Posts

Mánudagur til mæðu eða hvað?

Image
Mánudagar koma alltaf einu sinni í viku hjá okkur öllum og þeir fara misjafnlega vel í okkur, mér fannst frekar erfitt í morgun að fara á fætur og eiga framundan heilan vinnudag, vildi bara vera heima og halda áfram að taka til garðinum hjá mér. En það var ekki í boði þannig að ég drattaðist af stað og þetta var svona dagur " hvar eru buxurnar mínar, á eftir að strauja mussuna sem ég ætla í og hvar eru skórnir mínir" og þetta átti allt að gerast frá 6.15 og ég þurfti að ná strætó 6.50 úff, sem betur fer bauðst kærastinn til að keyra mig í vinnuna og ég náði að strauja og finna buxurnar mínar og fór ekki skólaus í vinnuna þetta  rétt náðist með góðra manna hjálp. Þegar ég var komin í vinnuna og var að hella upp á kaffi sem varð mjög vont hjá mér í stíl við morguninn þá fór ég að hugsa af hverju geri ég mér þetta svona erfitt?  Af hverju tek ég mig ekki til á sunnudagskvöldi í stað þess að standa í þessari vitleysu á mánudagsmorgni það er nú ekki eins og ég kunni ekki a...

Kvíðinn er lævís og.....

Image
Ég ákvað að setjast niður og skrifa um kvíða því að hann hefur verið minn fylgifiskur af og til í gegnum tíðina og undanfarin 3-4 ár hefur hann varla vikið frá mér og þegar ég hef fengið frið fyrir honum þá hefur það verið eitthvað stutt í einu.                                               mynd frá   CNS Community Network Servic                                             Af hverju kemur kvíði og hver er ástæðan fyrir honum? Það eru alltaf einhverjar hugsanir sem koma fyrst sem framkalla kvíðann og ég er búin að læra mikið um kvíða og hef notað þær aðferðir en þetta er þreytandi til lengdar. Ég hef verið mjög  ung þegar ég fór fyrst að finna fyrir kvíða og það eru margar ástæður fyrir því m.a. að hafa alist upp við alkóhólisma, sumarið ...

Afgangar og nýtni.....

Image
Aldrei þessu vant var ekki mikið um matarafganga eftir jólin hjá okkur og ég held að það sé bara af því að ég er að verða svo vitur í innkaupum, en það hefur ekki alltaf verið svoleiðis ef ég hef sé eitthvað gott tilboð þá hefur verið erfitt að ganga framhjá því og svo er frystirinn fylltur og skúffur og skápar þannig að þótt 8 manns detti óvart inn í mat þá er alltaf nóg til. Núna er ég að vinna í því að breyta þessu er í ströngu æfingarprógrammi og þetta hefur bara gengið ágætlega fram að þessu missti mig aðeins og keypti kalkúnaleggi og skellti í frystirinn gott að eiga þá ef verslanir loka fyrirvaralaust það gæti alveg gerst meður veit aldrei :) En það kom í ljós að það var mikið til af lopa aföngum og þá var nú spurning  hvernig best væri að nýta þá, ég fór  á youtube og vafraði þar um þar til ég datt niður á uppskrift af teppi og auðvitað skellti ég mér í að prófa og áður en ég vissi var ég komin með bólginn úlið og 5 ferninga í teppið og þá fór ég að hugsa hvo...

