Vetur kveður....þótt seint sé

Þessi færsla átti að fara inn í apríl hélt að ég hefði gert það en hér er hún ....

Nú er veturinn að kveðja og margir  hafa sagt að hann hafi verðið þeim erfiður vegna þess að veðrið hefur verið vont og það hefur áhrif á andlega líðan okkar hér á norðurhjara og þessi vetur hefur líka verið erfiður fyrir litlu vinina mína en þeir hafa verið mjög duglegir að sækja sér gott í goggin við eldhúsgluggann okkar.



Þegar ég lít yfir veturinn þá er margt sem kemur upp í hugann, en ég verð nú að segja að veðrið hefur ekki haft mikil áhrif á mig í vetur og ég held að það sé vegna þess að ég hef ekki verið á bíl, hef komist allra minna ferða í strætó og klæði mig eftir veðrinu en ekki tískunni, maður verður svo vitur með árunum.

Það er margs að minnast eftir þennan vetur bæði skemmtileg og annað sem hefur verið erfiðara eins og gengur, en það fylgir því að vera manneskja ekki satt.

Í vetrarbyrjun hélt ég áfram í ítölsku náminu mínu og þar hitti ég fyrir skemmtilegt fólk úr ýmsum áttum sem hefur áhuga á Ítaliu eins og ég og það er ekkert sem getur stoppað mig i að halda áfram næsta vetur því þetta heldur heilanum ferskum og er mjög skemmtilegt.

Ég fór á nokkur áhugaverð námskeið í vetur t.d konfekt gerð og bauð stolt upp mína fyrstu fylltu konfektmola um jólin.

Einnig lærði ég hvernig hægt er að nýta spjaldtölvuna sem best og komst líka að því að ég kunni ýmislegt og lærði það alveg sjálf með því að fikta mig áfram og þetta gat ég sem komin er af léttasta skeiði. ( enda þarf maður ekkert að vera mjór til að læra á spjaldtölvu )

Síðast en ekki síst fór ég á  mjög áhugavert námskeið um Hólavallakirkjugarðinn og það ráku margir upp stór augu þegar ég sagði frá því " kirkjugarðs námskeið " en þetta var í tvö skipti. Fyrst rætt um sögu Reykjavíkur og kirkjugarðanna þar, mjög fræðandi og margt sem ég vissi ekkert um Reykjavík þótt þar hafi ég hafi búið  þar alla mína daga með smá útúrdúr í Kópavoginn.

Seinna skiptið fór fram í garðinum sjálfum og það var mjög spennandi,  þar hvíla margir ættingjar mínir og ég ætla að bjóða dætrum mínum með mér þangað í sumar til að sína þeim hvar legstaðir ættingjanna eru, þau sem voru með nákseiðið  Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og Heimir Janusarson maðurinn hennar en hann vinnur í garðinum, ég hvet alla sem hafa áhuga á sögu að fylgjast með hvort þetta námkeið verður auglýst aftur.

Já margt var brallað og mallað í vetur á þessu heimili og óvæntar uppákomur eru partur af lífinu og í september byrjun kom einkasonurinn heim var búin að búa í Lissabon og víðar og ætlaði að reyna að festa rætur hérna og hann var hjá okkur þar til í janúar byrjun og það var ekki alltaf auðvelt hvorki fyrir hann né mig en samt gott að hafa hann heima.


Mamma fagnaði 80 ára afmælinu sínu og við systur tókum fram fyrir hendurnar á henni á meðan hún fór í hvíldarinnlögn á Hrafnistu og tókum íbúðina hennar í gegn og þá var nú gott að gamla á tengdasyni sem eru iðnaðarmenn og dætur sem eru duglegar og laghentar.  Heim kom drottningin  og varð hrærð og þakklát og sló upp afmælisveislu.


Mamma til vinstri með æsku vinkonu sinni og þær talast við einu sinni á dag í síma þær eru svo sætar.


Tvær helgar á aðventunni vorum við Pétur á jólamarkaðinum á Elliðavatni með Þórunni vinkonu okkar að selja það sem hann var búinn að vera renna úr afgangs og tilfallandi efni. Þórunn var með gestabækur og aðrar skemmtilegar vörur sem hún er að gera úr endurunnum pappír Mistur heitir síðan hennar margt fallegt þar


Við vorum í litlum kofa með kamínu voða kósý þótt það væri kalt úti og stundum inni.


Það komu margir gestir til okkar meira að segja jólasveinninn.

Í fyrsta skiptið í nokkur ár voru öll börnin mín hjá okkur á aðfangadag og Hrannar tengdasonur og mamma þetta gladdi mitt stolta móður hjarta að sjá þau öll saman en því miður mistókust myndirnar sem voru teknar og ég lofaði að birta þær ekki opinberlega en þetta er náttúrulega allt mjög fallegt fólk.


Það verður óruggleg einhver óánægður með þessa gömlu mynd en það verður bara svo að vera en það vantar Pétur á hana af því að hann tók hana. 

Ég fékk að ný og spennandi verkefni í vinnunni í vetur og það var lærdómsríkt að reyna sig á þeim og vonandi verður framhald á því,  kannski verð ég svo heppin að komast  á námskeið á Englandi til að læra meira um þetta en  meira um það síðar.

Ég fór á frábært mindfullness námskeið og ein systir mín var með mér þar og gamall skólabróðir sem ég hef ekki hitt í mörg ár ásamt fjölda annara frábærra einstaklinga og þau sem héldu námskeiðið Gunnar og Helena eru bara yndisleg... Og nú er ég svo mikið í núinu .....flesta daga...



Við fengum að upplifa sólmyrkva og þessi mynd er tekin kl. 8.00 þann morgunn og það var gaman að fylgjast með þessu í gegnum rafsuðugler sem bóndinn hafði útbúið fyrir mig og margir fengu að njóta með mér í vinnunni.


Það var eldað 


Bakað


Gerðar tilraunir í eldhúsinu


Málaðir sveppir fyrir jólin


Prjónaðir vettilngar


Saumarð út 


og inn 


notaðir afgangar á nýjan hátt


Blúndur og pillerí 


Tré klofnuðu í garðinum.


Ég lærði að hekla í febrúar eða mars


og verið óstövandi síðan búin að hekla tvö teppi


og borðtuskur upp um alla veggi.


Þrátt fyrir að síðustu vikur vetrar hafi verið litaðar af flensu og vanmætti tengdu því,  sé ég á því sem ég hef sett hérna inn að þessi vetur hefur verið mjög gjöfull fyrir mig og mína og  þess vegna ætla ég að kveðja hann með þakklæti í huga.


Og trúa því að sumarið verði bæði gjöfult og gott og segi því við ykkur GLEÐILEGT SUMAR elskurnar mínar.















Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!