Hakksúpa og áhugasvið !!!

Í gær fór ég í áhugasviðspróf og það var mjög áhugavert! Ég hafði pantað þetta hjá stéttafélaginu mínu og var búin að steingleyma því, þegar þeir  hringdu í mig  og buðu mér  að koma og ég sagði já takk. En á leiðinni fór ég að hugsa hvað er ég svona gömul að gera þetta??? En það tók mjög elskuleg kona á móti mér og hún sagði við mig það er aldrei of seint að taka þetta próf og ég skammaðist mín fyrir að tala svona niður til mín. Ég var í 40 mín. að svara öllum þessum spurningum og svo á ég að mæta hjá henni í næstu viku og fá niðurstöðurnar og það verður spennandi. Það eru oft allskonar námskeið í boði hjá stéttafélugunum og þau eru oftast okkur að kostnaðar lausu og það er náttúrulega algjör synd að nýta þau ekki, ég hef verið dugleg við og við   s.l tvö ár að nýta mér þetta, fyrir 2 árum fór ég á þriggja kvölda námskeið í skapandi skrifum og það var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt og mun koma að góðum notum þegar ég skrifa ævisöguna hehehe.
Ég ætla að leifa ykkur að fylgjast með hvað kemur út úr þessu prófi mínu og á örugglega eftir að velta vöngum yfir því hérna :)

Í gær eldaði ég hakksúpu og hún var mjög góð og ég ætla að setja uppskriftina hérna inn og vona að einhver geti nýtt sér hana, ég er að nota það sem ég á í frystiskápnum þessa dagana og á örugglega eftir að setja inn allskonar skrítnar uppskriftir hérna.
Það sem þarf í súpuna:

1 nauta teningur og 4 bollar vatn
1 meðal stór laukur
1 bolli sneiddar gulrætur
2 meðal stórar kartöflur
1 rauð paprika ég notaði eins og þið sjáið á myndinni man ekki hvað hún heitir
2 tsk olía
11/2 tsk salt
2 tsk svartur pipar
3 lauf af hvítlauk
2 tsk gult sinnep
1/4 bolli tómatsósa
300 gr nautahakk
rifinn ostur

Setti olíu í pott og saxaði lauk, gulrætur og papriku og setti út í olíuna og lét þetta malla í
3 mín.  svo setti ég hvítlaukinn í pressu og setti út í og lét malla í eina mín.
Hakkið sett út í og kryddað með salti og pipar látið brúnast í 6-8 mín og þá er sinnep, tómatsósa og kartöflubitar sett út í og látið hitna vel í gegn.
Þá setti ég vatn og tening út í og lét súpuna sjóða þar til kartöflurnar voru soðnar 8-10 mín.
Það er betra að setja minna af kryddi út í og bæta síðan við og ég setti hálfan tening í viðbót út í súpuna þear hún var búin að sjóða í 5 mín því að ég vildi meira bragð og það getur hver og einn haft hana eins sterka og hann vill, ég hitaði hana upp í dag og þá var hún vel sterk og það hefði verið allt í lagi að setja smá vatn úti hana.

Ég setti rifinn ost út í súpuna þegar hún var komin í skál og það var mjög gott, við getum líka ráðið því hversu sterkan ost við viljum hafa með súpunni. Verði ykkur að góðu.








Ég prófaði að setja servettu sem ég átti frá því í fyrrasumar á borðið eins og diskamottu og það kom skemmtilega út. Oft eigum við eina og eina fallega servettu eftir og það er hægt að nota þær til borðskreytinar setja þær á mitt borðið eða það sem ykkur dettur í hug.

HUMM :) gæti verið að það komi í ljós í áhugasviðsprófinu að ég hafi áhuga á mat og öllu í kringum hann :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!