Posts

Markmiðasetning eða ekki ????

Image
Markmiðasetning er mjög góð í sjálfu sér og það er gott að hafa eitthvað til að stefna að,  ef það verður ekki íþyngjandi fyrir mann.... Sjálf hef ég bæði sett mér skammtíma og langtímamarkmið. Það er langt síðan ég hætti að setja mér markmið um að fara í megrun, orðið megrun gerir mig svo svanga að ég hugsa stöðugt um mat og súkkulaðikökur og fl. Það hefur reynst mér betur að nota orðið heilsuefling því að það er mun skemmtilegra orð og nær yfir fleira en mat. Það er  líka nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt t.d. leikhús, tónleikar, matarboð og fl. og ef við erum búin að vera lengi á leiðinni að fjölga þessu þá er gott að gera sér smá plan um það. Ég sjálf er orðin hálfgerður hellisbúi og  nenni bara helst ekki að fara úr húsi eftir að ég er komin heim úr vinnu, en það stendur nú til bóta og ég er búin að setja mér markmið um þetta og meira að segja farin að framkvæma líka ...húrra húrra..... Heima við finnst mér gott að setja mér fyrir verkefni og ég...

Eru ekki afgangar ekki líka matur ?...Frk nýtin svarar því.

Image
Ég hef oft talað um það  hérna að ég sé með söfnunaráráttu en ég held að að það sé kominn tími til að endurskoða þetta orðalag mitt og nota nýtni í staðinn.                                                    Fékk þessa mynd lánaða hjá Nóatúni. Það er ekkert að því að nýta hlutina hvort sem það eru matarafgangar, krukkur, dósir, kertaafgangar eða annað, þannig að  nú er ég ekki lengur með söfnunaráráttu heldur er ég orðin fröken nýtin. Núna um jólin eldaði ég mikið að mat eins og þorri landsmanna og allskonar meðlæti var keypt eða búið til og því var mikið um afganga og ég frysti eitthvað af þeim til eiga seinna. Síðan gerði ég talingu á því sem er til í frysti og ísskáp og skrifaði það skilmerkilega niður og hef það við hendina, en best að hafa bara miðann á ísskápnum og þá er hægt að x við þegar eitthvað er notað og þannig fylgst með hv...

Janúar ....

Image
Hér fyrr á árum þótti mér janúar svo leiðinlegur og langur mánuður en undanfarin ár hefur það breyst og nú finnst mér þetta vera svo notarlegur tími.... Þegar ég gekk frá jóladótinu notaði  ég tækifærið og tók til í leiðinni í skúffum og skápum,  þetta var allt gert í rólegheitum og miklu betra að gera þetta eftir jólin að mínu mati.  Það er svo notarlegt að föndra, lesa eða bara  dúlla sér eitthvað þegar það er stormur úti og helst nenni ég bara ekki út úr húsi nema til að fara í vinnu og það er bara allt í lagi í bili ég fæ góða hreyfingu við að ganga og taka strætó og læt það nægja núna. Síðasta föstudag rifum við okkur upp með rótum og öllu og drifum okkur á nýárs tónleika hjá sinfó  og það var virkilega gaman, ég hef ætlað að fara í mörg ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú.   Þetta var  partur af uppbyggingar áætlun ársins hjá mér en þar er að finna nokkur atriði m.a. að fara meira út á meðal fólks árið 2015 og næsta se...

Að blogga eða blogga ekki .....

Image
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á síðasta ári.                      Skál fyri nýju ári í sítrónu og agúrku vatni drukkið úr kristalglasi. Ég hef verið ansi léleg við að blogga undanfarið og það eru margar ástæður fyrir því tímaskortur og önnur verkefni, svo fannst mér ég ekki hafa frá neinu að segja þrátt fyrir að ég væri nú alltaf að baka, elda og bralla eitthvað heima við.  Þegar ég byrjaði að blogga 19. febrúar 2013 þá var ég í veikindafríi og fannst þetta góð leið til að hjálpa mér að halda dagbók og fylgjast með líðan minni,  það virkaði mjög vel fyrir mig og hvatti mig áfram og þá var tilgangnum náð ekki satt: Þessi mynd var máluð í listaþerapíu á Heilsuhælinu og táknar lífsgönguna mína. Veikindi mín voru bæði líkamleg og andleg og það má segja að ég hafi bara verið útbrunnin á líkama og sál og það er ekki góður staður til að vera á, þessu fylgdi mikil skömm af því að fólk eins og ég ...

