Potta draumar.

Er pottur ekki bara pottur? Eða er einhver munur á öllum þessum pottum sem til eru?  Það er kannski bara  snobb að eiga einn svona rauðan þungann slow cook pott ?

Mér er eiginlega bara alveg sama því að mig er lengi búið að dreyma um að eignast einn svona og nú á ég hann og er alsæl með það.



En hann er ekki bara upp á punt þótt hann sé flottur og það er búið að nota hann nokkrum sinnum, en jómfrúar prufan var gerð daginn eftir að ég keypti hann og það var eldaður kjúklingur í honum.



Var með blandaða bita og byrjaði á því að steikja þá í smá olíu í pottinum og kryddaði með salti og pipar.


Þegar kjúklingurinn var steiktur báðum megin 3-4 mín.  þá bætti ég tveimur greinum af rósmarín út í og síðan fóru 4 litlir laukar úr garðinum mínum, 4 hvítlauksrif, 3 gulrætur í bitum og 3 tómatar í bátum í pottinn.


Síðan sneiddi ég 5 kartöflur og raðaði þeim yfir allt, muldi síðan fetaost með kryddjurtum yfir kartöflurnar  


 Og svo fór lokið á pottinn og hann fór inn í vel heitann ofninn og þar fékk hann að vera á 220gr. í 15 mínútur og síðan lækkaði ég hitann og þetta mallaði við vægann hita í 3 tíma á meðan ég var að sinna öðru og rétt í lokin hellti ég rjómalögg sem ég átti út í og þetta fékk að malla áfram í 30 mínútur í viðbót.

Ég gleymdi að taka mynd af réttinum þegar hann fór á borðið í pottinum því að ilmurinn var svo yndislegur og ekki var bragðið síðra. það kemur allt öðruvísi og svo mikið bragð af matnum þegar hann fær að eldast svona hægt. 


Mér finnst hann svo fallegur ! Og ég átti það svo skilið að eignast hann og næst ætla ég að safna mér fyrir heitum potti.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!