Eru ekki afgangar ekki líka matur ?...Frk nýtin svarar því.

Ég hef oft talað um það  hérna að ég sé með söfnunaráráttu en ég held að að það sé kominn tími til að endurskoða þetta orðalag mitt og nota nýtni í staðinn.


                                                   Fékk þessa mynd lánaða hjá Nóatúni.


Það er ekkert að því að nýta hlutina hvort sem það eru matarafgangar, krukkur, dósir, kertaafgangar eða annað, þannig að  nú er ég ekki lengur með söfnunaráráttu heldur er ég orðin fröken nýtin.

Núna um jólin eldaði ég mikið að mat eins og þorri landsmanna og allskonar meðlæti var keypt eða búið til og því var mikið um afganga og ég frysti eitthvað af þeim til eiga seinna. Síðan gerði ég talingu á því sem er til í frysti og ísskáp og skrifaði það skilmerkilega niður og hef það við hendina, en best að hafa bara miðann á ísskápnum og þá er hægt að x við þegar eitthvað er notað og þannig fylgst með hvað er til hverju sinni.

Á aðfangadag er hefð fyrir því hjá mér og mínum að hafa nýjan svínabóg í matinn og núna vorum við frekar mörg þannig að ég eldaði tvo til að hafa örugglega nóg og eitthvað til að kroppa í seinna, en samt var það mikill afgangur að það nægir 4x í matinn fyrir okkur tvö.


                                                        Found on pinchofyum.com 

Þessi réttur er mjög girnilegur og næst á dagskrá að prófa hann og þá segi ég ykkur örugglega frá hvernig smakkaðist, en í síðustu viku gerði ég rétt bara upp úr mér og hann er svona.


Sauð 2 dl af  hrísgrjónum og því næst tók ég svínakjötið og skar það í hæfilega bita, setti síðan smá olíu á wokpönnuna út í hana setti ég 1 tsk af karrímauki, næst henti ég bitunum út í og velti þeim aðeins til að hitna þá vel í gegn og fá karríbragðið í þá.

Þá skar ég niður hálfan lauk og bætti út í og næst 2 gulrætur en ég notaði flysjarann til að rífa þær niður í strimla, saltaði síðna smá með grófu salti og að lokum fór innihaldið úr einni lítilli ananasdós út í.

Lét þetta að hitna vel í  c.a 10 mín og þá tók ég tvö egg og sló þeim saman með smá rjóma afgangi og skellti því út í og hrærði vel í á meðan eggin voru að steikjast. Í lokin kryddaði ég aðeins meira og það er bara smekksatriði hvaða krydd maður notar en ég setti smá kóríander og pipar.

Þetta var mjög gott og nóg í matinn fyrir okkur tvö og í nesti daginn eftir og nú verður bara eldað úr því sem til er í frysti og í skápunum og jólin kláruð áður en nýjar birgðir verða keyptar, það eru nefnilega mikil verðmæti í afgöngum hvort sem það er matur eða annað.

Og fröken nýtin segir bara að lokum það má nota aurinn sem sparast  í ferðalög og fleira og það er ekkert leiðinlegt að nýta......

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!