Jóla streita !!!

Image
Það er gott að gefa sér tíma til að skoða hvernig streitu stigið er hjá okkur núna í byrjun desember, ég heyri marga segja að þetta sé erfiður tími fyrir þá og því fylgir streita, síðan eru aðrir sem upplifa þennan tíma sem skemmtilegasta tíma ársins. Í hvorum hópnum sem við erum er samt gott að vera meðvitaður um líðan sína og fylgjast með því hvort við erum nokkuð að fara fram úr okkur hvort sem það er í innkaupum eða stússi. Fyrir þá sem upplifa erfiðar tilfinningar á þessum árstíma er erfitt að heyra stöðugt hvað allt sé skemmtilegt,  það eru tónleikar og  jólahlaðborð og allkonar skemmtanir og það eru margir sem ekki hafa neinn til að fara með eða eiga ekki fyrir því. Margir  sem eiga erfitt núna hafa oft á tíðum upplifað erfiða hluti á þessum árstíma t.d í barnæsku eða ástvinamissi og svo eru aðrir sem hafa lítil fjárráð og það gerir mann dapran og þá er streitan á næsta leiti. Ég þekki persónulega báða þessa þætti fyrir mig voru jólin...

Kærleikur er karlkyns nafnorð en ég ætti samt........

Image
Þessar fallegu myndir prýða vegg á skrifstofunni minni í vinnunni og mér finnst ótúlega vænt um þær þessi efri er kort sem ég fékk einu sinni og þá neðri keypti ég í Prag af listakonunni sjálfri. mér finnst þær svo lýsandi fyrir kærleikann. Ég hef upplifað það núna í vetur hversu kærleiksríkt fólk er í kringum mig og það er alveg ómetanlegt að finna það, ég hef líka fundið fyrir því að ég get verið kærleiksrík kona við annað fólk en hef ekki verið nógu dugleg að vera það við sjálfa mig. Kvíðinn hefur verið að herja á mig af og til og í stað þess að taka bara eftir því og sýna mér umburðarlyndi hef ég verið að skamma mig fyrir þetta... Þú átt nú að kunna að takast á við þetta og þú átt að...... og auðvitað átt þú að.....og svo framvegis og þetta eru ekki hjálplegar setningar fyrir neinn og þær mundi ég ekki segja við neinn annan. Ég er svo heppin að vera í hóp með fólki sem er að stunda Núvitund og þegar ég er að gera æfingar í selfcompassion ( sjálfsgóðvild )   ...

Salt, salt og meira salt !

Image
Ég hef þörf fyrir að vera alltaf eitthvað að bralla og núna síðast var ákveðið  að gera smá tilraunir með salt, keypti þessar sætu krukkur hjá sösterne og auðvitað þurfti að setja eitthvað í þær. Tegundirnar sem ég prófaði að gera eru: krækiberjasalt,  steinselju og hvítlaukssalt,  chillisalt,  lauk og hvítlaukssalt,  rósmarínsalt. Í frystinum á ég krækiber, bláber og eitthvað af kryddjurtum og auðvitað þarf maður að gera smá tilraunir við og við annað er ekki hægt. Ég tók út krækiber og steinselju og prófaði að setja á smjörpappír við vægan hita inn í ofn til að þurrka og það var allt í lagi með berin en steinseljan varð bara dökk og vond og þá þurfti ég að nota aðra aðferð á hana. Var með hvítlauk og lítinn lauk og ég saxaði þá báða mjög smátt en laukurinn kemur úr garðinum mínum og þeir eru mjög bragðsterkir. Þurrkað yfir nótt. Berin hálf þornuð sett saman við saltið sem ég notaði (Norður Salt flögur ) og svo setti ég blönd...