Posts

Reiði ....hvaða áhrif hefur hún á okkur....

Image
 Bæld reiði getur eitrað sambönd jafn mikið og grimm orð. - Joyse Brothers.                                                     Fann þessa mynd  articles.baltimoresun.com Hvað er Reiði ? Jú það er tilfinning sem allir finna fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni. Ein elsta tilfinningin í þróun mannsins og viðbragð við ákveðnum atvikum sem við skynjum sem árás, hættu eða vanvirðingu. Reiði er missterk,  allt frá pirringi yfir í heift og það eru ýmis nöfn á þessu t.d. gremja, æsingur, ergelsi, önuleiki, biturð, geðvonska, beiskja og jafnvel hatur og það er mjög erfitt að vera fastur í einhverju svona munstri og fer illa með þá sem eru það. En reiði þjónar líka oft þeim  tilgangi að fela aðrar tilfinningar t.d. afbrýðisemi, kvíða, ótta og óöryggi og ef við verðum oft reið þá er kannski komin vísbending um að eitthvað sé að og að vi...

Handavinnu hvirfilbylur í húsinu !!

Image
Ég hef verið að  taka upp gamalt saumdót og ætla að reyna að klára það t.d dúk sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum síðan og var oft að grínast með það að ég væri að sauma í brúðarkistilinn en það hefur ekkert legið á að klára hann því ekkert bónorð hefur borist.... Nú má ég ekki kaupa mér neitt saumadót fyrr en þetta klárast en ég ætla að sauma mér páskapuntuhandklæði til að hafa í eldhúsinu, mér finnst svo gaman að svona dúlleríi eins og kærastinn kallar það. .  Fyrir 8 vikum síðan lærði ég að hekla og ákvað að byrja á teppi og þetta hefur verið svo gaman að ég þarf að fara í dúllu niðurtröppun... Í gær raðaði ég hluta af dúllunum á rúmið mitt til að fá tilfinningu fyrir því hvort fallegra sé að hekla þær saman með svörtu eða ljósu. Dúllurnar eru orðnar 150 og ég er ekki búin að ákveða hvort ég geri stórt teppi eða hvort ég nota afganginn í ný teppi jólagjafir ??? Litirnir eru svo fallegir og glaðir og þess vegna hefur verið svona gaman a...

Hver er ég og hvar er ég stödd ?

Image
 Á morgnana kíki ég stundum í bók sem ég er með í vinnunni,  það er svo skrítið hvað hún hittir oft á punta sem ég hef verið að velta fyrir mér og í morgun stóð þetta lauslega þýtt úr ensku: Mig langar að gera þig spennta yfir því hver þú ert, hvað þú ert og hvað þú hefur. Hvaða möguleika hefur þú ? Mig langar að hvetja þig að dreyma stóra drauma um hvað þú getur gert umfram það sem þú ert að gera í dag. -Virginia Satir- Ég átti mjög rólega helgi og var að dunda mér við ýmislegt prjónaði, heklaði, þreif og var að byrja að draga upp myndir til að setja á páska puntustykki sem ég ætla að sauma mér. Þegar ég er að dunda  svona þá á ég það til að hugsa of mikið og þetta var ein af þeim helgum, þessar hugsanir voru um allt mögulegt t.d aldurinn, framtíðina, hvar ég er stödd í dag, hvert langar mig í sumarfríinu  og hvað langar mig að fá út úr þessu lífi núna ? Þetta er eins og að vera með flugvélahreyfil í höfðinu allt á fullu og hugsanir...

Að undirbúa garðinn sinn ....Þótt úti snjói.....