Nýtt ár, nýtt upphaf

Image
 Gleðilegt ár öll og takk fyrir það gamla ! Í upphafi árs finnst mér gott að staldra aðeins við og líta um öxl og skoða hvað hefur áunnist á síðasta ári og hvað má halda áfram að vinna með á þessu ári, hverju hef ég áorkað og hvernig hefur mér liðið? Það er líka svo gaman að rifja upp allt það skemmtilega sem á vegi mínum hefur orðið og einnig skoða þau verkefni sem ég hef verið að takast á við og hvernig mér hefur gengið að leysa þau. Og það sem stendur upp úr hjá mér eftir síðasta ár er hversu vel börnunum mínum hefur gengið í sínu lífi þrátt fyrir að ég sé ekki alltaf með nefið niðri í þeirra málum þótt svo að þau hafi alveg leitað til mín sem er auðvitað mjög ljúft en þau hafa bara leyst sín mál á sinn hátt og enn og aftur sannað að þau geta það alveg. Ef ég ætti að velja úr hvað mér fannst skemmtilegast á síðasta ári get ég ekki gert upp á milli en mér fannst alveg frábært að við hjónaleysin létum verða af því að fara Vestfirðina í sumar sem leið og ...

Öll ferðalög þurfa að hafa upphaf og endi..

Image
"Líf okkar á öllum sviðum er ferð í átt að áfangastað" sagði vitur manneskja einu sinni við mig og ég var lengi að velta því fyrir mér hvað hún meinti.                                           Fann þetta á bloglovin.com Ég spurði hana þá hvort ekki væri gott að vita þá hvert mann langaði að fara til að eyða óvissu og hafa einhver markmið til að stefna að " jú það er nauðsynlegt sagði hún" og þetta samtal hef ég haft með mér síðan þá.  Hér áður fyrr hafði ég mjög óraunhæfar væntingar til lífsins og fólks og varð því oft fyrir vonbrigðum og oft vissi ég ekkert hvert ég væri að stefna, en eftir að ég breytti þessu hefur mér vegnað mun betur, fólk er bara fólk með öllum sínum kostum og göllum jafnvel þeir sem standa mér næst og ég sjálf líka og núna veit ég oftast hvert ég er að fara....                       ...

Sjóða, frysta og búa í haginn fyrir veturinn.

Image
Ég hef örugglega sagt það hérna oft  áður að ég hreinlega elska haustið og það eru margar ástæður fyrir því, litirnir eru svo fallegir, það er farið að rökkva og gaman að kveikja á kertum og svo fær söfnurnar áráttan í mér að njóta sín. Það er svo gaman að fara út í garð og taka upp allskonar grænmeti og kryddjurtir og búa í haginn fyrir veturinn.   Þá er mikill hamagangur  í eldhúsinu hjá mér og ég brosi út af eyrum og það er allt út um allt en þetta hefst nú  allt á endanum. Ég er alltaf jafn hissa og glöð þegar ég tek upp grænmetið mitt að hausti,  þessi pínu litlu fræ sem ég setti niður í vor eru orðin að ætu grænmeti og það er svo gott svona nýtt ..nammm.nammm. Og uppskernan er alltaf meiri en ég geri ráð fyrir og þá er gott að gefa með sér og reyna að vera duglegur við að borða þetta á meðan það er ferskt. Ég hafði eitthvað mistalið blómkálið hjá mér og fékk fleiri hausa heldur en ég átti von  á ( næsta sumar verður meira ...

Potta draumar.

Image
Er pottur ekki bara pottur? Eða er einhver munur á öllum þessum pottum sem til eru?  Það er kannski bara  snobb að eiga einn svona rauðan þungann slow cook pott ? Mér er eiginlega bara alveg sama því að mig er lengi búið að dreyma um að eignast einn svona og nú á ég hann og er alsæl með það. En hann er ekki bara upp á punt þótt hann sé flottur og það er búið að nota hann nokkrum sinnum, en jómfrúar prufan var gerð daginn eftir að ég keypti hann og það var eldaður kjúklingur í honum. Var með blandaða bita og byrjaði á því að steikja þá í smá olíu í pottinum og kryddaði með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn var steiktur báðum megin 3-4 mín.  þá bætti ég tveimur greinum af rósmarín út í og síðan fóru 4 litlir laukar úr garðinum mínum, 4 hvítlauksrif, 3 gulrætur í bitum og 3 tómatar í bátum í pottinn. Síðan sneiddi ég 5 kartöflur og raðaði þeim yfir allt, muldi síðan fetaost með kryddjurtum yfir kartöflurnar    Og svo...