Mánudagur til mæðu eða hvað?

Mánudagar koma alltaf einu sinni í viku hjá okkur öllum og þeir fara misjafnlega vel í okkur, mér fannst frekar erfitt í morgun að fara á fætur og eiga framundan heilan vinnudag, vildi bara vera heima og halda áfram að taka til garðinum hjá mér.



En það var ekki í boði þannig að ég drattaðist af stað og þetta var svona dagur " hvar eru buxurnar mínar, á eftir að strauja mussuna sem ég ætla í og hvar eru skórnir mínir" og þetta átti allt að gerast frá 6.15 og ég þurfti að ná strætó 6.50 úff, sem betur fer bauðst kærastinn til að keyra mig í vinnuna og ég náði að strauja og finna buxurnar mínar og fór ekki skólaus í vinnuna þetta  rétt náðist með góðra manna hjálp.

Þegar ég var komin í vinnuna og var að hella upp á kaffi sem varð mjög vont hjá mér í stíl við morguninn þá fór ég að hugsa af hverju geri ég mér þetta svona erfitt?  Af hverju tek ég mig ekki til á sunnudagskvöldi í stað þess að standa í þessari vitleysu á mánudagsmorgni það er nú ekki eins og ég kunni ekki að skipuleggja mig eða hafi svona mikið annað að gera, þetta er bara leti held ég en núna ætla ég að breyta þessu því að ég er sú eina sem get gert það og hana nú.

Ég ætla að gera mér plan fyrir vikuna og fara eftir því eins vel og ég get er nokkuð hægt að fara fram á meira af miðaldra konu ég bara spyr ?

Vona að þið eigið yndislegan mánudag eins og minn er búinn að vera eftir að ég kom mér í vinnuna í morgun :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!