Posts

Eplakaka og sáning

Image
  það er eitthvað svo friðsælt og fallegt við epli og svo er svo lykta þau dásamlega, ég fór og verslaði fyrir helgina og keypti epli til að borða og svo keypti ég matarepli á 50 kr. pokann og það voru fjögur epli í pokanum og ég fjárfesti í tveimur pokum. Og af því að það var sunnudagur í gær ákvað ég að baka eplakökuna hennar Línu hún klikkar aldrei, ég hef ekki hugmynd um hver hún er þessi Lína ( kannski Langsokkur hver veit) Það sem þarf í hana er: 250 gr. smjör 250 gr. sykur  ( ég setti 180gr,) 2 egg 250 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 dl. mjólk 4 epli kanilsykur möndlur ( ef vill)                                                         Hrærið smjörið þar til það er orðið lint, bætið sykrinum út í og hrærið vel síðan eru eggin sett út í eitt í senn. Bætið hveitinu og lyftiduftinu út í smátt og smátt, og svo mjólkinni. Setjið helminginn af deiginu í bökunarform 22 cm og skerið eplin í sneiðar og leggið þau yfir deigið,   síðan er restin af deiginu s

Kjúklingur og kærleikur :)

Image
Það er alltaf þægilegt að eiga kjúklingaleggi í frysti því að það er svo margt hægt að gera úr þeim, ég bjó til rétt sem ég hef aldrei gert áður og hann heppnaðist bara vel, set uppskriftina hérna inn og vona að ég muni hana en ef ég skrifa ekki niður jafnóðum og ég geri eitthvað í eldhúsinu þá er það oft bara farið. Uppskrift: 10 kjúklingaleggir spagettí 1/3 úr pakka 5 hvítlauksrif 5 kartöflur 2 dl. sweet chillisósa 3 dl. rjómi rifinn ostur Kjúklingaleggir settir í ofnpott og sósunni hellt yfir og  hvítlauksrifin sett úti í, kartöflurnar skornar í bita og settar í pottinn og rjómanum hellt yfir. Þetta var í klukkutíma í ofninum á 150  í lokin setti ég grillið aðeins á til að fá fallega húð á kjúklinginn. Spagettí soðið samkvæmt leiðbeiningum og vatnið láta renna af því eftir suðu, tók kjúklinginn upp úr pottinum, það var komin svo góð sósa úr soðinu og rjómanum í pottinn og spagettíið fór út í hana og síðan var osturinn settur yfir og hrært varlega saman og kjúkling

Kondu og skoðaðu í kistuna mína .....þar er ýmislegt að finna

Image
  Það er mjög fróðlegt að yfirfara frystikistur og skápa á þessum árstíma og sjá hvað til er í þeim og oft verð ég hálf hissa hvað þar er. Ég sá núna í minni skoðun að það er ennþá til silungur frá því í fyrrasumar sem við hjónaleysin veiddum og það er ekki seinna vænna að nota hann, ég hef verið dugleg að gefa hann í vetur og kannski ekki eins dugleg  að borðað hann :)  það finnst ekki öllum á heimilinu hann jafn góður og mér.  Núna er tækifæri að gera silungsbollur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en hann er líka mjög góður steiktur á pönnu, grillaður eða ofnbakaður, hráefnið í þessar bráðhollu bollur sem ég geri er: Silungur sesamfræ sojasósa engifer egg ég set silunginn í matvinnsluvél og hakka hann og bæti svo sojasósu, rifnu engiferi, sesamfræi og eggi saman við og hræri rólega í höndum, bý til litlar bollur og steiki þær í olíu eða baka þær í ofni. Þetta er algjört heilsunammi. Ég geri oft fiskibollur en hef aldrei prófað þessa uppskrift á venjulegan f

Sunnudagur til sælu......

