Hver er ég og hvar er ég stödd ?

 Á morgnana kíki ég stundum í bók sem ég er með í vinnunni,  það er svo skrítið hvað hún hittir oft á punta sem ég hef verið að velta fyrir mér og í morgun stóð þetta lauslega þýtt úr ensku:



Mig langar að gera þig spennta yfir því hver þú ert, hvað þú ert og hvað þú hefur.

Hvaða möguleika hefur þú ?

Mig langar að hvetja þig að dreyma stóra drauma um hvað þú getur gert umfram það sem þú ert að gera í dag. -Virginia Satir-



Ég átti mjög rólega helgi og var að dunda mér við ýmislegt prjónaði, heklaði, þreif og var að byrja að draga upp myndir til að setja á páska puntustykki sem ég ætla að sauma mér.

Þegar ég er að dunda  svona þá á ég það til að hugsa of mikið og þetta var ein af þeim helgum, þessar hugsanir voru um allt mögulegt t.d aldurinn, framtíðina, hvar ég er stödd í dag, hvert langar mig í sumarfríinu  og hvað langar mig að fá út úr þessu lífi núna ?

Þetta er eins og að vera með flugvélahreyfil í höfðinu allt á fullu og hugsanirnar þeytast til og frá og stundum verð ég svo þreitt á að hugsa svona mikið og það fer mér ekki alltaf vel að gera það.

Þess vegna fannst mér algjör snilld að þessi lesning fyrir daginn í dag í bókinni minni og nú ætla ég bara að fara yfir þessi atriði fyrir mig og sjá hvaða útkoma verður úr því.



Stundum veit ég alveg hver ég er og fyrir hvað ég stend svo koma stundir þar sem ég er alveg týnd og finnst eins og ég hafi engu áorkað í þessu lífi og nú sé það að renna frá mér og það sé orðið of seint að gera eitthvað í því, þvílíkt rugl í einu höfði :)

Ég þarf ekki að leita langt til að sjá hverju ég hef áorkað börnin mín fjögur eru mín arfleið og þau eru vel gerð og eitthvað hef ég nú lagt til málanan þar.

 Núvitundin hefur hjálpað mér í þessu rugli gott að geta boðið þessar hugsanir velkomnar en ég þarf ekkert að bregaðst við þeim og svo fara þær bara af því að ég er ekki að eyða of mikilli orku í að næra þær....
Ég er bara frábær eins og ég er !!!!






Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!