Handavinnu hvirfilbylur í húsinu !!

Ég hef verið að  taka upp gamalt saumdót og ætla að reyna að klára það t.d dúk sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum síðan og var oft að grínast með það að ég væri að sauma í brúðarkistilinn en það hefur ekkert legið á að klára hann því ekkert bónorð hefur borist....



Nú má ég ekki kaupa mér neitt saumadót fyrr en þetta klárast en ég ætla að sauma mér páskapuntuhandklæði til að hafa í eldhúsinu, mér finnst svo gaman að svona dúlleríi eins og kærastinn kallar það.
.

 Fyrir 8 vikum síðan lærði ég að hekla og ákvað að byrja á teppi og þetta hefur verið svo gaman að ég þarf að fara í dúllu niðurtröppun...


Í gær raðaði ég hluta af dúllunum á rúmið mitt til að fá tilfinningu fyrir því hvort fallegra sé að hekla þær saman með svörtu eða ljósu.



Dúllurnar eru orðnar 150 og ég er ekki búin að ákveða hvort ég geri stórt teppi eða hvort ég nota afganginn í ný teppi jólagjafir ???


Litirnir eru svo fallegir og glaðir og þess vegna hefur verið svona gaman að hekla þetta. Ég nota tímann í strætó og hef gert 2 á dag í vagninum sem ég segi það eru bara kostir við að taka strætó.


Ég dró upp munstur til að gera mér páska handklæði og langt komin með það og klára það núna í vikunni það er svo gaman að sauma þetta.


Var að klára þessa peysu á bóndann á laugardaginn á eftir að sauma og ganga frá endum og setja rennilásinn í hana og þá er hann klár í útilegurnar í sumar.

Eins og sjá má er ég búin að vera að vaða úr einu í annað í handavinnunni minni og nú er sumt að klárast og hitt heldur áfram að þróast og þetta er svo líkt mér þarf alltaf að vera með margt í gangi í einu, en góðu fréttirnar eru þó að ég klára þetta allt á endanum.

Og ég er bara ég með öllum mínum kostum og göllum og það er ég ánægðust með.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!