Image
Nú er gott að huga að því hvað rækta á  í sumar, hvað er til af fræjum síðan í fyrra og hvað ég þarf að kaupa, og svo vakna ótal spurningar í kjölfarið á þessu og stundum hef ég verið svo óskipulögð og verið allt of sein að setja niður fræ til að fá einhverja uppskeru það árið. Núna ákvað ég að nota þær aðferðir sem ég kann og hef lengi kunnað í skipulagsmálum og viti menn þetta er bara mjög auðvelt ég gerði bara lista yfir það sem ég ætla að rækta og fyrir aftan nafnið setti ég dagsetingu hvenær fræið þarf að fara niður til að vera tilbúið að fara út í garð á réttum tíma þennan lista hengdi ég svo á ísskápinn í hann kíki ég nú reglulega. Hugsa sér ég er búin  að kenna markmiðssetningu í mörg ár og hún virkar líka fyrir mig ekki bara alla hina, skemmtilegt að vera sífellt að koma sjálfri sér á óvart og það eru örugglega ennþá ónýttir hæfileikar einhversstaðar á sveimi og ég hlakka til að kynnast þeim. En aftur að garðinum úti en ekki mínum innra garði þá eru nokku...

Afgangar enn og aftur !!!

Image
Margir fá  osta í jólagjöf og við erum ein af þeim og oft nær maður ekki að borða þá alla um jólin, þá er hægt að nota þá um áramótin en við erum svo lítið heima við þá að við náum því ekki. Í janúar byrjun sat ég því uppi með osta sem ekki var hægt að geyma mikið lengur og frk. nýtin þurfti að skoða hvað hægt væri að gera við þá , ég hef oft  fryst osta og geymt þá þannig í einhvern tíma og notað svo í allskonar rétti og það hefur virkað vel. En nú ákvað ég bara að hóa saman börnunum og þeirra mökum og gera eitthvað gott úr þessu öllu saman og eldaði góða súpu og notaði ostana með sem meðlæti og rétti. Þessi ostur er franskur camenbert og hann setti ég  í fílódeig og ofan á hann fór villiblómahunang með pístasíum en ég fékk það í jólagjöf og það er mjög gott með ostum t.d. Pakkaði honum inn í deigið og skar svo út laufblöð og gerði síðan rós úr afgöngum og hann varð mjög fínn,  bakaði  hann í vel heitum ofni 180gr. þar til deigið var orðið fal...

Markmiðasetning eða ekki ????

Image
Markmiðasetning er mjög góð í sjálfu sér og það er gott að hafa eitthvað til að stefna að,  ef það verður ekki íþyngjandi fyrir mann.... Sjálf hef ég bæði sett mér skammtíma og langtímamarkmið. Það er langt síðan ég hætti að setja mér markmið um að fara í megrun, orðið megrun gerir mig svo svanga að ég hugsa stöðugt um mat og súkkulaðikökur og fl. Það hefur reynst mér betur að nota orðið heilsuefling því að það er mun skemmtilegra orð og nær yfir fleira en mat. Það er  líka nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt t.d. leikhús, tónleikar, matarboð og fl. og ef við erum búin að vera lengi á leiðinni að fjölga þessu þá er gott að gera sér smá plan um það. Ég sjálf er orðin hálfgerður hellisbúi og  nenni bara helst ekki að fara úr húsi eftir að ég er komin heim úr vinnu, en það stendur nú til bóta og ég er búin að setja mér markmið um þetta og meira að segja farin að framkvæma líka ...húrra húrra..... Heima við finnst mér gott að setja mér fyrir verkefni og ég...

Eru ekki afgangar ekki líka matur ?...Frk nýtin svarar því.

Image
Ég hef oft talað um það  hérna að ég sé með söfnunaráráttu en ég held að að það sé kominn tími til að endurskoða þetta orðalag mitt og nota nýtni í staðinn.                                                    Fékk þessa mynd lánaða hjá Nóatúni. Það er ekkert að því að nýta hlutina hvort sem það eru matarafgangar, krukkur, dósir, kertaafgangar eða annað, þannig að  nú er ég ekki lengur með söfnunaráráttu heldur er ég orðin fröken nýtin. Núna um jólin eldaði ég mikið að mat eins og þorri landsmanna og allskonar meðlæti var keypt eða búið til og því var mikið um afganga og ég frysti eitthvað af þeim til eiga seinna. Síðan gerði ég talingu á því sem er til í frysti og ísskáp og skrifaði það skilmerkilega niður og hef það við hendina, en best að hafa bara miðann á ísskápnum og þá er hægt að x við þegar eitthvað er notað og þannig fylgst með hv...