Image
Hvað er hugrekki? Samkvæmt Wikipedia er hugrekki hæfileiki til að standa frammi fyrir ótta, sársáuka, áhættu, óvissu eða ógnun. Hvað þýðir þá að vera hugrakkur ? Í mínum huga er hugrekki að gera það sem maður þarf að gera jafnvel þótt það sé sárt eða  erfitt og það þarf líka hugrekki til að standa með sjálfum sér. Það er svo þægilegt að stinga hausnum í sandinn og takast ekki á við þau verkefni sem lífið úthlutar okkur, en er það auðveldara til lengri tíma? Nei það verður lítil framþróun hjá okkur ef við gerum bara þetta skemmtilega og skiljum hitt eftir. Að gera lífsstíls breytingar krefst hugrekkis t.d. að hætta að reykja það er mjög erfitt og það er svo auðvelt að fresta því endalaust,  það eru nú  að koma jól, páskar eða sumarfrí og ég geri þetta bara þegar það er búið, en það er bara ekki alltaf þannig  ég frestaði þessu endalaust. Núna hefur mér tekist að vera reyklaus í einn dag í einu síðan 10.janúar og það hafa komið tímar það sem ég hef verið með mikla fíkn og

Hakksúpa og áhugasvið !!!

Image
Í gær fór ég í áhugasviðspróf og það var mjög áhugavert! Ég hafði pantað þetta hjá stéttafélaginu mínu og var búin að steingleyma því, þegar þeir  hringdu í mig  og buðu mér  að koma og ég sagði já takk. En á leiðinni fór ég að hugsa hvað er ég svona gömul að gera þetta??? En það tók mjög elskuleg kona á móti mér og hún sagði við mig það er aldrei of seint að taka þetta próf og ég skammaðist mín fyrir að tala svona niður til mín. Ég var í 40 mín. að svara öllum þessum spurningum og svo á ég að mæta hjá henni í næstu viku og fá niðurstöðurnar og það verður spennandi. Það eru oft allskonar námskeið í boði hjá stéttafélugunum og þau eru oftast okkur að kostnaðar lausu og það er náttúrulega algjör synd að nýta þau ekki, ég hef verið dugleg við og við   s.l tvö ár að nýta mér þetta, fyrir 2 árum fór ég á þriggja kvölda námskeið í skapandi skrifum og það var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt og mun koma að góðum notum þegar ég skrifa ævisöguna hehehe. Ég ætla að leifa ykkur að fylgjast með

Innlit, útlit í garðinn minn.......á góðum degi !!

Image
Ég rölti út í garð til að kíkja á gróðurinn og til að klippa tréin áður en þau fara að bruma fyrir alvöru, og þá sá ég að rababarinn er farinn að kíkja upp úr moldinni, þetta er svo skemmtilegilegur tími sem er að fara í hönd, en svo getum við alltaf átt von á því ennþá að það fari að snjóa og frysta og ég veit ekki hvað og hvað .... En í augnablikinu er gott veður og það er um að gera að njóta þess í stað þess að hafa áhyggjur af einhverju sem getur komið. Graslaukurinn er líka komin af stað og það er ekkert langt í að ég sæki hann í matinn, mér finnst svo gott að klippa hann yfir salöt eða bara ofan á tómata á ristuðu brauði namm, namm myndin er nú ekki vel tekin hjá mér en þetta sem sést með graslauknum er vermireitur sem ég er með og í hann sái ég salati     og gulrótum í byrjun maí svo að ég fái uppseru fyrr. Í garðinum var líka vorlaukur síðan í fyrra og púrrulaukur sem var  úti í vetur þeir fá að vera þarna áfram og svo sjáum við hvað gerist kannski fæ ég bara l

Að vera eða vera ekki ......Ein...manna eða einmana

Image
Ég fékk þessi blóm sem eru á myndinni á konudaginn og ég skipti vendinum upp í nokkra vasa og dreyfði þeim um húsið, það er svo sem ekkert merkilegt við það nema að hvítu blómin sem ég er ekki viss hvað heita en mér þykja þau svo falleg þau eru ennþá lifandi og þegar ég fór að kíkja þá eru komnar rætur á þau. Það er alveg ótrúlegt hverju  mér tekst að koma til " manns" þegar kemur að plöntum þótt ég segi sjálf frá, nú þarf ég bara að ákveða hvort ég set þau í mold eða hef þau áfram í vatni, og ég vildi óska þess að ég væri svona flink þegar kemur að öðrum hlutum í lífi mínu. Ég sá á fésinu í dag á síðu sem heitir  Words To Inspire the Soul   þar eru margar góðar tilvitnanir og þessi snart strengi í mínu hjarta. " I used to think the worst thing in life was to end upp all alone, it´s not. The worst thing in life is to end up with                     people that make you feel alone Robin Williams   Það getur verið svo gott að fá að vera einn með sjá