Nýtt ár, nýtt upphaf

 Gleðilegt ár öll og takk fyrir það gamla !





Í upphafi árs finnst mér gott að staldra aðeins við og líta um öxl og skoða hvað hefur áunnist á síðasta ári og hvað má halda áfram að vinna með á þessu ári, hverju hef ég áorkað og hvernig hefur mér liðið?
Það er líka svo gaman að rifja upp allt það skemmtilega sem á vegi mínum hefur orðið og einnig skoða þau verkefni sem ég hef verið að takast á við og hvernig mér hefur gengið að leysa þau.

Og það sem stendur upp úr hjá mér eftir síðasta ár er hversu vel börnunum mínum hefur gengið í sínu lífi þrátt fyrir að ég sé ekki alltaf með nefið niðri í þeirra málum þótt svo að þau hafi alveg leitað til mín sem er auðvitað mjög ljúft en þau hafa bara leyst sín mál á sinn hátt og enn og aftur sannað að þau geta það alveg.







Ef ég ætti að velja úr hvað mér fannst skemmtilegast á síðasta ári get ég ekki gert upp á milli en mér fannst alveg frábært að við hjónaleysin létum verða af því að fara Vestfirðina í sumar sem leið og þangað hef ég ekki komið síðan ég var innan við tvítugt en þá fór ég með henni Ruth vinkonu minni gangandi vestfjarðar kjálkann og við vissum ekkert hvað við vorum að fara úti en það var alveg frábær ferð líka sem ég rifja upp seinna.
En þvílík fegurð sem ég upplifði þarna fyrir vestan ég var bara alltaf að váááa og svo var ég líka mjög lofthrædd á hæstu vegunum en okkur tókst samt að klára ferðina og veiddum á leiðinni og þetta var frábært í alla staði.


þarna erum við að fara yfir eina heiðina á vestjörðunum og náðum okkur í ís til að setja í kassan með fiskinum sem við veiddum.

Fegurðin hvert sem litið er


Fjöllin eru líka falleg þegar þokan umlykur þau


Kíktum við í Gamla Bæ






Við fórum á sjóstöng og veiddum í soðið


Krækti í eina bleikju í soðið


Ég lét líka verða af því að byrja í sundleikfimi en það hefur verið á dagskrá í langan tíma og það er hreint út sagt frábært hef ekki verið svona góð í líkamanum lengi eins og eftir að ég byrjaði og svo er þetta líka svo skemmtilegur félagsskapur.

Annar gamall draumur varð að verkuleika en það var að fara á leiklistarnámskeið og ég lét bara vaða og fór á námskeið hjá Leiklistarskólanum Opnar dyr og þar hitti ég líka svona  skemmtilegt fólk og það var hoppað og skoppað og leikið og hlegið og ég mæli mjög mikið með þessu þrátt fyrir að maður ætli ekki að leggja leiklistina fyrir sig þá er þetta góð leið til að komast út úr hausnum á sér.

Já það er margs að minnast frá síðasta ári með hlýju, þakklæti  og bros á vör og auðvitað komu erfiðir tímar inn á milli eins og hjá örðum og ég þurfti að takast á við mikinn kvíða og það hefur verið lærdómsríkt ferli fyrir mig en það getur verið þreitandi til lengdar, en ánægjustundirnar voru miklu fleiri og það ber að þakka því að margir sem ég þekki urðu fyrir ástvina missi og þá fer ég að hugsa hversu heppin ég er að hafa ekki þurft að upplifa það á síðasta ári.

Árið endaði líka á skemmtilegan hátt við fengum átta útlendinga sem við höfðum aldrei hitt í mat á gamlárkvöld og dætur mínar voru allar með okkur líka og það hefur ekki gerst í 18 ár eða meira þannig að ég brosti allan hringinn það kvöld.

Fólkið sem borðaði með okkur voru líka sérstaklega yndisleg og ákveðin í að hafa gaman og ekki skemmdi fyrir að tvö af þeim eru að leika í upphalds sjónvarpsþáttunum mínum  Suits og Scandal og að mig hefði grunað í upphafi ársins 2015 að ég ætti eftir að bjóða þessu fólki heim til okkar og borða með þeim og eiga með þeim mjög ánægjulega kvöldstund aldrei nokkrun tímann þannig að vitum aldrei hvaða ævintýrum við lendum í og þau eiga örugglega eftir að vera nokkur á þessu nýja ári.







Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!