Markmiðasetning eða ekki ????
Markmiðasetning er mjög góð í sjálfu sér og það er gott að hafa eitthvað til að stefna að, ef það verður ekki íþyngjandi fyrir mann.... Sjálf hef ég bæði sett mér skammtíma og langtímamarkmið.
Það er langt síðan ég hætti að setja mér markmið um að fara í megrun, orðið megrun gerir mig svo svanga að ég hugsa stöðugt um mat og súkkulaðikökur og fl. Það hefur reynst mér betur að nota orðið heilsuefling því að það er mun skemmtilegra orð og nær yfir fleira en mat.
Það er líka nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt t.d. leikhús, tónleikar, matarboð og fl. og ef við erum búin að vera lengi á leiðinni að fjölga þessu þá er gott að gera sér smá plan um það. Ég sjálf er orðin hálfgerður hellisbúi og nenni bara helst ekki að fara úr húsi eftir að ég er komin heim úr vinnu, en það stendur nú til bóta og ég er búin að setja mér markmið um þetta og meira að segja farin að framkvæma líka ...húrra húrra.....
Heima við finnst mér gott að setja mér fyrir verkefni og ég er hætt að gera allt í einu og vera svo bara búin á því eftir á ...mikill þroski þar :)
fann þetta á notonthehighstreet.com
Vinnan verður líka að hafa eitthvað spennadi verkefni framundan annars brennur maður bara út. Núna er ég svo heppin að vera í nýju verkefni en þar sem snýst um Núvitund-Mindfullness og er ég að leiða hópa í því , það er krefjandi verkefni og um leið mjög gefandi fyrir mig.
Þegar ég var beðin um þetta ætlaði ég að segja bara nei takk ég treysti mér ekki, en núna er ég svo glöð að ég gerði það ekki því það er svo auðvelt að segja bara nei og sjá svo eftir því seinna eða fara á mis við skemmtilega lífsreynslu eða staðna í vinnu, þá er maður ekki góður starfskraftur.
þess vegna held ég að það sé gott að komast á námskeið öðru hvoru hvort sem þau snerta vinnuna beint eða bara til að hrista aðeins upp í heilanum á manni.
Fann þennan draumafangara á etsy.com
Fyrir einhverjum árum síðan hélt ég dagbók og í hana skrifaði ég líka draumana mína, hún lá bara á náttborðinu hjá mér, ef ég mundi drauminn þegar ég vaknaði var hann bara settur beint inn í bókina og það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa var að færa inn hvernig dagurinn hafði verið hjá mér, hvernig mér leið o.s.frv. það kom í ljós að draumarnir endurspegluðu oft það sem ég var að takast á við á hverjum tíma.
Þetta er skemmtileg hugmynd að draumadagbók !
Í lok árs skoðaði ég bókina og sá hvað ég hafði verið bralla á árinu sem var að líða, mér fannst ég læra að þekkja sjálfa mig betur með því að gera þetta svona. Stundum kom í ljós að ég hafði ekki alveg klárað það sem ég ætlaði mér og þá færði ég þau verkefni bara yfir á næsta ár.
Ég komst líka að því að oft var ég að gera óraunhæfar kröfur á sjálfa mig og smátt og smátt lagaðist það.
Fann þetta á christianpf.com og það er fínt að gefa sér tíma til að skoða þessa síðu og sjá hvar er ég stödd með mig og mitt líf er eitthvað sem mig langar að gera öðruvísi?
Trento á Ítalíu ein af borgunum sem ég heimsótti í sumar.
Það er langt síðan ég hætti að setja mér markmið um að fara í megrun, orðið megrun gerir mig svo svanga að ég hugsa stöðugt um mat og súkkulaðikökur og fl. Það hefur reynst mér betur að nota orðið heilsuefling því að það er mun skemmtilegra orð og nær yfir fleira en mat.
Það er líka nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt t.d. leikhús, tónleikar, matarboð og fl. og ef við erum búin að vera lengi á leiðinni að fjölga þessu þá er gott að gera sér smá plan um það. Ég sjálf er orðin hálfgerður hellisbúi og nenni bara helst ekki að fara úr húsi eftir að ég er komin heim úr vinnu, en það stendur nú til bóta og ég er búin að setja mér markmið um þetta og meira að segja farin að framkvæma líka ...húrra húrra.....
Heima við finnst mér gott að setja mér fyrir verkefni og ég er hætt að gera allt í einu og vera svo bara búin á því eftir á ...mikill þroski þar :)
Ég er ekki alveg svona skiplögð eins og sýnt er á þessum miða en það er ágætt að skipta samt niður á milli mánaða það sem þarf að gera og muna svo bara að maður þarf sumarfrí í þessu eins og öðru, persónulega finnst mér best að gera þetta í mesta skammdeginu og nota bjartasta tímann í annað.
fann þetta á notonthehighstreet.com
Vinnan verður líka að hafa eitthvað spennadi verkefni framundan annars brennur maður bara út. Núna er ég svo heppin að vera í nýju verkefni en þar sem snýst um Núvitund-Mindfullness og er ég að leiða hópa í því , það er krefjandi verkefni og um leið mjög gefandi fyrir mig.
Þegar ég var beðin um þetta ætlaði ég að segja bara nei takk ég treysti mér ekki, en núna er ég svo glöð að ég gerði það ekki því það er svo auðvelt að segja bara nei og sjá svo eftir því seinna eða fara á mis við skemmtilega lífsreynslu eða staðna í vinnu, þá er maður ekki góður starfskraftur.
þess vegna held ég að það sé gott að komast á námskeið öðru hvoru hvort sem þau snerta vinnuna beint eða bara til að hrista aðeins upp í heilanum á manni.
Fann þennan draumafangara á etsy.com
Fyrir einhverjum árum síðan hélt ég dagbók og í hana skrifaði ég líka draumana mína, hún lá bara á náttborðinu hjá mér, ef ég mundi drauminn þegar ég vaknaði var hann bara settur beint inn í bókina og það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa var að færa inn hvernig dagurinn hafði verið hjá mér, hvernig mér leið o.s.frv. það kom í ljós að draumarnir endurspegluðu oft það sem ég var að takast á við á hverjum tíma.
Þetta er skemmtileg hugmynd að draumadagbók !
Í lok árs skoðaði ég bókina og sá hvað ég hafði verið bralla á árinu sem var að líða, mér fannst ég læra að þekkja sjálfa mig betur með því að gera þetta svona. Stundum kom í ljós að ég hafði ekki alveg klárað það sem ég ætlaði mér og þá færði ég þau verkefni bara yfir á næsta ár.
Ég komst líka að því að oft var ég að gera óraunhæfar kröfur á sjálfa mig og smátt og smátt lagaðist það.
Fann þetta á christianpf.com og það er fínt að gefa sér tíma til að skoða þessa síðu og sjá hvar er ég stödd með mig og mitt líf er eitthvað sem mig langar að gera öðruvísi?
Trento á Ítalíu ein af borgunum sem ég heimsótti í sumar.
Eitt af þeim langtímamarkmiðum sem ég hef sett mér rættist í fyrra sumar þegar ég fór til Ítalíu að læra ítölsku. Ég hef þá skoðun að ef það er eitthvað sem mig dreymir um að gera þá á ég að vinna að því að láta það rætast, jafnvel þótt það taki einhvern tíma að bíða eftir því.
Ég sé ekki eftir því að hafa ekki gefist upp á þessum draumi mínum og mun búa lengi að þessari ferð minni, nú á ég mér annan stóran draum og marga minni og er byrjuð að leggja drög að því og segi ykkur frá því síðar.
Comments