Ég elska þig !!!!

Í sumar fór ég á vinnustofu með Patch Adams en Robin Williams heitinn lék hann í samnefndri mynd frá 1998,  ég sá myndina  og hreifst svo að aðferðum þessa manns til að nálgast sjúklingana sína og því varð ég himinlifandi þegar mér gafst kostur á því að fara á þessa vinnustofu með honum.



 Þetta námskeið var mikil óvissuferð því að ég vissi ekkert hvað færi þarna fram og var í senn spennt og með smá hnút í maganum. Það kom svo í ljós að þarna var mættur hópur af fólki af báðum kynjum og ég þekkti eina konu og kannaðist við nokkur andlit og það sem var óvenjulegt var hversu margir karlmenn voru mættir en oft er það svo á námskeiðum að þar eru eingöngu konur.


Það var farið yfir mjög margt þarna og gerðar margar æfingar og þær tóku allar á en á mismunandi hátt.

 Ein æfingin var að standa með ókunnugri manneskju og segja við hana " Ég elska þig " í 3-4 mínútur og heyra síðan þessa manneskju segja þetta við mig,  við þurftum að skipta 3 x um félaga og í eitt skiptið byrjuðu tárin að streyma og ég réði ekki neitt við neitt og það var gott að skoða þessi viðbrög og af hverju þau voru svona sterk og það gat ég gert og þetta snerti mína barnæsku og er greinilega eitt af því sem hefur mótað mína framkomu.

Þetta námskeið hafði mikil áhrif á mig og fékk mig til að skoða hvernig manneskja ég er og hvað ég get gert til að bæta mig og hvað er það sem  ég er að gera gott því að það er nauðsynlegt að hafa það með.

Það vita allir sem til læknis eða annara fagaðila hafa leitað að það skiptir öllu máli fyrir okkur hvernig þetta fólk kemur fram við okkur og það mætti alveg örugglega bæta sitthvað þar og við ættum að vera dugleg að segja við lækna og annað fagfólk ef við erum ánægð eða óánægð með framkomu þeirra það er líka gott fyrir þá að heyra það.


Það er svo gott að láta minna sig á að við þurfum öll á því að halda að fólk komi vel fram við okkur og hvað það skiptir miklu máli að gefa sér tíma til að hlusta á fólk án þess að vera alltaf tilbúin að gefa ráð, bara hlusta.   

Og muna að orð skipta máli og það getur glatt okkar nánustu og aðra samferðarmenn að heyra frá okkur vingjarnleg orð  þau eru aldrei  sögð of oft.

Við vitum aldrei hvernig fólki líður það sést oft ekkert utan á okkur og bros og vinjarnleg orð geta oft gert gæfumunin fyrir fólk sem líður ekki vel.

Ég vona að þið eigið góða viku framundan með brosum og vingjarnlegum orðum !




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!