Að undirbúa garðinn sinn ....Þótt úti snjói.....
Nú er gott að huga að því hvað rækta á í sumar, hvað er til af fræjum síðan í fyrra og hvað ég þarf að kaupa, og svo vakna ótal spurningar í kjölfarið á þessu og stundum hef ég verið svo óskipulögð og verið allt of sein að setja niður fræ til að fá einhverja uppskeru það árið.
Núna ákvað ég að nota þær aðferðir sem ég kann og hef lengi kunnað í skipulagsmálum og viti menn þetta er bara mjög auðvelt ég gerði bara lista yfir það sem ég ætla að rækta og fyrir aftan nafnið setti ég dagsetingu hvenær fræið þarf að fara niður til að vera tilbúið að fara út í garð á réttum tíma þennan lista hengdi ég svo á ísskápinn í hann kíki ég nú reglulega.
Hugsa sér ég er búin að kenna markmiðssetningu í mörg ár og hún virkar líka fyrir mig ekki bara alla hina, skemmtilegt að vera sífellt að koma sjálfri sér á óvart og það eru örugglega ennþá ónýttir hæfileikar einhversstaðar á sveimi og ég hlakka til að kynnast þeim.
En aftur að garðinum úti en ekki mínum innra garði þá eru nokkur atriði sem ég verð að skoða betur og auðvitað með þessa nýju visku í farteskinu þá gerði ég annan lista ( er að verða svo góð listakona )
og hann var um verkefnin sem huga þarf að í garðinum og hljómar svona:
Hvað ætla ég að gera við jarðarberin mín í sumar eiga þau öll að fara í hengipotta eða þarf ég að finna nýja og betri leið til að hafa þau áfram í garðinum ?
Hvað verður um myntuna ? Það er kominn þvílíkur myntuakur hjá mér og ef ég ælta að leyfa henni að vaxa villtri þá þarf hún að fara á nýjan stað.
Hvernig nýti ég garðplássið best? Mér finnst gott að teikna upp fyrirfram hvar ég vil setja hvað niður og í fyrra var ég með allt of mikið pláss sem var ónýtt af því að ég var að flandrast á Ítalíu á þeim tíma sem venjulega fer í þessa forvinnu.
Þarf að bæta við jarðvegi? Já það þarf örugglega að bæta við jarðvegi og svo langar mig að fá aðeins meira af sandi í hann líka til að gera hann léttari.
Þurfa einhverjar plöntur að skipta um stað í garðinum og langar mig að bæta einhverjum við ? Já mig langar í meira af ávaxatrjám eða berjarunna og þetta rósatré þarf að fara á nýjan stað og skoða hvort flytja þurfi Birkikvisti út af húsi fyrir öskutunnurnar ( já auðvitað Þurfa þær líka hús)
Það er semsagt að komast mynd á þetta allt saman og það sem ég ætla að byrja að setja niður núna eru stjúpufræ og síðan kryddjurtir og verður þetta gert koll af kolli eftir því sem tíminn líður og af því að undirbúningurinn er svona góður þá verður þetta miklu auðveldara fyrir mig.
Stjúpur í potta tralla la la ég hef aldrei áður prófað að sá sjálf fyrir stjúpum svo þetta verður mjög spennandi.
Núna ákvað ég að nota þær aðferðir sem ég kann og hef lengi kunnað í skipulagsmálum og viti menn þetta er bara mjög auðvelt ég gerði bara lista yfir það sem ég ætla að rækta og fyrir aftan nafnið setti ég dagsetingu hvenær fræið þarf að fara niður til að vera tilbúið að fara út í garð á réttum tíma þennan lista hengdi ég svo á ísskápinn í hann kíki ég nú reglulega.
Hugsa sér ég er búin að kenna markmiðssetningu í mörg ár og hún virkar líka fyrir mig ekki bara alla hina, skemmtilegt að vera sífellt að koma sjálfri sér á óvart og það eru örugglega ennþá ónýttir hæfileikar einhversstaðar á sveimi og ég hlakka til að kynnast þeim.
En aftur að garðinum úti en ekki mínum innra garði þá eru nokkur atriði sem ég verð að skoða betur og auðvitað með þessa nýju visku í farteskinu þá gerði ég annan lista ( er að verða svo góð listakona )
og hann var um verkefnin sem huga þarf að í garðinum og hljómar svona:
Hvað ætla ég að gera við jarðarberin mín í sumar eiga þau öll að fara í hengipotta eða þarf ég að finna nýja og betri leið til að hafa þau áfram í garðinum ?
Hvað verður um myntuna ? Það er kominn þvílíkur myntuakur hjá mér og ef ég ælta að leyfa henni að vaxa villtri þá þarf hún að fara á nýjan stað.
Hvernig nýti ég garðplássið best? Mér finnst gott að teikna upp fyrirfram hvar ég vil setja hvað niður og í fyrra var ég með allt of mikið pláss sem var ónýtt af því að ég var að flandrast á Ítalíu á þeim tíma sem venjulega fer í þessa forvinnu.
Þarf að bæta við jarðvegi? Já það þarf örugglega að bæta við jarðvegi og svo langar mig að fá aðeins meira af sandi í hann líka til að gera hann léttari.
Þurfa einhverjar plöntur að skipta um stað í garðinum og langar mig að bæta einhverjum við ? Já mig langar í meira af ávaxatrjám eða berjarunna og þetta rósatré þarf að fara á nýjan stað og skoða hvort flytja þurfi Birkikvisti út af húsi fyrir öskutunnurnar ( já auðvitað Þurfa þær líka hús)
Það er semsagt að komast mynd á þetta allt saman og það sem ég ætla að byrja að setja niður núna eru stjúpufræ og síðan kryddjurtir og verður þetta gert koll af kolli eftir því sem tíminn líður og af því að undirbúningurinn er svona góður þá verður þetta miklu auðveldara fyrir mig.
Stjúpur í potta tralla la la ég hef aldrei áður prófað að sá sjálf fyrir stjúpum svo þetta verður mjög spennandi.
Það er svo gaman að setja niður pínulítil fræ við og fylgjast síðan með þeim þroskast og verða að fallegum matjurtum eða kryddi.
Graslaukurinn fer fyrstur á stjá og hann þarf ég að grisja í vor.
Og rabbabarinn eltir ...
Salatið sett í vermireitinn og þá fáum við snemma uppskeru passa mig í ár að setja ekki of mörg fræ þau eru svo smá en það verður svo mikið úr þeim byrja svo bara að borða..nammi namm..
Baunirnar þurfa nýjan stað því að það má ekki setja þær á sama stað 2 ár í röð.
Svo kemur þetta koll af kolli fram eftir hausti get varla hamið mig hérna er svo spennt yfir þessu ....En ætla að sýna stillingu og gera þetta allt í réttri röð þetta árið og sjá hverju það skilar.
Comments