Eplakaka og sáning

 
það er eitthvað svo friðsælt og fallegt við epli og svo er svo lykta þau dásamlega, ég fór og verslaði fyrir helgina og keypti epli til að borða og svo keypti ég matarepli á 50 kr. pokann og það voru fjögur epli í pokanum og ég fjárfesti í tveimur pokum. Og af því að það var sunnudagur í gær ákvað ég að baka eplakökuna hennar Línu hún klikkar aldrei, ég hef ekki hugmynd um hver hún er þessi Lína ( kannski Langsokkur hver veit)
Það sem þarf í hana er:

250 gr. smjör
250 gr. sykur  ( ég setti 180gr,)
2 egg
250 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/2 dl. mjólk
4 epli
kanilsykur
möndlur ( ef vill)                                                        

Hrærið smjörið þar til það er orðið lint, bætið sykrinum út í og hrærið vel síðan eru eggin sett út í eitt í senn. Bætið hveitinu og lyftiduftinu út í smátt og smátt, og svo mjólkinni.
Setjið helminginn af deiginu í bökunarform 22 cm og skerið eplin í sneiðar og leggið þau yfir deigið,   síðan er restin af deiginu sett  yfir og  kanilsykri stráð yfir og möndlur ef þið viljið.
Þetta er bakað 1 klst og ofnhitinn 180gr.


Það sem ég gerði var að skipta deiginu í tvö form og setti eplabitana yfir degið og stráði svo kanelsykri yfir og bakaði í styttri tíma 30-40 mín.  Með þessu er gott að hafa þeittan rjóma eða ís, þessi uppskrift er mjög gömul og það er svo gott að prófa sig áfram og breyta til og setja hrásykur í stað sykurs og eins að minnka magnið eins og ég gerði.
Ég skutlaðist í bílskúrinn þegar ég var búin að baka og setti niður fræ það voru 3 tegundir af sumarblómum, brokkáli, rófur, púrrulaukur, rauðrófur og svo er bara að sjá hvað kemur upp af þessu og ég set myndir hérna inn þegar eitthvað fer að koma upp en það tekur 15-28 daga. Á morgun ætla ég að setja salatfræ í vermireitinn í garðinum og sjá hvað gerist í fyrra fékk ég mjög mikið af salati og það kom frekar snemma hjá mér það er svo gott að geta farið út í garð og sótt brakandi ferskt salat namm namm. Þið fáið að fylgjast með þessu öllu þetta verður framhaldssaga hér í sumar :)



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!