Sunnudagur til sælu......


Hvað er hugrekki?

Samkvæmt Wikipedia er hugrekki hæfileiki til að standa frammi fyrir ótta, sársáuka, áhættu, óvissu eða ógnun.

Hvað þýðir þá að vera hugrakkur ? Í mínum huga er hugrekki að gera það sem maður þarf að gera jafnvel þótt það sé sárt eða  erfitt og það þarf líka hugrekki til að standa með sjálfum sér. Það er svo þægilegt að stinga hausnum í sandinn og takast ekki á við þau verkefni sem lífið úthlutar okkur, en er það auðveldara til lengri tíma? Nei það verður lítil framþróun hjá okkur ef við gerum bara þetta skemmtilega og skiljum hitt eftir.

Að gera lífsstíls breytingar krefst hugrekkis t.d. að hætta að reykja það er mjög erfitt og það er svo auðvelt að fresta því endalaust,  það eru nú  að koma jól, páskar eða sumarfrí og ég geri þetta bara þegar það er búið, en það er bara ekki alltaf þannig  ég frestaði þessu endalaust. Núna hefur mér tekist að vera reyklaus í einn dag í einu síðan 10.janúar og það hafa komið tímar það sem ég hef verið með mikla fíkn og hugsað með mér ég er að ganga í gegnum erfileika og þarf að reykja. Mér finnst ég hugrökk að hafa ekki fallið í freistni.  Að gea breytingar á matarræði og hreyfingu krefst líka hugrekkis það er ekkert auðvelt og þess vegna þurfum við að vera dugleg að hrósa okkur þegar vel gengur og sýna okkur mildi þegar við förum aðeins út af sporinu.
Það þarf líka hugrekki til að kynnast nýju fólki, byrja á nýjum vinnustað eða flytja á nýjan stað okkur finnst þetta oft sjálfsagt og fyrir suma er þetta auðvelt en svo eru aðrir sem kvíða þessu mjög mikið og þá er um að gera að segja við sjálfa sig " ég er hugrökk " því að ég stíg inn í óttann og geri það sem ég þarf að gera.
Það krefst hugrekkis að viðurkenna mistök sem við gerum og líka að biðjast afsökunar ef okkur verður á, við erum jú bara breiskar manneskjur og okkur verður öllum á, það er alltaf bara spurningin hvernig við tökumst á við það..
Nú er ný vika framundan og ég er ákveðin  að halda út í hana full af hugrekki og bjartsýni!!!!
 
  

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!