Kondu og skoðaðu í kistuna mína .....þar er ýmislegt að finna

 
Það er mjög fróðlegt að yfirfara frystikistur og skápa á þessum árstíma og sjá hvað til er í þeim og oft verð ég hálf hissa hvað þar er. Ég sá núna í minni skoðun að það er ennþá til silungur frá því í fyrrasumar sem við hjónaleysin veiddum og það er ekki seinna vænna að nota hann, ég hef verið dugleg að gefa hann í vetur og kannski ekki eins dugleg  að borðað hann :)
 það finnst ekki öllum á heimilinu hann jafn góður og mér.
 Núna er tækifæri að gera silungsbollur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en hann er líka mjög góður steiktur á pönnu, grillaður eða ofnbakaður, hráefnið í þessar bráðhollu bollur sem ég geri er:

Silungur
sesamfræ
sojasósa
engifer
egg

ég set silunginn í matvinnsluvél og hakka hann og bæti svo sojasósu, rifnu engiferi, sesamfræi og eggi saman við og hræri rólega í höndum, bý til litlar bollur og steiki þær í olíu eða baka þær í ofni.
Þetta er algjört heilsunammi. Ég geri oft fiskibollur en hef aldrei prófað þessa uppskrift á venjulegan fisk en það er kannski bara rétt að prófa það.

Ég fann líka rababara, krækiber, bláber, sellerí, rifsber og steinselju og hvítlauk sem ég hafði sett saman í litla bita og fryst ásamt mörgu öðru skemmtilegu og ég þarf að malla eitthvað úr þessu öllu og leifa ykkur að fylgjast með því hérna. Kannski grilla ég silung með berja eða rababara fyllingu aldrei að vita 
Nú er komin tími til að vera svolítið skipulögð og ég ætla að byrja á því að setja miða á frystiskápinn með því sem í honum er og merkja svo við það sem ég tek úr honum.
Væri það ekki bara tær snilld til að fylgjast með inn og út streymi úr hvort sem það er frystiskápur eða kista það eru örugglega margir sem gera þetta og þá þarf maður ekki alltaf að vera að gera vörutalningu aftur og aftur. Humm verð þá að muna að setja á miðan þegar eitthvað nýtt bætist í skápinn.














Þessar myndir eru úr veiðiferð sem var farin að Langavatni í fyrrasumar og ein af dætrunum var með og veiddi sinn jómfrúarfisk. Nú er bara að bíða eftir að komast í veiði en það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en það og það eiga örugglega eftir að koma veiðisögur hérna inn í sumar.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!