi þarna fram og var í senn spennt og með smá hnút í maganum. Það kom svo í ljós að þarna var mættur hópur af fólki af báðum kynjum og ég þekkti eina konu og kannaðist við nokkur andlit og það sem var óvenjulegt var hversu margir karlmenn voru mættir en oft er það svo á námskeiðum að þar eru eingöngu konur. Það var farið yfir mjög margt þarna og gerðar margar æfingar og þær tóku allar á en á mismunandi hátt.  Ein æfingin var að standa með ókunnugri manneskju og segja við hana " Ég elska þig " í 3-4 mínútur og heyra síðan þessa manneskju segja þetta við mig,  við þurftum að skipta 3 x um félaga og í eitt ski

Rabarbara tilraunir ...

Image
Fyrsta uppskera sumarsins af rababara er komin og ég ákvað að skoða hvað ég gæti gert annað en að sjóða sultu úr honum, en auðvitað sauð ég líka sultu. Sultan er alltaf góð og hægt að borða hana og baka úr henni en það er líka gaman að prófa eitthvað nýtt.  Ég var að klára rababara sem ég átti frá því í fyrrasumar í frysti og gerði úr houm eftirrétt og það heppnaðist bara vel en ég gleymdi að taka myndir af þessari tilraun minni. Setti  rababarabita í pott og sauð  upp á honum til að mýkja hann, þetta fór  svo í botninn á eldföstumóti og eplabitar með. ( magnið af rababara fer bara eftir stærð mótsins sem við notum) Yfir það setti ég hvítt súkkulaði sem ég átti má vera suðusúkkulaði eða það sem til er hverju sinni, þar ofan á setti ég mulning eins og ég kalla það  og í hann fór c.a : 100gr. smjör, 1 bolli haframjöl, 2 msk hveiti, kókosmjöl og hakkaðar hnetur, muldi þetta vel saman og setti ofan á rababarann og eplin. Bakaði þetta í 20 mín eða þar til þetta var

Vetur kveður....þótt seint sé

Image
Þessi færsla átti að fara inn í apríl hélt að ég hefði gert það en hér er hún .... Nú er veturinn að kveðja og margir  hafa sagt að hann hafi verðið þeim erfiður vegna þess að veðrið hefur verið vont og það hefur áhrif á andlega líðan okkar hér á norðurhjara og þessi vetur hefur líka verið erfiður fyrir litlu vinina mína en þeir hafa verið mjög duglegir að sækja sér gott í goggin við eldhúsgluggann okkar. Þegar ég lít yfir veturinn þá er margt sem kemur upp í hugann, en ég verð nú að segja að veðrið hefur ekki haft mikil áhrif á mig í vetur og ég held að það sé vegna þess að ég hef ekki verið á bíl, hef komist allra minna ferða í strætó og klæði mig eftir veðrinu en ekki tískunni, maður verður svo vitur með árunum. Það er margs að minnast eftir þennan vetur bæði skemmtileg og annað sem hefur verið erfiðara eins og gengur, en það fylgir því að vera manneskja ekki satt. Í vetrarbyrjun hélt ég áfram í ítölsku náminu mínu og þar hitti ég fyrir skemmtilegt fólk úr ýmsum áttum se

Reiði ....hvaða áhrif hefur hún á okkur....

Image
 Bæld reiði getur eitrað sambönd jafn mikið og grimm orð. - Joyse Brothers.                                                     Fann þessa mynd  articles.baltimoresun.com Hvað er Reiði ? Jú það er tilfinning sem allir finna fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni. Ein elsta tilfinningin í þróun mannsins og viðbragð við ákveðnum atvikum sem við skynjum sem árás, hættu eða vanvirðingu. Reiði er missterk,  allt frá pirringi yfir í heift og það eru ýmis nöfn á þessu t.d. gremja, æsingur, ergelsi, önuleiki, biturð, geðvonska, beiskja og jafnvel hatur og það er mjög erfitt að vera fastur í einhverju svona munstri og fer illa með þá sem eru það. En reiði þjónar líka oft þeim  tilgangi að fela aðrar tilfinningar t.d. afbrýðisemi, kvíða, ótta og óöryggi og ef við verðum oft reið þá er kannski komin vísbending um að eitthvað sé að og að við þurfum að líta í eigin barm til að sjá af hverjum við bregðust svona oft reið við einhverju sem ætti ekki að hafa svona mikil áhrif á okkur. Oft

Handavinnu hvirfilbylur í húsinu !!

Image
Ég hef verið að  taka upp gamalt saumdót og ætla að reyna að klára það t.d dúk sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum síðan og var oft að grínast með það að ég væri að sauma í brúðarkistilinn en það hefur ekkert legið á að klára hann því ekkert bónorð hefur borist.... Nú má ég ekki kaupa mér neitt saumadót fyrr en þetta klárast en ég ætla að sauma mér páskapuntuhandklæði til að hafa í eldhúsinu, mér finnst svo gaman að svona dúlleríi eins og kærastinn kallar það. .  Fyrir 8 vikum síðan lærði ég að hekla og ákvað að byrja á teppi og þetta hefur verið svo gaman að ég þarf að fara í dúllu niðurtröppun... Í gær raðaði ég hluta af dúllunum á rúmið mitt til að fá tilfinningu fyrir því hvort fallegra sé að hekla þær saman með svörtu eða ljósu. Dúllurnar eru orðnar 150 og ég er ekki búin að ákveða hvort ég geri stórt teppi eða hvort ég nota afganginn í ný teppi jólagjafir ??? Litirnir eru svo fallegir og glaðir og þess vegna hefur verið svona gaman að hekla þ