Öll ferðalög þurfa að hafa upphaf og endi..


"Líf okkar á öllum sviðum er ferð í átt að áfangastað" sagði vitur manneskja einu sinni við mig og ég var lengi að velta því fyrir mér hvað hún meinti.



                                          Fann þetta á bloglovin.com

Ég spurði hana þá hvort ekki væri gott að vita þá hvert mann langaði að fara til að eyða óvissu og hafa einhver markmið til að stefna að " jú það er nauðsynlegt sagði hún" og þetta samtal hef ég haft með mér síðan þá.  Hér áður fyrr hafði ég mjög óraunhæfar væntingar til lífsins og fólks og varð því oft fyrir vonbrigðum og oft vissi ég ekkert hvert ég væri að stefna, en eftir að ég breytti þessu hefur mér vegnað mun betur, fólk er bara fólk með öllum sínum kostum og göllum jafnvel þeir sem standa mér næst og ég sjálf líka og núna veit ég oftast hvert ég er að fara....


                                                          fann þessa á  savvysugar.com 
                                                         
Við getum ekki breytt öðru fólki jafnvel þótt okkur langi stundum til þess að það geri hlutina eins og við viljum og það getur bara verið ótrúlega pirrandi þegar maður er að reyna að leiðbeina fólki og það hlýðir ekki. hehe.

En allt þetta fólk er á sínu ferðalagi í gegnum lífið og þarf að takast á við það sem upp kemur alveg eins og ég og auðvitað verður það að velja sinn áfangastað og hvert þeim langar að stefna ég hef ekkert um það að segja.

En ég get aftur á móti svolítið haft um það að segja hvaða fólki mig langar að vera samferða á þessu ferðalagi, auðvitað velur maður ekki ættingja sína en það er hægt að velja sér vini og það er frábært og það er sama þar gott að vera ekki með óraunhæfar væntingar til þeirra heldur,  það er einhver ástæða að maður valdist sem þeirra vinur og gott að njóta þess bara með öllu sem því fylgir.

Ég er nú svo heppin að hafa í kringum mig góða fölskyldu og vini og er ótrúlega þakklát fyrir það, vegna þess að það er ekkert sjálfsagt mál og það er líka á mína ábyrgð að rækta þetta fólk sem er mér samferða á þessu lífisns ferðalagi og það hefur gengið svona og svona hjá mér margir sem ég vildi vera í meiri samskiptum við en það eru bara 24 tímar í sólahringnum hjá mér eins og þér og auðvitað þarf ég að forgangsraða hjá mér eins og aðrir.

Í þessari viku sem er að byrja ætla ég að vanda mig sértaklega við að vera opin og móttækileg fyrir raunveruleikanum eins og hann er, einning fyrir þeim gjöfum og verkefnum sem lífið færir mér.

Spennandi ekki satt :)


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!