Janúar ....

Hér fyrr á árum þótti mér janúar svo leiðinlegur og langur mánuður en undanfarin ár hefur það breyst og nú finnst mér þetta vera svo notarlegur tími....



Þegar ég gekk frá jóladótinu notaði  ég tækifærið og tók til í leiðinni í skúffum og skápum,  þetta var allt gert í rólegheitum og miklu betra að gera þetta eftir jólin að mínu mati.  Það er svo notarlegt að föndra, lesa eða bara  dúlla sér eitthvað þegar það er stormur úti og helst nenni ég bara ekki út úr húsi nema til að fara í vinnu og það er bara allt í lagi í bili ég fæ góða hreyfingu við að ganga og taka strætó og læt það nægja núna.


Síðasta föstudag rifum við okkur upp með rótum og öllu og drifum okkur á nýárs tónleika hjá sinfó  og það var virkilega gaman, ég hef ætlað að fara í mörg ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú.  



Þetta var  partur af uppbyggingar áætlun ársins hjá mér en þar er að finna nokkur atriði m.a. að fara meira út á meðal fólks árið 2015 og næsta sem við gerum er að fara í bröns á veitingarhúsi hér í borg og það verður síðustu helgina í janúar.

 Í lok janúar er ég að fara á Núvitundarnámskeið sem er bara mjög spennandi og hjálpar mikið og þar mun ég hitta nýtt fólk sem er áskorun fyrir mig.



Þangað til ætla ég bara að njóta þess að vera heima og dúllast og snúllast og eins er ég að fara í gegnum gamalt dót og gefa frá mér og selja og  það er gott, því að núna vil ég bara hafa lítið að dóti í kringum mig.

Í bókinni 1001 leið til að slaka á eru mörg góð ráð og ég læt eitt og eitt  fylgja með færslunum hérna   á næstunni.

1. Með allt á hreinu:
skrifaðu lista yfir þá hluti sem þú vilt koma í framkvæmd, t.d. taka til í stofunni eða fataskápnum eða þá huglægari áform eins og að kynnast nýju fólki.

Ég sé að þetta þassar vel við það sem ég er að gera núna og það er bara fínt .

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!