Reiði ....hvaða áhrif hefur hún á okkur....
Bæld reiði getur eitrað sambönd jafn mikið og grimm orð.
- Joyse Brothers.
Fann þessa mynd articles.baltimoresun.com
Hvað er Reiði ? Jú það er tilfinning sem allir finna fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni.
Ein elsta tilfinningin í þróun mannsins og viðbragð við ákveðnum atvikum sem við skynjum sem árás, hættu eða vanvirðingu.
Reiði er missterk, allt frá pirringi yfir í heift og það eru ýmis nöfn á þessu t.d. gremja, æsingur, ergelsi, önuleiki, biturð, geðvonska, beiskja og jafnvel hatur og það er mjög erfitt að vera fastur í einhverju svona munstri og fer illa með þá sem eru það.
En reiði þjónar líka oft þeim tilgangi að fela aðrar tilfinningar t.d. afbrýðisemi, kvíða, ótta og óöryggi og ef við verðum oft reið þá er kannski komin vísbending um að eitthvað sé að og að við þurfum að líta í eigin barm til að sjá af hverjum við bregðust svona oft reið við einhverju sem ætti ekki að hafa svona mikil áhrif á okkur.
Oft fylgja líkamleg einkenni reiðinni og þau geta verið: Aukinn hjartsláttur, herpingur í maga, sviti, skjálfti í höndum og svo mætti lengi telja og margir kannast við önnur einkenni.
Hvernig reiðin birtist er mjög misjafn manna á milli en það eru nokkur atriði sem margir kannst við og þar á meðal ég skammir, hótanir, hurðaskellir og öskur, og svo er önnur birtingarmynd og það er að fólk hreinlega þegi mann í hel eða er með ógnandi svipbrigði, illkvittnislegar athugasemdir og oft segir fólk eitthvað sem það sér svo strax eftir.
Í morgun fann ég fyrir reiði og pirringi og þurfti að hringja nokkur símtöl og ég vandaði mig mjög mikið af því að það þjónaði engum tilgangi að ég væri dónaleg við þá sem ég var að tala við, það hefði bara gert illt verra. En ég var bara ákveðin og stóð með mér í þessu sem ég var að fást við og það bar árangur.
Fyrir einhverjum árum síðan hefði ég bara látið vaða og sagt " þessu fólki til syndana " og liðið svo illa á eftir og verið með tilfinnigalega timburmenn eins og ég kalla þessa líðan og það er ekki gott.
Þegar ég fór að skoða mína reiði á sínum tíma þá beindist hún oft að mér sjálfri, stundum fyrir það að standa ekki með mér í einhverju eða segja ekki mína skoðun og láta jafnvel fólk vaða yfir mig og oft brást ég við á barnalegan hátt eins og ég væri 6 ára en ekki fullorðin og auðvitað varð ég að vinna með þessa vanmáttarkennd mína til að laga þetta.
Það gekk stundum mikið á heima hjá mér þegar ég ólst upp og oft var öskrað og hurðum skellt og ég komst að því að ég var mjög hrædd við reiði fólks og þess vegna var ég oft að þóknast öðrum, en sem betur fer hef ég nú aðeins þroskast og lært og núna hræðist ég ekki reitt fólk en hrekk ennþá í kút ef hurðum er skellt og það virðist haldast í hendur við það hvernig ég er stemmd.
Reiði er tilfinning sem á alveg rétt á sér við skulum ekki gleyma því en ef hún er farin að trufla samskipti okkar við fólk og leiða okkur í aðrar ógöngur þá er kannski gott að staldra við og skoða málin.
Muna svo bara að " aðgát skal höfð í nærveru sálar " á alltaf rétt á sér.
- Joyse Brothers.
Fann þessa mynd articles.baltimoresun.com
Hvað er Reiði ? Jú það er tilfinning sem allir finna fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni.
Ein elsta tilfinningin í þróun mannsins og viðbragð við ákveðnum atvikum sem við skynjum sem árás, hættu eða vanvirðingu.
Reiði er missterk, allt frá pirringi yfir í heift og það eru ýmis nöfn á þessu t.d. gremja, æsingur, ergelsi, önuleiki, biturð, geðvonska, beiskja og jafnvel hatur og það er mjög erfitt að vera fastur í einhverju svona munstri og fer illa með þá sem eru það.
En reiði þjónar líka oft þeim tilgangi að fela aðrar tilfinningar t.d. afbrýðisemi, kvíða, ótta og óöryggi og ef við verðum oft reið þá er kannski komin vísbending um að eitthvað sé að og að við þurfum að líta í eigin barm til að sjá af hverjum við bregðust svona oft reið við einhverju sem ætti ekki að hafa svona mikil áhrif á okkur.
Oft fylgja líkamleg einkenni reiðinni og þau geta verið: Aukinn hjartsláttur, herpingur í maga, sviti, skjálfti í höndum og svo mætti lengi telja og margir kannast við önnur einkenni.
Hvernig reiðin birtist er mjög misjafn manna á milli en það eru nokkur atriði sem margir kannst við og þar á meðal ég skammir, hótanir, hurðaskellir og öskur, og svo er önnur birtingarmynd og það er að fólk hreinlega þegi mann í hel eða er með ógnandi svipbrigði, illkvittnislegar athugasemdir og oft segir fólk eitthvað sem það sér svo strax eftir.
Í morgun fann ég fyrir reiði og pirringi og þurfti að hringja nokkur símtöl og ég vandaði mig mjög mikið af því að það þjónaði engum tilgangi að ég væri dónaleg við þá sem ég var að tala við, það hefði bara gert illt verra. En ég var bara ákveðin og stóð með mér í þessu sem ég var að fást við og það bar árangur.
Fyrir einhverjum árum síðan hefði ég bara látið vaða og sagt " þessu fólki til syndana " og liðið svo illa á eftir og verið með tilfinnigalega timburmenn eins og ég kalla þessa líðan og það er ekki gott.
Þegar ég fór að skoða mína reiði á sínum tíma þá beindist hún oft að mér sjálfri, stundum fyrir það að standa ekki með mér í einhverju eða segja ekki mína skoðun og láta jafnvel fólk vaða yfir mig og oft brást ég við á barnalegan hátt eins og ég væri 6 ára en ekki fullorðin og auðvitað varð ég að vinna með þessa vanmáttarkennd mína til að laga þetta.
Það gekk stundum mikið á heima hjá mér þegar ég ólst upp og oft var öskrað og hurðum skellt og ég komst að því að ég var mjög hrædd við reiði fólks og þess vegna var ég oft að þóknast öðrum, en sem betur fer hef ég nú aðeins þroskast og lært og núna hræðist ég ekki reitt fólk en hrekk ennþá í kút ef hurðum er skellt og það virðist haldast í hendur við það hvernig ég er stemmd.
Reiði er tilfinning sem á alveg rétt á sér við skulum ekki gleyma því en ef hún er farin að trufla samskipti okkar við fólk og leiða okkur í aðrar ógöngur þá er kannski gott að staldra við og skoða málin.
Muna svo bara að " aðgát skal höfð í nærveru sálar " á alltaf rétt á sér.
Comments
Det ender nok med, at jeg bliver Palle alene i Verden. Men jeg finder mig ikke i det mere!
Kv. Þórunn :)